Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 81
„Hve líf sem friðar nýtur andar rótt“ listina fyrir lífið,“ mætti orða þessa afstöðu í frasa. Skáldskapnum er ætlað veigamikið hlutverk í víðtækri baráttu fyrir betri heimi. Og sá skáldskapur sem á traustan trúnað við sjálfan sig er öðrum líklegri til að geta lagt þjóðfélagslegum hugsjónum manna og starfi nokkurt lið. Einar Bragi leggur þetta m. a. til í viðræðum nokkurra skálda í Birtingi árið 1958:15 Eg verð að viðurkenna, að ég hef aldrei skilið við hvað menn eiga með þessu: listin fyrir listina. Ég get ekki fallizt á að til sé annars vegar list fyrir listina, hins vegar list fyrir lífið. Öll hlutgeng list er lífinu mikilverð, og öll óhlutgeng „list“ er lífinu lítils virði. Túlka má ljóð Einars „Bogmanninn“ (17—18) sem svo að gildi ólíkra skáldskaparviðhorfa og skáldskapar sé gert að viðfangsefni. Annars koma ofangreind viðhorf Einars fram á fjölbreytilegan en samanslunginn hátt í allri formgerð sjálfs skáldskapar hans: í fágun máls og því næma myndmáli sem útleggingalaust höfðar til skynjunar lesanda,16 stundum blandað mál- töfrum sem leika á sviði hins undarlega og óröklega; í þeim enduryrkingum á ljóðunum frá bók til bókar sem spanna allt frá breytingum á greinarmerkj- um, orðum og línuskiptingum til umbyltinga á allri gerð ljóðs.17 En ekki síst birtist sú afstaða Einars að baráttugildi og listgildi skáldskapar verði ekki aðskilið í því að hann yrkir hinum mjúku gildum, því smáa og viðkvæma, svo hljóðlega að það heyrist um allt.18 Á þann hátt er t. d. barist í ljóðinu „Jólanótt" (54), biturri ádeilu á ofbeldi óeirandi valds gegn því fólki sem ævinlega og alls staðar er kúgað og drepið. Neðanmáls segir um ljóðið: „Hugsað til Víetnam, þegar Bandaríkjamenn minntust jólanna 1972 með því að herða sprengjuregnið sem aldrei fyrr.“ Ægilegum óhugnaði úr raunveru- leika samtímans er stillt andspænis frásögn jólaguðspjallsins af von í fæð- ingu nýs lífs; það er samsamað hinum hrjáðu en sært til ólífis má það sín einskis lengur gagnvart hervaldi. I þungum trega ljóðsins hægir um stund svo á að það stendur næstum kyrrt og getur varla haldið áfram: Og fánýt er þín leit að leiðarstjörnum: þær leynast daprar bak við niðdimm ský, því handa jarðarinnar jólabörnum er jata engin til að fæðast í. Þá er það að birtir. í krafti hinna viðkvæmu gilda er hafin barátta fyrir hönd allra snauðra hirða með fyrirheiti um að það veika og smáa muni sigra hina stóru illsku: 479
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.