Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 93
John Fowles og Astkonan Það er við hæfi að lesendur og Charles sjá Söru fyrst þar sem hún stendur á Cobbanum. Bæjarbúar telja hana vera að horfa út á hafið í bið eftir franska lautinantinum, eins og gæti verið raunin ef þetta væri eins venjulegur ástarróman og titillinn gefur stríðnislega í skyn. En hið raunverulega athvarf Söru er þessi villti skógur — felustaður fyrir ástaleiki ógiftra og annað sem ógnar siðalögmálum Viktoríutímans. Og það er í skóginum, þessu sérkenni- lega afbrigði Edengarðsins, sem Sara fyrst „tælir“ Charles og hefst handa við að grafa undan viðteknum hugmyndaheimi hans. Inn í þetta fléttast svo enn einn rómantískur þáttur í verkum Fowles. Hann hefur mikinn áhuga á riddarasögum og öðrum miðaldarómönsum, í þeim leika bæði skógar og dulmagnað kvenfólk oft afdrifarík hlutverk sem hafa ratað inn í verk Fowles. Krossfaraþrá riddaranna, eirðarlaus leit þeirra að verðugum viðfangsefnum á hættuslóð, sem iðulega liggur um ókunnan skóg, snýst oft og einatt upp í eltingarleik við lokkandi kvenveru, hvort sem um beinan björgunarleiðangur er að ræða eður ei. Slíkt athæfi er auðvitað vel kunnugt úr ýmsum skáldskap, en Fowles leitast við að blása í það endurnýjuðu lífi. Eins og glöggt kemur fram í Ástkonunni álítur hann slíka þraut skipta meginmáli fyrir sjálfskilning karlmannsins; það er ekki fyrr en Charles hefur leitað Söru uppi eftir mikla mæðu að hann hlýtur sína endurlausn, frelsi til að skapa eigið líf. Kvenfrelsi eda karlremba? Þegar veigamikill samtímahöfundur skrifar sögu þar sem margt veltur á ást og rómantík, hlýtur hlutverk konunnar að vera í brennidepli. Ekki er auðvelt að henda reiður á kvennapólitík Fowles í Astkonunni. Fowles er yfirlýstur kvenfrelsissinni og fjallar öðrum þræði afar meðvitað um stöðu kvenna. Sara er á ýmsan hátt fulltrúi kvenfrelsis í sögunni, hættuleg storkun viktoríönskum samfélagshefðum, eins og best sést kannski á viðbrögðum Grogans læknis og riti því sem hann lánar Charles til að lækna hann af ástarhneigð til þessarar afbrigðilegu kvenpersónu (28. kafli). Hverskonar tilburðir kvenna til að verða gerendur, taka ákvarðanir um eigið líf, eru óæskilegir og grunsamlegir og það er jafnvel reynt að ljá þeim glæpsamlegt yfirbragð. A hinn bóginn er augljóst að saga Fowles byggir á reynsluheimi og sjónarhóli karla. Ekki fer milli mála að raddir búktalarans eru karlkyns. Ennfremur er það Charles sem býður upp á mesta samsömun lesenda, enda er markmið sögunnar sjálfsþekking hans og lífsuppgjör; hann er sá riddari sem við fylgjum á þrautagöngu. En ef við sjáum veröldina með augum Charles, þá er það Sara sem er í sjónmáli og að því leyti dettur sagan í þá 491
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.