Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 96
Tímarit Máls og menningar fyrst og fremst að nýta sér frjálslyndi sitt og þekkingu til að líta af stalli nútímans niður til hins „vanþróaða“ Viktoríusamfélags. Oft virðist 19. öldin koma betur út úr samanburðinum. Til dæmis var sjálfsagt að menn (að vísu nær eingöngu karlmenn!) hlytu almenna og víðtæka menntun ef þeir menntuðu sig á annað borð, sbr. Charles og Grogan lækni (19. kafli). Þrátt fyrir hrópandi mótsagnir Viktoríutímans hvað kynlíf snertir og ástalíf yfirleitt, virðist Fowles sem frjálslyndi nútímans hafi að sumu leyti misst marks, einkum vegna þess að það hefur orðið til að kippa fótunum undan rómantík, í víðtækum skilningi þess orðs. Fowles dregur enga dul á að „tíðarandinn bannaði" bæði ástríðu og ímyndunarafl (22. kafli; um þetta er nokkuð fjallað í skáldsögum þeirra tíma, eitt besta dæmið er Hard Times eftir Dickens). I þeim jarðvegi blómguðust slíkar kenndir samt sem áður, en eiga kannski erfiðara uppdráttar „á þeim hömlulausu og ímyndunarsnauðu tímum sem við lifum“ (26. kafli). Að vissu marki má segja að við, með því að gera opinbert það sem þeir lokuðu inni í einkalífinu, séum meiri viktoríumenn — í niðrandi merkingu — fyrst við höfum lagt í rúst svo stóran hluta launungarinn- ar, erfiðleikanna, bannsvæðisins og þar með líka stóran hluta ánægj- unnar. (35. kafli) Mér finnst satt að segja ýmislegt við þetta sjónarmið að athuga, t. d. með tilliti til þess sem áður sagði um dulmögnun kvenfólks. Þetta er þó greinilega grundvallaratriði í hinu rómantíska búktali sögunnar, en marg- breytileiki þess sést m. a. á því að hér verður Sara, sem annars er langt á undan sínum tíma í sögunni, að boðbera 19. aldar rómantíkur á nútímasviði verksins. Hins ber svo að gæta að víxlverkanir þessara tveggja tímasviða taka ekki einungis á sig mynd andstæðra viðmiða. Fowles tekur greinilega undir þá alkunnu skoðun að upp úr miðri nítjándu öld hefjist fyrir alvöru sá „nútími“ sem við lifum enn í dag. Iðnvæðingin er að brjóta af sér öll bönd, m. a. fyrir tilkomu járnbrautanna, hreyfanleiki samfélagsins stóreykst, kapí- talisminn blómgast, borgarastéttin auðgast og nær yfirhöndinni í þjóðfé- laginu. Um leið og Fowles bregður upp mynd af hinum formfasta Viktoríu- heimi sýnir hann hvernig þessi veröld er í raun að riðlast á sögutímanum. „Hvílíkt breytingatímabil! Svo margt í skipulaginu var farið að bráðna og leysast upp.“ (42. kafli) Á sama tíma var heimsmyndinni einnig stórlega raskað af öðrum völdum, þ. e. af náttúrufræðingnum Charles Darwins og bók hans, Uppruni tegund- anna (1859). Hann leikur allstórt hlutverk í skáldsögunni og væntanlega hefur Fowles nefnt söguhetju sína eftir honum (þriðji nafninn er Karl Marx, 494
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.