Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 104
Tímarit Mdls og menningar Eins og sjá má af þessari flokkun eru aðeins þrjú leikhús af 11 styrkt svo nokkru nemi. Þessi sömu þrjú leikhús eru líka þau einu sem hafa eigið húsnæði til umráða, — húsnæði sem hæfir starfseminni sem þar fer fram. Stærsti hópurinn aftur á móti eru svokallaðir frjálsir leikhópar, hópar atvinnuleikara sem hafa tekið sig saman og stofnað leikhús. I sumum tilfellum er þetta gert á hugmyndafræðilegum grundvelli en oft eru þetta ungir leikarar sem lítið fá að gera í stofnanaleikhúsunum svonefndu vegna þess, a) að þau hafa sína fastráðnu leikara og þurfa yfirleitt ekki fleiri, b) vegna reynsluleysis ungu leikaranna eins og það er oft nefnt. Til að öðlast þessa nauðsynlegu reynslu virðist ungum leikurum allt að því nauðugur einn kostur að stofna eigið leikhús svo að þeir geti þroskað sig í fagi sínu. Það sem síðan gerist er að sem þessir ungu leikarar sýna sig og sanna í frjálsum leikhóp koma stofnanaleikhúsin og bjóða í þá. Þau geta greitt hærri laun, boðið betri starfsaðstöðu, og hvað á ungur leikari að gera sem í einn stað vill vinna með leikhópnum sem hefur lyft honum á flug í starfi sínu, en er orðinn fjölskyldumaður og getur ekki lifað af þeim launum sem leikhóp- urinn getur boðið honum? Eftir stendur leikhópurinn einum fátækari. Eitt af núlifandi leikhúsum hefur orðið hvað harðast úti hvað þetta varðar, það er Alþýðuleikhúsið; og eitt af dánarmeinum Grímu, Leiksmiðj- unnar og Litla leikfélagsins var einmitt að missa marga bestu leikara sína út í brauðstritið. En Alþýðuleikhúsið er ekki dáið, það er tíu ára í ár og ótrúlegt af hve miklum þrótti það starfar enn, því slík eru áföllin sem það hefur orðið fyrir á þessum tíu árum að nægt hefðu hverju meðalleikhúsi í gröfina. Alþýðu- leikhúsið hefur átt sínar lægðir á þessu tímabili en ætíð risið úr öskunni aftur eins og fuglinn Fönix og hafist handa á ný. Það dylst engum sem eitthvað sækir leikhús að Alþýðuleikhúsið hefur fullkomlega sannað tilveru- rétt sinn. Er orðið tímabært að það fái umbun erfiðis síns. Hin leikhúsin í þessum flokki eru öll miklu yngri en Alþýðuleikhúsið. Þau eiga ennþá langt í land að öðlast þá viðurkenningu sem þeim ber hjá fjárráðamönnum þessa lands. Síðasti hópurinn í þessari flokkun eru leikhús rekin á grundvelli einka- reksturs. Spyrja má hvort hin amríska fyrirmynd sé akkur í íslensku leikhúslífi. Víst er að listin þarf fjármagn til að lifa jafnt og hvert annað framtak í þjóðlífinu, en listin má aldrei verða eingöngu bissniss. Þá tapar hún samfélagslegu gildi sínu, hættir að rista djúpt í þjóðarsálina, en þar trúi ég gildi hennar og verðmæti séu mest. En Hitt-leikhúsið eykur fjölbreytni í leikhúslífinu, gæðakröfur þess eru háar og ekki skal amast við því á meðan félagslegum rekstri leikhúsa í landinu stafar ekki bráð hætta af einkarekstri. Eitt er það sem Hitt-leikhúsið getur í krafti einkareksturs og það er að 502
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.