Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 105
Yfirlit yfir íslensk atvinnuleikhús
koma sér í hús, a. m. k. tímabundið, án þess að vera upp á velvild opinberra
aðila komið. Alþýðuleikhúsið eitt sér hafði ekki bolmagn til að rísa gegn
niðurrifi Hafnarbíós heitins, og yfirvöldum þótti ekki nóg að horfa aðgerða-
laus á húsið rifið ofan af þeim heldur komu líka með þá hugmynd að fella
Alþýðuleikhúsið niður sem sérlið á fjárlögum sem það komst inn á meðan
það hafði aðstöðu í Hafnarbíói. Er verið að refsa leikhúsinu fyrir að ríki og
borg hafa ekki staðið sig sem skyldi við að leysa vandann? Spyr sá sem ekki
veit. Borin er þar að auki sú von að nýtt Borgarleikhús standi fullbúið á 200
ára afmæli Reykjavíkurborgar. Glæsilegasta afmælisgjöf sem borgin hefði
getað gefið sjálfri sér, kemur hallærislega of seint og tertan verður með
pólitísku óbragði.
Gerðir stjórnvalda gagnvart leiklist í landinu gefa vægast sagt tilefni til að
hugsa sér stefnu þeirra eitthvað á þessa leið: Fái leikhópur engan opinberan
styrk getur hann ekki komið sér upp húsnæði. Hafi hann ekki húsnæði fær
hann engan styrk! Og áfram: Listafólk og listastofnanir fá ekki það fjár-
magn sem þarf til að geta stundað list sína óháð markaðslögmálunum. Og
fólkið í landinu fær ekki laun sem gera því kleift að sækja hina ýmsu
listviðburði.
Stefnumörkun og verkefnaval
Verkefni leikhúsanna á síðasta leikári voru geysimörg og fjölbreytt (sjá
yfirlit 2). Mér telst til að sýnd hafi verið 49 leikrit. Af þessum 49 eru 16
mismunandi sýningar frá leikhópnum Svörtu og Sykurlausu. Vegna sér-
stöðu sinnar sem götuleikhúss sem eingöngu sýnir frumsamin verk er óhægt
um vik að draga þau í dilk. Af hinum 33 verkunum voru fjögur og hálft í
Nemendaleikhúsinu. Af þessum 33 verkum voru 10 íslensk verk, þar af 7
ný. Þó að Þjóðleikhúsið sé hér með flest íslensku verkin þá er einungis eitt
þeirra nýtt. Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar eru hvort um sig
með tvö ný verk, Leikfélag Akureyrar þar af með leikrit Sveins Einarssonar
um Sölva Helgason, sérstaklega samið fyrir leikfélagið; svo er einnig um
leikrit Nínu Bjarkar fyrir Nemendaleikhúsið, og er það lofsvert. EGG-
leikhúsið sýndi verk eftir Jökul Jakobsson og annað glænýtt eftir Árna
Ibsen samið fyrir leikara EGG-leikhússins Viðar Eggertsson. A yfirlitinu
má sjá að úr ýmsu var að moða í leikhúsunum s. 1. vetur, en kannski er
spurningin hér fremur sú hver heildarmyndin sé hjá hverju leikhúsi fyrir sig.
I því sambandi langar mig að tilfæra svör þriggja leikhússtjóra er Helgar-
pósturinn spurði þá þann 25. okt. 1984 um stefnu leikhúsa sinna. Gísli
Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri segir:
503