Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 113
Ágúst Georgsson Með ugg í brjósti einatt lít ég Hvalfjörð Munnnuelasögur um hersetuna í Strandarhreppi Á heimsstyrjaldarárunum síðustu var reist mikil herstöð í landareign jarð- anna Litlasands og Miðsands í Strandarhreppi. Spruttu þá upp nokkrar munnmælasögur, sem á sinn hátt mega teljast einstakar í sinni röð hér á landi, þótt ekki sé grunlaust um einhverjar hliðstæður. Hefur áður verið ritað um þessar sagnir af Halldóru B. Björnsson (jólablað Þjóðviljans 1960, Jörð í álögum 1969). Einnig koma þær lítið eitt við sögu í verki Gunnars M. Magnúss Virkið í norðri (1947—1950). Sjálfur vann ég fyrir allmörgum árum að söfnun þjóðfræða við norðanverðan Hvalfjörð og hljóðritaði þá meðal annars sagnir, sem tengjast veru hersins þar eftir kunnugu fólki. Hér á eftir verða hinar helstu þeirra raktar, en fyrst skulu rifjuð upp nokkur atriði úr hernámssögu Hvalfjarðar. Eins og kunnugt er var Island hernumið af Bretum 10. maí 1940, en rúmlega ári seinna tóku Bandaríkjamenn að sér hervernd landsins. Herliðið var einkum staðsett í Reykjavík og nágrenni (þar með talinn Hvalfjörður), en auk þess á Akureyri, Kaldaðarnesi, Seyðisfirði, Reyðarfirði og víðar. í Hvalfirði var herskipalægi en einnig viðkomuhöfn fyrir skipalestir, sem voru á leið frá Ameríku til Englands eða Sovétríkjanna. Þangað komu því þúsundir skipa. Báðumegin fjarðarins voru varðstöðvar, fjöldi skála o. fl. byggingar. Við Þyril var mikil olíu- og bensínbirgðastöð, en hafskipa- bryggja og braggahverfi skammt frá. Gefur þetta nokkra hugmynd um mikilvægi fjarðarins. Að styrjöldinni endaðri sat nokkur hluti hersins áfram á landinu, eða allt til ársins 1947 að lýst var yfir að brottflutningi hans væri lokið. Eftir að samið hafði verið um, að Bandaríkin tækju að sér „hervernd“ íslands á vegum Atlantshafsbandalagsins, sem það gekk í 1949, kom aftur bandarískur her í landið árið 1951 og settist að á Keflavíkurflugvelli og víðar, m. a. í Hvalfirði. Um 1960 var mikið rætt um að Atlantshafsbanda- lagið hygði á stórframkvæmdir í firðinum en af þeim varð aldrei. Herinn hafði aðsetur í Hvalfirði fram á árið 1967, en í maímánuði hvarf hann þaðan á brott og hefur ekki komið þar síðan. 511
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.