Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 113
Ágúst Georgsson
Með ugg í brjósti
einatt lít ég Hvalfjörð
Munnnuelasögur um hersetuna í Strandarhreppi
Á heimsstyrjaldarárunum síðustu var reist mikil herstöð í landareign jarð-
anna Litlasands og Miðsands í Strandarhreppi. Spruttu þá upp nokkrar
munnmælasögur, sem á sinn hátt mega teljast einstakar í sinni röð hér á
landi, þótt ekki sé grunlaust um einhverjar hliðstæður. Hefur áður verið
ritað um þessar sagnir af Halldóru B. Björnsson (jólablað Þjóðviljans 1960,
Jörð í álögum 1969). Einnig koma þær lítið eitt við sögu í verki Gunnars M.
Magnúss Virkið í norðri (1947—1950). Sjálfur vann ég fyrir allmörgum
árum að söfnun þjóðfræða við norðanverðan Hvalfjörð og hljóðritaði þá
meðal annars sagnir, sem tengjast veru hersins þar eftir kunnugu fólki. Hér
á eftir verða hinar helstu þeirra raktar, en fyrst skulu rifjuð upp nokkur
atriði úr hernámssögu Hvalfjarðar.
Eins og kunnugt er var Island hernumið af Bretum 10. maí 1940, en
rúmlega ári seinna tóku Bandaríkjamenn að sér hervernd landsins. Herliðið
var einkum staðsett í Reykjavík og nágrenni (þar með talinn Hvalfjörður),
en auk þess á Akureyri, Kaldaðarnesi, Seyðisfirði, Reyðarfirði og víðar. í
Hvalfirði var herskipalægi en einnig viðkomuhöfn fyrir skipalestir, sem
voru á leið frá Ameríku til Englands eða Sovétríkjanna. Þangað komu því
þúsundir skipa. Báðumegin fjarðarins voru varðstöðvar, fjöldi skála o. fl.
byggingar. Við Þyril var mikil olíu- og bensínbirgðastöð, en hafskipa-
bryggja og braggahverfi skammt frá. Gefur þetta nokkra hugmynd um
mikilvægi fjarðarins. Að styrjöldinni endaðri sat nokkur hluti hersins áfram
á landinu, eða allt til ársins 1947 að lýst var yfir að brottflutningi hans væri
lokið. Eftir að samið hafði verið um, að Bandaríkin tækju að sér „hervernd“
íslands á vegum Atlantshafsbandalagsins, sem það gekk í 1949, kom aftur
bandarískur her í landið árið 1951 og settist að á Keflavíkurflugvelli og
víðar, m. a. í Hvalfirði. Um 1960 var mikið rætt um að Atlantshafsbanda-
lagið hygði á stórframkvæmdir í firðinum en af þeim varð aldrei. Herinn
hafði aðsetur í Hvalfirði fram á árið 1967, en í maímánuði hvarf hann þaðan
á brott og hefur ekki komið þar síðan.
511