Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 116
Tímarit Máls og menningar Þeir þora ekki lengur að standa vörð, en Islendingar eru fengnir í staðinn og koma því út sem sigurvegarar í lokin. Draugurinn verður táknmynd íslands, landvarnarmaður, sem óhræddur storkar hernámsliðinu og getur boðið því birginn hvenær sem er. Þannig finnur andófið sér alltaf einhvern farveg. Aþekk dæmi fyrirfinnast erlendis t. d. frá einræðistímanum á Spáni, en út í það skal ekki nánar farið hér. A Litlasandi og Miðsandi er ekki lengur stundaður búskapur og hefur svo verið um langa hríð. í landareign þeirra er nú braggahverfi, olíu- og bensínstöð, veitingaskáli og hvalstöð. Tún jarðanna lágu saman en voru aðskilin af lítilli á. Bærinn á Litlasandi stóð í hvammi austan árinnar. Sunnan við hann er brött brekka niður að eyrinni, sem þjóðvegurinn liggur nú um. Vestast í brekkunni er svo kölluð Álagabrekka, en hana mátti ekki slá eða hrófla við á annan hátt, ef verra átti ekki af að hljótast. Hún er brött og mótar fyrir stöllum eftir henni endilangri. Frásagnir um brekkuna, og hvað af hlaust ef hún var slegin, hafa lengi verið vel kunnar við norðanverðan Hvalfjörð. Það brást aldrei að þeir, sem það gerðu, yrðu fyrir þungum búsifjum, misstu besta reiðhestinn, bestu mjólkurkúna eða annað álíka. A stríðsárunum rauf herinn bannhelgi þá, sem hvíldi á brekkunni með því að grafa í hana. Af þeim sökum varð hann fyrir áföllum eftir því sem munnmælin herma. Sagnirnar um rask hersins í álagabrekkunni eru nokkuð ósamhljóða og ganga manna á milli í ýmsum útgáfum. En í aðalatriðum eru þær þannig, að herinn hafi ætlað að grafa í hana vegna einhverra fram- kvæmda. Aður en verkið hófst höfðu íslendingar, sem unnu hjá hernum, varað við afleiðingum þessa. En á þá var ekki hlustað og gert gys að hjátrú þeirra. Svo var byrjað á greftinum, sem gekk mjög illa því verkfærin unnu ekki almennilega á brekkunni. Skömmu síðar geisaði eitt allra versta veður í manna minnum. Fuku margar byggingar en aðrar stórskemmdust. Varð ekki af frekari framkvæmdum í það skiptið. Eftir þetta fóru hermenn- irnir varlegar í að gera gys að hjátrú íslendinga. Sumir segja að atvik af þessu tagi hafi komið fyrir tvisvar en aðrir ekki. Alagabrekkan var friðhelgur staður. Sá sem við henni hróflaði varð fyrir refsingu. Þetta var virt af flestum eða öllum, sem um bannhelgina vissu á annað borð, viðteknum reglum þannig fylgt. I álagabrekkunni birtist hluti af heimsmynd og reynslu ákveðins hóps. Þeir sem ekki fylgja settum reglum eru vitanlega ógnun við hópinn og viðbrögð gegn broti verða kröftug. Yfirnáttúrulegir atburðir eru yfirleitt túlkaðir eftir á, bæði dulræn reynsla og draumar. Atburðurinn er ræddur innan hópsins, borinn saman við fyrri reynslu og stundum jafnvel lagaður til svo hann falli inn í viðurkennt munstur. Allt þetta var fyrir hendi er hernámsliðið kom á staðinn, lagði undir sig jarðir, gerði gys að gamalli trú og venjum og lítilsvirti friðhelga 514
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.