Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 124
Umsagnir um bækur
ÞAÐ ER ÁTAK AÐ
SKIPTA UM PLÁNETU
Hann ákvað að skipta um plánetu
og vaknaði á Mars. Það var myrk-
ur í herberginu, en hann vissi að
hann var á Mars. Hann hafði val-
ið Mars, vegna þess að nú ríkti
friður með hinum mörgu stríð-
andi þjóðum plánetunnar.
Þannig hefst skáldsagan Gaga (Iðunn,
1984) eftir Ólaf Gunnarsson um
Rögnvald sjoppueiganda sem vaknar
upp einn morguninn hafandi lesið yfir
sig af „science-fiction“ bókmenntum.
Hann er orðinn gaga, — rétt eins og Don
Kíkóti, og látæði hans minnir um margt
á þessa frægustu sögupersónu allra tíma.
Orðaskipti Valda við ímyndaða Mars-
búa minna talsvert á ræður riddarans
Kíkóta, — eru á skakk og skjön við
viðmælandann og byggð á heiftarlegum
misskilningi, en sjálfum sér samkvæm að
innra samhengi. Rétt eins og Don Kíkóti
er Valdi fullkomlega trúr sínum hugar-
heimi og færir persónur og atburði heim
við sína maníu af dæmalausri og
þrjóskulegri bilun.
Ólafur Gunnarsson hefur í viðtölum
nefnt Cervantes sem sinn mesta bók-
menntalega áhrifavald og Don Kíkóta
sem einhverja mestu skáldsögu allra
tíma. Áhrif þeirra feðga eru greinileg
enda er Ólafur meðvitað að búa til tutt-
ugustu aldar Kíkóta. Hugmynd hans að
honum er snjöll, — hún felur í sér kóm-
íska drætti en jafnframt mjög alvarlega
og býður því heim alls kyns túlkunum,
jafnt á veilu Valda sem tímans.
Það er nærtækt að ltta á Valda sem
skopfærða mynd af nútímamanninum
og söguna sem paródíu á brjálæði tím-
anna sem við lifum. Hér sé lýst þeirri
gömlu tilvistarangist sem skekur nú-
tímamanninn og grundvallarstaðreynd
allra bókmennta sem einhvers mega sín
og hljóðar svo: þetta er vondur heimur.
Samt sem áður verkar þessi saga ekki á
mig sem enn einn heimsósóminn, þótt
vel megi færa skynsamleg rök fyrir því
að sagan sé ádeila á nútímann. Vissulega
er Valdi afsprengi síns tíma og sést það
glöggt af því hvaða bókmenntir það eru
sem gleypt hafa huga hans í bókstaflegri
merkingu. En hann er samt einstakur og
bilun hans er bilun ákveðins einstaklings
sem ekki er eingöngu afurð tímans.
Gaga er saga einstaklings sem á í fárán-
legu stríði við umhverfi sitt. Hann neitar
að fallast á skilaboð sem berast frá öðr-
um mönnum. Hann skilur sig frá þeim.
Þeir eru Marsbúar, en hann er frá Islandi
á Terra (sem er heiti jarðarinnar í þess-
um bókmenntaheimi). Og hann ákveður
þetta stríð.
Það er til að mynda ekkert í fari ann-
ars fólks í sögunni eða í samræðunum
sem bendir til félagslegrar ádeilu. Fólkið
sem mætir geimfaranum er ofurvenju-
legt í hversdagslegum erindum. Ólafur
er, held ég, fyrst og síðast að segja sögu
af geggjun, — geggjun sem getur haft
hörmulegar afleiðingar, því að í fárán-
legri mistúlkun sinni á öllu sem í kring-
um hann gerist drepur Valdi ungbarn, —
í þeim tilgangi að sýna Marsbúum í tvo
heimana, láta þá taka sig alvarlega.
Að baki þessarar meinfyndnu sögu,
því það er hún sannarlega, er myrkur og
522