Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2015, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.05.2015, Qupperneq 4
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 NOKKRAR STÆRÐIR TENGDAR VERKFALLSAÐGERÐUM OG KJARABARÁTTU VERKALÝÐSBARÁTTAN Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is. Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgun- blaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatil- vikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingar- spítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“ - óká REYNSLUSÖGUR ÁHRIF YFIRSTANDANDI VERKFALLSAÐGERÐA Forsíðukandídat á Landakotsspítala BANDALAG HÁSKÓLAMANNA (BHM) Ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga | Stendur enn yfir Í DAG ER 37. DAGUR Í VERKFALLI FIMM ÞEIRRA: 1 Félag geislafræðinga Hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítal- ans. Ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku. 2 Félag lífeindafræðinga Áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítal- anum. Lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna land- búnaði. 3 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala Koma að frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faralds fræði, tölfræði og kerfislíffræði. 4 Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala | ÞRI., MIÐ. OG FIM. Raskar starfi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða. 5 Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu Ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjald- þrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. ● Ljósmæðrafélag Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri Ótímabundið verkfall hófst 9. apríl. Verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Aðgerðir eru því á 35. degi. VERKFALL HJÁ EFTIRTÖLDUM FÉLÖGUM FRÁ 20. APRÍL 1 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun Meðal annars áhrif á eftirlit með plöntu heilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd. 2 Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Mat- vælastofnun Raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum. 3 Dýralæknafélag Íslands Stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu. Uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við slátrun og einnig vegna innflutnings. Í PÍPUNUM: SGS Verkfall 19.-20. maí og ótímabundin vinnustöðvun frá 26. maí. Hjúkrunarfræðingar Ótímabundið verkfall hefst 27. maí. VR, LÍV og Flóabandalag 28.-29. maí er verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum, 30.-31. maí er verkfall á hótelum, gisti- og baðstöðum, 31. maí-1. júní er verkfall í flugaf- greiðslu, 2.-3. júní er verkfall hjá skipafélögum og í matvöruverslunum, 4.-5. júní er verkfall hjá olíufélögum, 6. júní hefst ótímabundið verkfall félagsmanna. VERKFALLSAÐGERÐIR Í GANGI KVENNADEILD LANDSPÍTALANS Ljósmæður á Landspítalanum eru í verkfalli á þriðju- dögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en bráðatilvikum er sinnt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJARAMÁL Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninga- nefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verk- falli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninga- nefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborð- ið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kort- unum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag. Þá virðist hreyfing á viðræð- um á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, for- manns Eflingar og talsmanns Flóa- bandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunar manna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnu- lífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafns- dóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægju- efni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um til- lögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag. „Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins (SGS), eftir fund samn- inganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún seg- ist telja að SA viðri svipaðar hug- myndir við SGS og Flóabandalag- ið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissátta- semjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar. olikr@frettabladid.is Legið yfir tillögum á öllum vígstöðvum Fundað var í kjaradeilum allra stóru stéttarfélaganna bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum í Karphúsinu í gær. Ljóst er að enn ber mikið í milli og samn- ingar ekki í augsýn. Hreyfing er samt á viðræðum og nýjar hugmyndir á borðinu. Í HÉRAÐSDÓMI Umtalsverð harka er í kjaradeilum og verkfallsaðgerðir í gangi. Hér mæta Páll Halldórsson og félagar hans í BHM í Félagsdóm um helgina þar sem hluti aðgerða háskólamenntaðra var sleginn af. RÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SIGURÐUR BESSASON DRÍFA SNÆDAL Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Markísur Aukahlutirí mikluúrvali 5.700 svín EÐA AFURÐIR ÞEIRRA hafa ekki ratað í verslanir og á borð landsmanna miðað við framleiðsl- una í mars og að verkfall dýralækna hefur nú staðið í ÞRJÁR VIKUR. 35.000 kr. VERÐUR LÁGMARKSHÆKKUN í launatöflu samkvæmt kröfugerð Flóabandalagsins, en að því standa Efling stéttarfélag, verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. 8 DAGA TEKUR AÐ KJÓSA um verkfallsboðun VR, LÍV og Flóa- bandalagsins. Kosning um aðgerðir hófst í gær og lýkur 19. þessa mánaðar. 19 37 sáttamál HAFA RATAÐ Á BORÐ RÍKISSÁTTASEMJARA á þessu ári. Þremur er lokið og eitt var sameinað öðru máli á vegum AFL starfsgreinafélags. Eftir standa 33 mál. 138 KJARASAMNINGAR ERU LAUSIR ÞAÐ SEM AF ER ÁRI eftir því sem lesa má úr gögnum á vef Ríkissáttasemjara. Frá júní og út árið bætast um 18 samningar við. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 8 -0 1 3 C 1 6 3 8 -0 0 0 0 1 6 3 7 -F E C 4 1 6 3 7 -F D 8 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.