Fréttablaðið - 13.05.2015, Page 6

Fréttablaðið - 13.05.2015, Page 6
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 RÚSSLAND Tvö hundruð og tuttugu rússneskir hermenn féllu í tveimur bardögum í Austur-Úkraínu sam- kvæmt skýrslu sem unnin var af rússnesku stjórnarandstöðunni sem birtist í gær. Í skýrslunni má finna upplýsingar sem teknar voru saman af stjórnar- andstæðingnum Boris Nemtsov, sem skotinn var til bana í Moskvu síðast- liðinn febrúar. Skýrslan sem heitir „Stríð Pútíns“ hefur verið gefin út á nýjum rúss- neskum vefmiðli. Ilya Yashin, einn bandamanna Nemtsovs, lagði lokahönd á skýrsl- una. Yashin sagði skýrsluna vera unna af „sönnum þjóðernissinna sem er andvígur einangrunarstefnu forsetans Pútíns“. Fram koma upp- lýsingar um hvernig 150 rússnesk- ir hermenn voru drepnir í lykil- bardaga í ágúst 2014 við smábæinn Ilovaisk í Donetsk-héraði í Úkraínu. Þá segir að nýlega hafi 70 rúss- neskir hermenn fallið í bardaga um bæinn Debaltseve, sem stuðnings- menn rússneskra uppreisnarmanna náðu á sitt vald eftir að vopnahlé var undir ritað. „Allar vangaveltur um rússnesk afskipti eru viðkvæmar í Moskvu og leitin að prentsmiðju sem fékkst til að prenta skýrsluna hefur reynst erfið,“ sagði Yashin. Á sama degi og skýrsla stjórnar- andstæðinganna var birt funduðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, og forseti Rússlands. Þetta var fyrsta heimsókn Kerrys til Rússlands eftir að átök í Úkraínu hófust árið 2014. - ngy Skýrsla sem hefur að geyma upplýsingar frá stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov var gefin út í gær: Rússneska stjórnarandstaðan gefur út skýrslu BANDAMAÐUR NEMTSOVS Hundrað og fimmtíu rússneskir hermenn voru drepnir í bardaga í Úkraínu í ágúst 2014. SVONA ERUM VIÐ 73-74 fullorðin pör mynda hafarnar- stofninn á Íslandi (2014). DÓMSMÁL Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmunds- syni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur. Lítilli eins hreyfils Cessna- flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Haf- þór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Air craft Trading. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flog- ið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Sam- kvæmt niðurstöðu úrskurðar- nefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðj- ung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefnd- ar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslín- una. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flug- maður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flug- maður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbending- ar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem til- kynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafn- ar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðju- skyni á leið sinni frá Vopna- fjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metr- ar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvern- ig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fall- ist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði Ósannað hvor flaug í Vopnafjarðarslysinu Héraðsdómur Reykjavíkur segir ósannað hvor mannanna tveggja í flugvél, sem fórst við Selá í Vopnafirði í júlí 2009, flaug vélinni. Þótt flugið hafi verið ámælis- vert beri Tryggingamiðstöðinni að greiða manninum sem lifði bætur. Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu. Héraðsdómur Reykjavíkur. HAFÞÓR HAFSTEINSSON ÁSGEIR GUÐMUNDSSON SLYS Einn maður er látinn og annar lífshættulega slasaður eftir að fjög- urra sæta Cessna-vél flaug á raf- línur rétt við veiðihúsið Hvamms- gerði við Selá í Vopnafirði. „Það er ekkert sem bendir til bilunar í vél. Mennirnir hafa lík- lega misreiknað flughæðina,“ segir Björn Sigurbjörnsson slökkviliðs- stjóri á Vopnafirði. Hann segir að vélin hafi verið nýtekin á loft frá flugvellinum á Vopnafirði, en veiðihúsið er tólf til þrettán kílómetra norður af þorp- inu. Gestir í veiðihúsinu urðu vitni að slysinu og Baldur Friðriksson læknir á Vopnafirði segir að svo virðist sem mennirnir hafi verið að taka lítinn hring á leið sinni suður. „Það er ólíklegt að þeir hafi verið að reyna að lenda. Þarna er engin flugbraut, enginn bali eða tún eða neitt,“ segir Baldur. Mennirnir hafi sér virst vera á miðjum aldri. Baldur segir að banaslys séu ávallt mikið áfall, en ekki síst í litlu þorpi þar sem langt er í stórar heil- brigðisstofnanir og engin teymi til staðar til að bregðast við áföllum. „Ef tveir slasast er það hópslys hjá okkur,“ segir hann. Presturinn á staðnum hafi veitt fólki áfallahjálp. Vélin hafði lent á Vopnafjarðar- flugvelli klukkan 14.35 og flug- áætlun gerði ráð fyrir að hún færi þaðan aftur um klukkan 16. Slysið varð síðan rétt eftir klukkan 16, en til stóð að lenda vélinni á Tungubakka flugvelli í Mosfellsbæ klukkan 18 í gær. Sjúkraflug kom frá Akureyri og sótti þann sem lifði af. Flogið var með hann til Reykjavíkur á sjöunda tímanum. Á Landspítala var ekki frekari upplýsingar að fá á tíunda tímanum í gærkvöldi en þær að maðurinn væri lífshættulega slasaður. Hjördís Guðmundsdóttir hjá Flug- stoðum, sem reka flesta flugvelli landsins, segir að flugáætlun vélar- innar og annað sem viðkomi Flug- stoðum hafi allt verið með eðlilegu móti. Hvorugur mannanna mun hafa verið frá Vopnafirði. - kóþ Maður látinn eftir að vél var flogið á línu við Selá Einn er látinn og annar lífshættulega slasaður eftir að lítil Cessna-vél flaug á raflínu í gær við Selá í Vopna- firði. Flugmaður mun hafa misreiknað flughæð vélarinnar. Læknir segir þetta mikið áfall í litlu þorpi. Vopnafjörður Vop nafj örð urSlysstaður Se lá FLUGSLYS VIÐ SELÁ Fréttablaðið 3. júlí 2009 skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamið- stöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysa- bætur. gar@frettabladid.is Lítill hringur sem floginn var til að kveðja félaga í veiðihúsi endaði hörmulega. Fyrsta opinbera heimsókn Frakklands- forseta til Kúbu í meira en öld SÖGULEG HEIMSÓKN François Hollande, forseti Frakklands, fór í opinbera heim- sókn til Kúbu en hann er fyrsti franski forsetinn sem þangað fer í meira en öld. Hollande er einnig fyrsti vestræni þjóðarleiðtoginn sem heimsækir kommúnistaeyj- una síðan sættir voru tilkynntar milli stjórnvalda í Havana og Washington í Banda- ríkjunum í desember. Þeir Raul Castro, forseti Kúbu, og Hollande hittust í gær en Hollande hitti einnig bróður Rauls, Fidel Castro, en þeir funduðu í um klukkustund. Á fundi í Háskólanum í Havana sagði Hollande að hann myndi berjast fyrir því að þær aðgerðir sem hafa skaðað þróun Kúbu yrðu afnumdar og vísaði þar til við- skiptahindrana Bandaríkjanna sem enn eru í gildi þrátt fyrir að samskipti milli Kúbu og Bandaríkjanna hafi skánað undanfarna mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 8 -9 5 5 C 1 6 3 8 -9 4 2 0 1 6 3 8 -9 2 E 4 1 6 3 8 -9 1 A 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.