Fréttablaðið - 13.05.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 13.05.2015, Síða 18
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórs- ár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjana- hugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvamms- virkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þess- um forsendum. Vorið 2013 tók ný verk- efnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjana- hugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Fag- hópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnis- stjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuvega- nefndar að veruleika felur það í sér alvar- legt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðn- um aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga ramma- áætlunar sem kunngerðar verða eftir ein- ungis eitt ár. Þar með fengist raunveru- legur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til vernd- ar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll! Mótmælum rofi á rammaáætlun! UMHVERFIS- MÁL Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar Andlitskrem fyrir þurra húð Fæst í apótekum · Engir parabenar · Engin ilmefni · Engin litarefni Uppnefni og virkjanakostir Þingstörf voru með hefðbundnu sniði í gær. Minnihlutinn fór fram á breytingu á dagskrá sem var felld, ræddi fundarstjórn forseta í dágóðan tíma og benti á að ekki væri á þau hlustað. Þó má með sanni segja að stóra málið á þingi í gær hafi verið uppnefni sem Róbert Marshall skellti fram í ræðustól þingsins. Upp- nefnið fór fyrir brjóstið á formanni þing- flokks Sjálfstæðis- flokksins svo hún sá sig knúna til að koma í ræðustól og gagnrýna munnsöfnuð Róberts. Friðjón og kommarnir Í áranna rás hafa ýmis orð fallið þingi sem hafa farið misvel í þjóð og þingheim. Róbert notaði þó ekki orð eins og „gunga“ og „drusla“ til að lýsa hugsunum sínum í garð for- manns atvinnuveganefndar. Það sem fór svo fyrir brjóstið á þingflokksformanninum var einfalt. Í miðjum ófriðnum á þingi um rammaáætlun og breytingu á virkjanakostum var Jón kall- aður „Friðjón Gunnarsson“. Misbauð kímnigáfu hennar „Það er þegar háttvirtur þingmaður leyfir sér hér að kalla þingmenn einhverjum nöfnum sem þeir ekki heita,“ sagði Ragnheiður og var mikið niðri fyrir. Róbert taldi nú líklegt að þetta myndi ekki raska svefni háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar og benti á að hann hafi sjálfur kallað hann kommúnista í þrígang hér á árum áður. „En ég bið hins vegar háttvirtan þing- mann Ragnheiði Ríkharðsdóttur afsökunar á því að hafa misboðið kímnigáfu hennar“ - saS amtök atvinnulífsins kölluðu eftir því í Fréttablaðinu í gær að verkalýðshreyfingin sameini sig í þeim kjara- viðræðum sem í gangi eru þannig að þær nái bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. „Ég held að svona snúin staða leysist aldrei öðruvísi en náist að eyða ákveðinni tortryggni, sem ríkt hefur á milli aðila, með því að menn komi þá bara sameiginlega að borðinu,“ sagði Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fjármálaráðherra hefur áður kallað eftir þjóðarsátt Staðan er sú að 165 kjarasamningar eru lausir á þessu ári. Þeir taka bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ríkis- sáttasemjari segist ekki muna eftir öðru eins, tugir þúsunda launþega séu í þeim félögum sem hafa ákveðið að fara í verkfall eða leitað heimilda til þess. Borið er í bakkafullan lækinn ef bent er á afleiðingar þessara aðgerða sem nú þegar hafa gert vart við sig. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi í gær frá konu sem ekki hafði komist í eftirlit vegna krabbameinsmeðferðar. Sögur í þessa veru eru fleiri og þær eru átakanlegar. Mannslífin verða illa metin til fjár. Fjárhagslegt tjón er samt sem áður einnig staðreynd og verður meira eftir því sem verkfallsaðgerðirnar harðna. Í gær var greint frá því að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafi fengið drög að tilboði sem félagið ætlar sér að liggja yfir í viku. Boðað verkfall hjúkrunarfræðinga hefst svo þann 27. maí. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasam- bandsins, iðnaðarmanna, VR og Flóabandalagsins og BHM fékk einnig óformlegt tilboð frá ríkinu í vikunni. Flestir hafa samúð og skilning á kröfum verkalýðsfélaganna þess efnis að lægstu laun séu hækkuð og að fólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum. Samtök atvinnulífsins halda því fram að slík krafa sé aldrei svo einföld. Hækkun lægstu launa sé ekki eina krafan heldur hækkun yfir línuna – launaskrið. Nokkurs konar höfrungahlaup sem endi með því að hækkanir eru orðnar inni- stæðulausar og ábatinn af hærri launum verði að lokum enginn. Það er ljóst að ástandið er orðið slíkt að harmakvein atvinnu- rekenda með beiðni um sameinaðar kröfur verkalýðsfélaganna er ekki að ástæðulausu. Það sér hver maður að 40 mál á borði ríkis- sáttasemjara er vægast sagt meira en góðu hófi gegnir. Hvaða verkalýðsforingi ætlar að verða fyrstur til að semja og bera slíkan samning undir félagsmenn sína og eiga á hættu að næsta félag nái betri samningum en hann? Það vill enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir muni beita ýtrustu úrræðum til að fá meira. Staðan er snúin og kallað hefur verið á aðkomu ríkisins. Í Frétta- blaðinu í gær sagði Þorsteinn að ríkið hefði nú þegar lýst vilja til að koma að lausn, svo sem með skattkerfisbreytingum og breytingum á húsnæðismarkaði. Einhver þarf að höggva á þennan rembihnút. Pressan hefur verið á atvinnurekendum og stjórnvöldum hingað til. Nú er komið að verkalýðshreyfingunni að stíga skref í átt til sáttar og reyna að liðka fyrir lausn. Sé sameining viðræðnanna lausnin verður að sameina þær. Það er ábyrgðarhluti að gera það ekki. Leita þarf allra ráða til að leysa vandann: Sameina þarf kjaraviðræður 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 7 -B C 1 C 1 6 3 7 -B A E 0 1 6 3 7 -B 9 A 4 1 6 3 7 -B 8 6 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.