Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 46
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30 Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 REST heilsurúm Fyrir þínar bestu stundir MEIRA Á dorma.is COMFORT heilsurúm LUXURY heilsurúm Nature’s Luxury dýna með Classic botni Stærð cm Dormaverð 120x200 129.900 kr. 140x200 155.900 kr. 160x200 169.900 kr. 180x200 189.900 kr. • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Góðar kantstyrkingar • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Steyptar kantstyrkingar • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Þrýstijöfnunar yfirdýna • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 Nature’s Comfot dýna með Classic botni Stærð cm Dormaverð 100x200 99.900 kr. 120x200 119.900 kr. 140x200 138.900 kr. 160x200 149.900 kr. 180x200 164.900 kr. Nature’s Rest dýna með Classic botni Stærð cm Dormaverð 90x200 68.900 kr. 100x200 72.900 kr. 120x200 79.900 kr. 140x200 92.900 kr. 160x200 99.900 kr. 180x200 117.900 kr. Bandaríski dansf lokkurinn Bandaloop hefur sérhæft sig í lóðréttum dansi þar sem samein- ast danstækni, líkamlegur styrk- ur, fimi og klifurtækni við undir- leik tónlistar í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Í anda þeirrar stefnu Listahátíðarinnar verður settur upp sérstakur aðgengispall- ur fyrir hreyfihamlaða á Ingólfs- torgi og verður aðgengið að pall- inum frá norðri og suðri en rétt að hvetja alla til þess að mæta tíman- lega og koma sér vel fyrir til þess að njóta sýningar þessa óvenjulega dansflokks. Amelia Rudolph, listrænn stjórnandi og stofnandi dans- flokksins, hefur leitt danssýning- ar fram yfir ystu brún skýjakljúfa, stórbygginga og klettabjarga víða um veröldina og í dag kl. 17.30 dansa þau sig fram af brúninni í Aðalstræti 6 í hjarta Reykjavíkur. Klifrandi dansari „Ég hef verið að dansa meira og minna alla mína tíð en fyrir meira en tuttugu árum fór ég að stunda klifur og þá fór ég að pæla í lóðréttu rými sem mögu- legu dansrými. Það var eigin- lega upphafið að þessu,“ segir Amelia Rudolph, hæglát og bros- mild kona frá Kaliforníu sem hefur farið um víða veröld með dansflokkinn sinn. „Það má eigin- lega segja að þetta bæti við þriðju víddinni. Með þessu öðlumst við ákveðið frelsi sem dansarar og danshöfundar. Gerum hluti sem væru útilokaðir á hefðbundnu sviði en óneitanlega felur þetta líka í sér takmarkanir því við erum að sjálfsögðu bókstaflega bundin við brúnina og þannig með takamarkað rými. Við erum ekki frjáls undan þyngdaraflinu þó svo við ögrum því og leikum okkur að möguleikum þess og takmörkunum.“ Allt eftir aðstæðum Allt frá upphafi hefur Banda- loop-hópurinn vaxið þétt enda eftir spurnin eftir svimandi glæsi- legum sýningum flokksins mikil. Amelia segist vera að mestu hætt að finna til lofthræðslu eða sér- stakrar spennu gagnvart svið- inu en að hver og ein sýning hafi sín sérkenni allt eftir aðstæðum hverju sinni. „Já, það er mikilvægt að taka tillit til aðstæðna hverju sinni og við erum alltaf með ofur- áherslu á öryggi dansaranna. Við erum búin að vera lengi á leiðinni til Íslands og því valdi ég þau þrjú verk sem verða sýnd hér af kost- gæfni og eftir aðstæðum. Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að þetta er ekki loftfimleikasýn- ing heldur dans, þó svo að upplif- unin sé eflaust ansi svimandi fyrir marga. Tónlistin er þannig ákveð- inn þáttur af upplifuninni, einnig búningarnir og stundum er lýs- ingin það líka þó að hér sé of bjart svona snemma vors til þess að lýsa sýninguna.“ Símana í vasann Þau í Bandaloop-hópnum eru frumkvöðlar á þessu lóðrétta sviði dansins en fleiri hafa reynd- ar fylgt í kjölfarið. „Eftirspurnin er mikil og ég fagna því að það skuli fleiri vera að fást við þetta svið. Við erum að auki með annan hóp, eins konar B-dansflokk, þar sem dansararnir eru þjálfað- ir upp og auk þess þá gefur það okkur möguleika á að stækka sýningar þegar við á. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að áhorfendur eru í raun hluti af sýningunni. Við sem erum að dansa skynjum upplifun þeirra og finnum meira að segja fyrir ákveðnum mun á áhorfendum eftir því hvar við erum í heim- inum. Við heyrum bæði andköf- in og þagnirnar og finnum vel þegar vel tekst til og við erum að ná til fólksins. Ég vil líka hvetja áhorfendur til þess að láta símana ekki spilla fyrir sér upplifuninni. Ekki horfa á sýninguna í gegnum skjáinn þótt það sé gaman að taka upp og setja á netið – gerið það þá bara stutta stund, setjið svo símann í vasann og njótið þess að upplifa. Það er miklu skemmti- legra þannig og það er nóg af myndum af okkur á netinu.“ magnus@frettabladid.is Á lóðréttu danssviði Listahátíðin í Reykjavík, fyrri hluti, hefst í dag með magnaðri opnunarhátíð kl. 17.30 á Ingólfstorgi þar sem framhlið byggingarinnar í Aðalstræti 6 myndar sviðið fyrir Ameliu Rudolph og dansarana hennar í Bandaloop. ÓTTALAUS Amelia Rudolph er hætt að finna fyrir ótta þegar hún stígur fram á lóðrétta sviðið með dansflokkinn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bandaloop-dansflokkurinn hefur frá 1991 sýnt víða um veröldina og notið mikillar velgengni. Á meðal staða þar sem Bandaloop hefur komið fram má nefna Kauphöllina í New York, Alþjóðlegu fjármálamiðstöðina í Seul í S-Kóreu, Space Needle í Seattle, björg í Sierra Nevada-fjallgarðinum, Cen- art í Mexíkóborg, á LIC-bygg- ingunni í Nýju-Delí og svo mætti lengi telja. Bandaloop kemur einnig fram á hefð- bundnu sviði bæði með og án svifbúnaðar. Meginmarkmið dansflokksins er að færa dansinn til nýrra áhorfenda með nýjum og spennandi leiðum og heiðra með því náttúru og samfélag. Bandaloop BANDALOOP Fjölmenni fylgdist með lokaæfingu dansflokksins í góða verðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNING 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 8 -2 3 C C 1 6 3 8 -2 2 9 0 1 6 3 8 -2 1 5 4 1 6 3 8 -2 0 1 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.