Morgunblaðið - 03.12.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
fi p y j g p
C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa
mauki Bruchetta íreymeð tv
ðlatu hangikjöti, bal- samrau
og piparrótarsósu heBruc
ta með hráskinku, balsam
rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g
meti Krabba a- s a l
ðboferskum kryddjurtum í brau
Bruchetta rðameð Miðja
hafs-tapende aRisa- rækj
spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes
nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með
grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry
taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill
tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli
satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Möndlu Mix og Kasjú Kurl
er ekki bara hollt snakk. Líka
gott í salatið. Hollt og gott
frá Yndisauka.
Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum,
Melabúðinni, Fjarðarkaup,
Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni,
Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi
og Bakaríinu við brúna Akureyri.
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Landfylling við aðalhafnargarðinn á
Akranesi er til skoðunar hjá Faxa-
flóahöfnum og Akranesbæ vegna
áforma HB Granda um að reisa þar
byggingar undir fiskvinnslu og
tengda útgerðarstarfsemi.
Bæjarráð Akraness fjallaði nýver-
ið um erindi Faxaflóahafna um land-
fyllinguna og vísaði því til umsagnar
skipulags- og umhverfisráðs og til
starfshóps vegna Breiðar og hafnar-
svæðisins. Vakti bæjarráð jafnframt
athygli á mikilvægi þess að greina
áhrif landfyllingar á fjöruna við
Langasand.
Stærð landfyllingarinnar er allt að
70 þúsund fermetrar og áætlaður
framkvæmdakostnaður er 1,7 til 2,1
milljarður króna. Landfyllingin er
nokkuð minni en gert er ráð fyrir í
núverandi deiliskipulagi Akraness.
Um nokkurra ára skeið hefur
landfylling á þessum stað verið til
skoðunar. Siglingastofnun skilaði af
sér skýrslu í mars árið 2009, að
beiðni Faxaflóahafna, þar sem gerð
var úttekt á ýmsum þáttum undir-
búnings fyrir þróun hafnar og hafn-
arlands á Akranesi. Það var síðan í
haust að HB Grandi kynnti hug-
myndir sínar á fundi hafnarstjórnar
Faxaflóahafna um starfsemi á land-
fyllingunni og núverandi hafnar-
svæði. Er þar m.a. gert ráð fyrir
nýju frystihúsi og byggingum undir
vinnslu á bolfiski og uppsjávarfiski.
Fer líklega í umhverfismat
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna, segir að ef niðurstaða
Akranesbæjar um skipulagsþáttinn
verði jákvæð verði málið tekið til
formlegrar afgreiðslu hjá Faxaflóa-
höfnum. „Að því gefnu að öllum lítist
vel á þetta þá getur þetta jafnvel
orðið sameiginlegt verkefni okkar,
HB Granda og bæjarins,“ segir Gísli.
Hann bendir á að landfylling og
aukin starfsemi við höfnina geti skil-
að Faxaflóahöfnum auknum tekjum
til framtíðar og því sé um spennandi
verkefni að ræða.
Gísli bætir þó við að ekki sé um
endanlegar eða fullkláraðar hug-
myndir að ræða. Tæknilega geti
þetta þó gengið upp en sökum um-
fangs fyllingarinnar þurfi væntan-
lega að fara með framkvæmdina í
umhverfismat, bæði vegna efnistöku
og fyllingar. Efnistaka yrði gríðar-
leg, eða um 900 þúsund rúmmetrar,
þar af tæplega 500 þúsund rúmmetr-
ar af fyllingarefni og 130 þúsund af
völdu grjóti. Nokkrar efnisnámur í
nágrenni Akraness hafa verið skoð-
aðar, en reiknað hefur verið með að
fyllingarefni verði flutt sjóleiðina.
Efnistaka er einna helst talin fýsileg
við Kirkjuból og Ytri-Hólma. Grund-
artangi og Galtarvík hafa einnig
komið til greina.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri
HB Granda, segir fyrirtækið hafa
viljað leggja fram sínar hugmyndir
um hvernig best væri að byggja upp
aukna starfsemi á Akranesi í fram-
tíðinni, í góðu samstarfi við Akra-
nesbæ og Faxaflóahafnir.
Miðað við áform um aukna fisk-
vinnslu á Akranesi segir Vilhjálmur
ljóst að þörf sé á betri hafnar-
aðstöðu. „Við sjáum fyrir okkur
betri aðstöðu fyrir bolfiskvinnsluna.
Það er óhagræði að vera með hana í
ökufæri frá löndunarstað og hagræði
að breyta því í lyftarafæri eins og í
Reykjavík. Við höfum aukið þorsk-
vinnsluna verulega á Skaganum.
Hún var um 2.000 tonn á ári fyrir
nokkrum misserum en stefnir í 6.500
tonn í ár. Einnig fer að koma að því
að huga að frystigeymslu á Akranesi
og okkar framtíðaráform ganga
út á að flytja starfsemina sem
mest á einn stað,“ segir Vil-
hjálmur en HB Grandi hef-
ur eignast fiskvinnslufyr-
irtækin Norðanfisk og
Vigni G. Jónsson hf. á
Akranesi auk fisk-
þurrkunar sem áður
var í eigu Lauga-
fisks.
Landfylling fyrir tvo milljarða
HB Grandi áformar aukna starfsemi á Akranesi með landfyllingu við höfnina Til umfjöllunar
hjá Akranesbæ og Faxaflóahöfnum Ný frystigeymsla yrði reist og vinnsla á uppsjávar- og bolfiski
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Akranes Yfirlitsmynd yfir hafnarsvæðið á Akranesi. Landfyllingin kæmi hægra megin á myndinni, frá skerinu að hafnargarðinum langa.
Heimild: Vegagerðin/FaxaflóahafnirGrunnkort/Loftmyndir ehf.
Landfylling á Akranesi vegna áforma HB Granda
Landfyllingarsvæði
60 til 70.000m2
Brimvarnargarður
Byggingar í dag
Nýjar byggingar
„Fyrstu viðbrögð eru mjög já-
kvæð,“ segir Regína Ásvalds-
dóttir, bæjarstjóri á Akranesi,
um áform HB Granda við hafn-
arsvæðið. Hún segir málið á
fyrstu stigum og eftir sé undir-
búningsvinna í skipulagsmálum
og viðræður við Faxaflóahafnir
og HB Granda. Málið verði fyrst
rætt í starfshópi um hafnar-
svæðið og Breiðina og síðan í
skipulags- og umhverfisráði.
„Við viljum líka fá mæl-
ingar á áhrifum fram-
kvæmdanna á Langa-
sand, sem er perlan
okkar Skagamanna,
og munum ekki aðhaf-
ast neitt sem gæti
breytt aðstreymi í fjör-
unni,“ segir Regína.
Jákvæð
viðbrögð
AKRANESBÆR
Regína
Ásvaldsdóttir
Nýverið voru unnar skemmdir á bif-
reið lögregluvarðstjóra á Þórshöfn
þar sem hún stóð utan við lögreglu-
stöðina. Bifreiðin var rispuð og í
lakkið rispuð orð sem að mati lög-
reglu eru greinilega ætluð til að
vega að honum og starfi hans.
Lögreglan á Húsavík biður þá sem
búa yfir upplýsingum um málið og
vita hver eða hverjir voru að verki
að hafa samband við lögregluna.
Skemmdir unnar
á bíl varðstjóra
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS)
hefur samþykkt beiðni Íslandspósts
um heimild til að loka póst-
afgreiðslu í Sandgerði. Í staðinn
ætlar Íslandspóstur að nota póstbíl
til að sinna þjónustu við íbúa bæjar-
félagsins.
Það er mat stofnunarinnar að sú
þjónusta sem Íslandspóstur áætlar
að komi í stað póstafgreiðslu full-
nægi kröfum laga um póstþjónustu,
sem og skyldum sem hvíla á fyrir-
tækinu sem alþjónustuveitanda.
Póstbíll í stað af-
greiðslu í Sandgerði