Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 1

Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  294. tölublað  102. árgangur  dagar til jóla 8 Askasleikir kemur í kvöld www.jolamjolk.is REYKJAVÍK HÖFUÐBORG HRÍMLANDS FLEIRI KONUR EN KARLAR Á VEGUNUM JÓLADAGATALIÐ JÓLAPEPP Á YOUTUBE BÍLAR HUGMYNDARÍKAR SYSTUR 10FURÐUSAGA 46 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meirihluti þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara (UMS) á árinu er ekki með fasteignaveðlán heldur býr í leigu- húsnæði. Skuldavandinn er því til- kominn vegna annars konar lána og skuldbindinga, svo sem kreditkorta- lána, bílalána og námslána. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi UMS, segir útlit fyrir að leigjendur í skuldavanda verði áfram hátt hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá embættinu. „Við sjáum ákveðinn tekjuvanda hjá fólki sem hefur ekki tekjur fyrir framfærslu. Við tökum saman allar tekjur og berum saman framfærslu- viðmiðin okkar og reikninga sem fólk þarf að borga. Það er alltaf að hækka hlutfallið sem leitar til okkar með neikvæða greiðslugetu. Þeir einstak- lingar hafa ekki tekjur til þess að ná endum saman miðað við fjölskyldu- stærð og lenda því í þessum skulda- vanda,“ segir Svanborg um tekju- vanda þessa hóps. Um 80% 440 umsækjenda um greiðsluaðlögun í ár eru búsett á höfuðborgarsvæðinu og í nágranna- sveitarfélögum. „Þá hefur yngri hóp- ur komið til okkar á þessu ári en áð- ur, oftast er fólk komið í vanda vegna þess að tekjur duga ekki til að endar nái saman,“ segir Svanborg. Geta ekki rekið heimili  Fjöldi skuldara sem ná ekki endum saman hefur sótt um greiðsluaðlögun í ár  Hlutfall ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara hefur farið hækkandi MHundruð í greiðsluaðlögun »18 Aðeins 12.500 á mánuði » Greiðslugeta umsækjenda um greiðsluaðlögun fer minnk- andi og er nú aðeins tæplega 12.500 krónur á mánuði. » Greiðslugeta myndar svig- rúm til greiðslu af lánum og gjaldföllnum reikningum. Olíugjald hjá Landflutningum Sam- skipum hefur lækkað úr 17% í tæp 14% í ár og mun að óbreyttu lækka enn frekar á næstunni, að sögn Inga Þórs Hermannssonar, forstöðu- manns hjá Landflutningum. Spurður um áhrif verðhruns á olíu að undanförnu segir Kristinn Skúla- son, framkvæmdastjóri Krónunnar, að hvorki verð á aðföngum né kostn- aður við flutninga hafi lækkað eftir að olíuverðið byrjaði að lækka. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir mikla lækkun olíuverðs skapa svigrúm til að lækka vöruverð. Nýtt gjald á skipafélög vegna brenni- steinslosunar muni þó vega þyngra. Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, segir óvíst hver áhrif gjaldsins verða á verðskrána. „Að sjálfsögðu tekur þetta gjald mið af þróun olíuverðs til hækkunar og lækkunar. Nýja olían er talsvert dýrari. Það skiptir líka máli hversu lengi við erum á þessum svæðum [þar sem dýrari olía er notuð]. Þetta er því svolítið flókinn útreikningur,“ segir Ólafur um áhrifin. »17 Ætti að lækka verðlag Morgunblaðið/Rósa Braga Í Sundahöfn Á svæði Eimskips.  Hrun í olíuverði hefur víðtæk áhrif Engu líkara er en að þessi ágæti hlaupari sé inn- lyksa í klakahöll þar sem hann var á ferð nærri Ráðhúsi Reykjavíkur í gærdag. Nokkur kuldi var á höfuðborgarsvæðinu í gær og var frostið um 7 gráður um miðjan dag. Stillan gerði það þó að verkum að vel var hægt að klæða kuldann af sér og njóta útiverunnar. Enn mikilvægara er að klæða sig vel í dag enda mun gæta mikillar vind- kælingar samhliða frostinu. vidar@mbl.is Á hlaupum í klakaböndum Morgunblaðið/Kristinn  Bókaforlagið Bókabeitan hefur gert samning við þýskt bókaforlag um útgáfu þriggja bóka í bóka- flokknum Rökkurhæðir. Um er að ræða spennu- og hrollvekjusögur fyrir unglinga en gefnar hafa verið út sex bækur í bókaflokknum hér á landi. Höfundar bókanna, þær Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir, stofnuðu jafnframt Bókabeituna árið 2011. „Fyrirtækið heitir Arena Verlag og það hefur samþykkt að þýða og gefa út bæk- urnar í Þýskalandi. Það hefur einn- ig lýst vilja sínum til þess að gefa út fleiri bækur af Rökkurhæðum en ekki er búið að semja um slíkt,“ segir Birgitta. »2 Rökkurhæðir gefnar út í Þýskalandi Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Lognið á undan storminum varði ekki lengi eftir að óveður gærdags- ins á austurhluta landsins tók að ganga niður í gærkvöld og í nótt. Stormur mun geisa á Suður- og Vesturlandi í dag, skyggni slæmt og vindur suðaustan 15 til 23 m/s. Lægðin gerir fyrst vart við sig á Reykjanesinu með morgninum og um klukkan níu fara fyrstu snjó- kornin að falla á höfuðborgarsvæð- inu. Að sögn veðurfræðings hjá Veð- urstofu Íslands ætti fólk að komast leiðar sinnar nokkuð auðveldlega fyrir hádegi en þá tekur veður að versna mikið. Stendur stormurinn yfir fram eftir degi, að kaffitím- anum. Það verður blint og hvassviðri með ofankomu og verður það fyrst og fremst skyggnið sem mun hamla fólki á höfuðborgarsvæðinu enda mjög varasamt að vera á ferðinni í slæmu skyggni og hvassviðri. Seinni part dags fer hitastig víða yfir frostmark og snjókoman færist yfir á Norðaustur- og Austurland en vindur verður þá minni og úrkoman sömuleiðis. Vindur verður kominn í hægari suðvestanátt með éljum en lægðin verður gengin yfir í lok vik- unnar. Varasamt að vera á ferðinni Lægð Það verður fárviðri á Suður- og Vesturlandi í dag.  Slæmt skyggni og hvassviðri á Suður- og Vesturlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.