Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 23
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Samkomulag hefur náðst milli slita-
bús Kaupþings, Dróma og Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis
(SPRON) um fullnaðaruppgjör af-
leiðusamninga sem voru gerðir fyrir
fall fjármálakerfisins haustið 2008.
Fær Drómi, eignarhaldsfélag sem
fer með eignir SPRON og dóttur-
félaga, samþykkta almenna kröfu á
hendur búinu að fjárhæð 6,35 millj-
arðar króna, samkvæmt tilkynningu
til kröfuhafa Kaupþings sem Morg-
unblaðið hefur undir höndum.
Með samkomulaginu, sem var
klárað undir lok síðasta mánaðar,
lýkur öllum útistandandi ágreinings-
málum milli Kaupþings, Dróma og
SPRON. Kröfum sem Kaupþing
hafði lýst á hendur búi SPRON –
samtals ríflega 16 milljarðar króna –
hefur sömuleiðis verið hafnað.
Slitastjórn Dróma hafði upphaf-
lega farið þess á leit í desember 2009
að fá samþykkta almenna kröfu í bú
Kaupþings að fjárhæð 20,64 millj-
arðar króna. Þeirri kröfu var hins
vegar hafnað af slitastjórn Kaup-
þings í júní 2010. Í febrúar á þessu
ári fór Drómi fram á að sama krafa
myndi færast framar í kröfuröðinni
og yrði samþykkt sem forgangskrafa
í bú Kaupþings. Nam brúttófjárhæð
kröfunnar samtals 36,6 milljörðum
króna miðað við ýtrustu kröfur og
dráttarvexti, að því er fram kemur í
skýrslu Kaupþings til kröfuhafa
þann 19. nóvember síðastliðinn.
Hlynur Jónsson, formaður slita-
stjórnar SPRON, segir í samtali við
Morgunblaðið að niðurstaðan sé „vel
ásættanleg“. Hann vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um samkomulagið við
Kaupþing. Miðað við að væntar end-
urheimtur almennra kröfuhafa
Kaupþings eru nú um 25% má áætla
að markaðsvirði kröfunnar sem
Drómi fékk samþykkta sé tæplega
1,6 milljarðar króna.
Deilt um skuldajöfnun
Helsti ágreiningurinn í málinu
laut að því hvort Kaupþing gæti
skuldajafnað þær kröfur sem slita-
búið taldi sig eiga á hendur SRPON
vegna óuppgerðra afleiðusamninga í
tengslum við gjaldmiðlaviðskipti.
Drómi hafði aftur á móti hafnað því
að slík skuldajöfnunarheimild væri
til staðar.
Kaupþing lýsti nettókröfu að fjár-
hæð 14,7 milljarðar í bú SPRON. Sú
krafa gerði þá ráð fyrir að Drómi
ætti engar samþykktar kröfur á
hendur Kaupþingi. Þeirri kröfu hafði
áður verið hafnað af hálfu slita-
stjórnar Dróma. Hins vegar átti
Kaupþing einnig 1,8 milljarða kröfu í
bú SPRON, sem hafði verið sam-
þykkt. Með samkomulaginu sem hef-
ur núna náðst fellur Kaupþing frá
báðum kröfum sínum í bú SPRON.
Krafa Kaupþings var síðasta
ágreiningsmálið um kröfur á hendur
búi SPRON og því standa vonir slita-
stjórnar Dróma til þess að bráðlega
verði hægt að ljúka slitameðferðinni.
Kröfuhafar SPRON eru að lang-
stærstum hluta erlendir aðilar, eink-
um evrópskir sparisjóðir og önnur
fjármálafyrirtæki. Heildareignir
SPRON eru í dag undir tíu milljörð-
um króna en samþykktar kröfur í
búið eru um 110 milljarðar króna,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins.
Uppgjör við Arion banka
Undir árslok 2013 var tilkynnt að
samningar hefðu náðst á milli Eigna-
safns Seðlabanka Íslands (ESÍ),
Hildu ehf., dótturfélags ESÍ, Dróma
og Arion banka um yfirtöku ESÍ og
Hildu á ákveðnum eignum og skuld-
um Dróma og sömuleiðis uppgjör á
kröfu Arion banka á Dróma.
Skuld Dróma við Arion banka,
sem í upphafi var tæplega 100 millj-
arðar króna, kom til vegna ákvörð-
unar Fjármálaeftirlitsins í mars
2009 um að færa innlánsskuldbind-
ingar SPRON yfir til Arion banka.
Eignir SPRON, þar með talið út-
lánasafn sparisjóðsins, voru settar í
sérstakt félag, Dróma, og veðsettar
Arion banka til tryggingar innláns-
skuldinni. Sú skuld greiddist að fullu
upp með þeim eignum. Áttu samn-
ingarnir meðal annars að verða til
þess að flýta fyrir lokum á slitameð-
ferð SPRON.
Drómi fær 6,35 millj-
arða kröfu á Kaupþing
Samkomulag náðist milli Kaupþings, Dróma og SPRON
Morgunblaðið/Ómar
Kröfuhafi Drómi hefur fengið samþykkta almenna kröfu í bú Kaupþings að
fjárhæð 6,35 milljarða króna. Markaðsvirði hennar er um 1,6 milljarðar.
Fullnaðaruppgjör
» Samkomulag hefur náðst
milli Kaupþings, Dróma og
SPRON um fullnaðaruppgjör á
afleiðusamningum.
» Drómi fær samþykkta al-
menna kröfu í bú Kaupþings að
fjárhæð 6,35 milljarðar króna.
» Kaupþing samþykkir að falla
frá öllum kröfum sínum – sam-
tals yfir 16 milljarðar – á hend-
ur búi SPRON.
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Jólaskreytingar
Við seljum og setjum
upp jólaseríur
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
-Viðhaldsfríir
gluggar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • Fax 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
● Veitingasvið ISS
og Heitt og Kalt
hafa undirritað
samkomulag þess
efnis að ISS taki
yfir alla starfsemi
Heitt og Kalt.
Heitt og Kalt er
í eigu Sturlu Birg-
issonar og Freyju
Kjartansdóttur, en
Sturla er fyrrver-
andi landsliðs-
maður í kokka-
landsliðinu, fyrrv. keppandi í hinni
alþjóðlegu keppni Bocuse d‘ Or og
núverandi dómari í sömu keppni.
Sturla verður hluti af stjórnunar-
teymi veitingasviðs ISS og mun verða
aðstoðaryfirmatreiðslumaður í stór-
eldhúsi ISS.
Í tilkynningu segir að sameinað fé-
lag muni styrkja ISS ehf. enn frekar í
því að ná því markmiði sínu að veita
öfluga veitingaþjónustu í þágu at-
vinnulífs með fjölbreytni, sveigj-
anleika og gæði að leiðarljósi.
brynja@mbl.is
ISS tekur yfir alla
starfsemi Heitt og Kalt
Heitt og Kalt
Sturla Birgisson.