Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég vildi skoða hvers vegna fólki
með geðræn vandamál gengi illa að
fóta sig í samfélaginu. Mig langaði
til að finna hvar skórinn kreppir,“
segir Sveinbjörg
Júlía Svavars-
dóttir um efni
doktorsritgerðar
sinnar í fé-
lagsráðgjöf. Rit-
gerðin nefnist
„Lífsgæði fólks
með geðrænan
vanda í síbreyti-
legu samfélagi –
innri og ytri áhrif
stofnana á endur-
hæfingu.
Helstu niðurstöður eru á þá leið
að það vantar meiri samvinnu milli
stofnana svo og þeirra sem koma að
endurhæfingu fólks með geðraskan-
ir.
Þarf að fylgja betur eftir
„Samtalið á milli fagaðila vantar
oft innan stofnana heilbrigðis-
kerfisins og flæðið á milli þeirra og
félagslega kerfisins er ekki nægi-
legt. Uppbygging stofnana er oft
ekki í samræmi við leiðirnar til þess
að ná markmiðinu að bata. Þá þarf
að fylgja einstaklingnum betur eft-
ir,“ segir Sveinbjörg Júlía.
Hún bendir á að það þurfi að
vinna meira með þeim einstakling-
um sem eiga við geðræn vandamál
stríða og fjölskyldum þeirra og
styrkja þá í sínu nærumhverfi.
„Enginn er eyland. Það má ekki líta
á einstakling með geðraskanir sem
slíkan. Hjálpin á ekki eingöngu að
koma ofan frá heldur þarf að vinna
meira með einstaklingnum. Fólk
með geðraskanir getur gert mun
meira en talið var og það vill sjálft
vinna í sínum málum með hjálp fag-
aðila.“ Í ritgerðinni voru m.a. skoð-
uð viðhorf fólks með geðraskanir til
þeirrar endurhæfingar sem það fær.
Viðhorf til geðraskana hafa
breyst mikið til batnaðar síðustu ár,
með tilkomu annarra heilbrigðis-
stétta en lækna og hjúkrunarfræð-
inga upp úr 1960, s.s. iðjuþjálfa, sál-
fræðinga, félagsráðgjafa, sjúkra-
þjálfara o.fl.
Viðhorfsbreyting
Þessar stéttir litu á einstaklinga
með geðraskanir með öðrum hætti
en læknisfræðin hafði gert áður.
Þær höfðu áhrif á orðræðuna. „Þú
ert ekki sjúkdómurinn. Þú ert ein-
staklingur með geðrænan vanda“.
Doktorsritgerðin byggist á
megindlegum og eigindlegum rann-
sóknum, auk orðræðugreiningar.
Þar er varpað ljósi á ýmsa erfiðleika
sem geðræn veikindi valda einstak-
lingum, fjölskyldum, stofnunum og
samfélaginu í heild. Greint er frá
fræðilegum bakgrunni og hugmynd-
um um geðræn veikindi er lýst í
sögulegu og félagslegu samhengi.
Áhersla er lögð á að viðhorf fólks til
þeirrar endurhæfingar sem það hef-
ur fengið komi skýrt fram. Þrjár
rannsóknir sem ritgerðin byggist á,
voru gerðar 2009 -2011, en ein 2012.
Þarf mun meiri sam-
vinnu milli stofnana
Viðhorf til fólks með geðraskanir breyst til batnaðar á
Íslandi Hjálpin á ekki eingöngu að koma ofan frá
Morgunblaðið/Ernir
Geðraskanir Veita þarf fólki með geðraskanir heildstæðari hjálp.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Við erum alls ekki sátt við þá
ákvörðun Hæstaréttar að þyngja
dóminn,“ segir Snorri Magnússon,
formaður Landssambands lög-
reglumana, um þá niðurstöðu
Hæstaréttar að þyngja refsingu
yfir lögreglumanni sem stóð að
umdeildri handtöku á Laugavegi í
Reykjavík í júlí í fyrra.
„Okkur þykir þessi dómur full-
harður, eins og við sögðum reynd-
ar líka um dóm héraðsdóms þegar
hann féll á sínum tíma,“ segir
hann og bætir við að lögfræðingar
lögreglumannsins séu sama sinnis.
Héraðsdómur dæmdi lögreglu-
manninn til að greiða sekt og
miskabætur en Hæstiréttur hefur
nú þyngt refsinguna og dæmt
hann í þrjátíu daga skilorðsbundið
fangelsi og 300 þúsund króna sekt.
Þá var lögreglumaðurinn dæmdur
til að greiða konu, sem hann hand-
tók, 429 þúsund krónur í miska-
bætur.
Beitti of miklu harðræði
„Eins og kemur bæði fram í hér-
aðsdómi og í Hæstarétti þá var
þarna beitt löglegum handtöku-
aðferðum, eins og ég hef bent á,
sem kenndar eru
í Lögregluskól-
anum. Vissulega
lítur málið mjög
illa út á mynd-
bandi, það hef ég
líka sagt frá
upphafi. Það
gera hinsvegar
allar handtökur
ef teknar eru
myndir af þeim. Handtaka á ein-
staklingi er valdbeiting og við slíkt
er ljóst að fólk getur átt von á því
að slasast ef það streitist á móti,“
segir Snorri.
Hann bendir á að Hæstiréttur
segi að viðurkenndri handtökuað-
ferð hafi verið beitt en að ekki hafi
átt að grípa til hennar í þessu til-
tekna tilviki. Þá sé það mat
Hæstaréttar að lögreglumaðurinn
hafi beitt of miklu harðræði við
handtökuna.
Snorri segir að þetta valdi
óvissu um hvernig lögregla eigi að
bera sig að í slíkum málum ef ekki
megi beita viðurkenndum hand-
tökuaðferðum; dómurinn hafi ekki
bent á neinar lausnir í þeim efn-
um.
Ekki fengust upplýsingar um
hvort lögreglumaðurinn heldur
starfi sínu eftir dóminn.
Landssamband
styður lögreglumann
Óvissa um réttmæti handtökuaðferðar
Snorri Magnússon
Samþykkt var einum rómi á fundi í
forsætisnefnd Reykjavíkurborgar á
föstudag að meðal sérstakra dag-
skrárliða á fundi borgarstjórnar í
dag, þriðjudag, yrði tillaga borgar-
fulltrúa um hvalaskoðunarsvæði í
Faxaflóa sem reyndar er í tillögunni
nefnt „griðasvæði“.
Lengi hafa verið deilur milli tals-
manna hvalaskoðunarfyrirtækja og
hvalveiðimanna um það hvar skuli
draga mörkin, sumir friðunarsinnar
vilja að bannað verði að veiða hval á
flóanum öllum eða innan svæðis sem
markast nokkurn veginn af Garð-
skaga á Reykjanesi og Arnarstapa á
Snæfellsnesi. En síðustu árin hefur
reyndar hrefnu fækkað mjög hér við
land og talið er að það sé vegna breyt-
inga í sjónum, minna sé um fæðu.
Mörk færð fram og tilbaka
Í fyrra stækkaði þáverandi sjávar-
útvegsráðherra, Steingrímur Sigfús-
son, griðasvæðið á Faxaflóa skömmu
áður en hann lét af embætti og var þá
miðað við beina línu frá Garð-
skagavita norður í Skógarnes á Snæ-
fellsnesi. Þetta fannst hval-
veiðimönnum of stórt svæði, þeir
bentu á að megnið af hrefnuveiðum á
flóanum færi fram innan þessara
marka. Arftaki Steingríms, Sigurður
Ingi Jóhannsson, færði mörkin aftur í
samt horf. Nú er því miðað við að ekki
megi veiða hvali á svæði sem markast
í stórum dráttum af Akranesi og
Garðskagavita.
Takmarkaðar hvalveiðar eru
stundaðar á Faxaflóa hluta úr árinu.
Fulltrúar allra flokka sem buðu fram
í borgarstjórnarkosningunum í sum-
ar mæltu með því að svonefnt griða-
svæði yrði stækkað. Halldór Hall-
dórssson, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn, situr í forsætisnefnd og
sagði hann í gær að einvörðungu
hefði verið samþykkt að taka málið á
dagskrá, ekki hefði verið fjallað efn-
islega um tillöguna.
„Þessi tillaga gengur út á að
stækka svokallað griðasvæði en það
er engin útfærsla á þessu í henni og
mér finnst orðalagið svolítið sérstakt.
Ég er ekki viss um að skoðanir fólks
fari alveg eftir flokkum í þessu máli,“
sagði Halldór Halldórsson.
kjon@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Andstæður? Merki hvalaskoðunarfyrirtækis í Reykjavíkurhöfn, í baksýn
sést reykháfur eins af hvalbátum Hvals hf.
Borgin vill stækka
„griðasvæði“ hvala
Deiluefni
» Talið er að liðlega 20 þús-
und hrefnur séu við strendur
Íslands og um 11 þúsund að-
eins fjær landi en samt á
grunnsævi.
» Deilt er um það hvort hval-
veiðarnar minnki áhuga ferða-
manna á hvalaskoðun hér við
land. Hvað sem því líður sýna
tölur ótvírætt að viðskipta-
vinum hvalaskoðunarfyrirtækj-
anna fjölgar stöðugt.
Þrátt fyrir að mörg jákvæð
skref hafi verið stigin þá bendir
Sveinbjörg Júlía á að fólk með
geðræn vandamál lifi við lakari
lífsgæði en aðrir og þörfum
þeirra er ekki mætt sem skyldi.
Dr. Sveinbjörg Júlía tileinkaði
doktorsritgerðina ein-
staklingum með geðraskanir og
fjölskyldum þeirra.
Lifa við lakari
lífsgæði
GEÐRASKANIR
Sveinbjörg Júlía
Svavarsdóttir