Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn einniloftslags-ráðstefn-
unni er lokið.
Þessi var í Lima.
Henni lauk með „sam-
komulagi“ klukkan 4 að nóttu.
Það var klappað fyrir „sam-
komulaginu“ þarna í morgun-
sárið. En flestir telja þó, að
enginn marktækur árangur
hafi náðst á ráðstefnunni.
Ekki frekar en með sam-
komulagi Bandaríkjamanna og
Kínverja um sama efni á dög-
unum.
Auðvitað þóttust allir full-
trúarnir hafa lagt sig í líma
við að ná samkomulagi, þótt
útkoman bendi fremur til að
allir hafi lagt sig í Lima. Mikil
bjartsýni ríkti um að eitthvað
stórt myndi gerast á þessari
loftslagsráðstefnu, þar til
nokkrum vikum fyrir upphaf
hennar. Því það gerist ekki
klukkan fjögur að nóttu að
heimsbyggðin ákvarði hundr-
aða milljarða árviss útgjöld.
Víst er að taki mannkynið ein-
hvern tíma slíka ákvörðun þá
mun hún liggja fyrir mánuðum
eða árum áður en valdamestu
menn þjóða mæta á staðinn til
undirskriftar. Skrifstofustjór-
ar úr umhverfisráðuneytunum,
frávita af svefnleysi, eru ekki
settir til slíkra verka.
Bjartsýni ríkti fyrir fundinn
í Lima. Lítið minni en var fyr-
ir fundinn í Kaupmannahöfn
fyrir hálfum ára-
tug. Ráðstefnan
þar er sögð hin
misheppnaðasta af
slíkum, þótt
keppnin um þann titil sé tví-
sýn.
Vandinn er, að forsendur
umræðunnar eru skaddaðar.
Óábyrgur áróður ræður þar
mestu. Hrópað er að ákveðin
öfl berji höfði við stein varð-
andi hlýnun jarðar. Um þá
hlýnun (með tímabundnu hléi)
er þó lítill ágreiningur. Enda
er um mælanlega hluti að
ræða. Ágreiningur er fyrir
hendi, en um annað. Hann er
um það, hve miklu mannlegar
athafnir ráði um staðreynda
hlýnun. Lítt er deilt um að
enn hefur ekkert verið end-
anlega sannað.
Öflugur hópur vísinda-
manna telur að líkur standi til
þess, að áhrif mannlegrar
breytni, einkum á síðustu ára-
tugum, ráði mestu og senni-
lega úrslitum. Aðrir eru ekki
eins vissir. Innan beggja hópa
eru áherslurnar þó mismun-
andi. Í fyrri hópnum telja
ýmsir að líkur séu nú svo af-
gerandi að tala megi um sönn-
un. Í hinum hópnum segja
sumir, að þótt mengun sé ætíð
skaðleg þá hafi hún óveruleg
áhrif á hlýnun jarðar, miðað
við náttúrulegar sveiflur. Mál-
efnalega umræðu á milli hópa
skortir. Það er skaðlegt.
Ráðstefnan í Lima
skilaði litlu}Út um þúfur
Enn eina ferðinaþurfti að bíða
fram á síðustu
stundu áður en
Bandaríkjaþing
gat komið sér sam-
an um ásættanleg
fjárlög, og enn eina ferðina
nálgaðist bandaríska ríkið þann
tímapunkt að geta ekki greitt
opinberum starfsmönnum laun,
vegna þess að fjármálin voru
hertekin í þinginu. Að þessu
sinni voru það ekki repúblik-
anar heldur demókratar sem
gerðu sitt til þess að koma í veg
fyrir að ákvæði sem þeim mis-
líkaði færu í gegn, en repúblík-
anar sættu sig við málamiðl-
anir. Meira að segja Obama
lagðist á sveifina með þing-
mönnum repúblikana við að
koma fjárlögunum í gegn, en
samskipti hans við þingið hafa
ekki beint verið hlýleg í gegn-
um tíðina.
Það Bandaríkjaþing sem nú
er að ljúka setu sinni hefur ein-
kennst af óhóflegum flokka-
dráttum og hörðum deilum
þvert á flokkslínur. Þess verður
vart saknað. Ljóst er að í kjöl-
far kosninganna í haust munu
repúblikanar hafa tökin á báð-
um deildum þings-
ins, og hefur mikið
verið rætt um það
að sú niðurstaða
muni ýta undir enn
frekari deilur á
milli forsetans og
þingsins. Svo gæti vel farið, en
það verður í höndum beggja að-
ila að tryggja að samskipti
þings og forseta fari ekki úr
böndum.
Á það er að líta að Obama
verður alls ekki fyrsti forseti
Bandaríkjanna sem þarf að tak-
ast á við þing sem er andsnúið
sér. Á seinni hluta 20. aldar var
það nánast regla að forsetinn
kæmi úr röðum repúblikana og
að demókratar hefðu öll tök á
þinginu, og þurfti Reagan
Bandaríkjaforseti til dæmis oft
að beita sér meðal demókrata
til þess að koma málum sínum í
gegn. Þá missti Clinton tökin á
þinginu í hendur repúblikönum
í frægum kosningum árið 1994.
Þó að enn megi eiga von á
átökum á milli framkvæmda-
og löggjafarvalds má mikið
ganga á til þess að samskiptin
verði verri en á þeim tveimur
árum sem nú eru að renna sitt
skeið.
Gætu samskipti
Obama við þingið
skánað eftir
valdaskiptin?}
Verður vart saknað
É
g lenti nýverið í áhugaverðri
samræðu við góðvin um hvað
það er sem gerir kvikmynd
verulega óhugnanlega. Við vor-
um sammála um að yfirleitt
gefist betur að sýna heldur meira en minna
þegar kemur að því að hræða og lauma beyg
undir skinnið, því mannshugurinn ku jafnan
ímynda sér að allt sé að fara á versta veg – og
skuggarnir geymi því jafnvel enn verri for-
dæður og fól en kvikmyndagerðarmenn
hugðu sjálfir.
Samt voru fáeinar myndir sem stóðu upp
úr í umræðunni sem ásteytingarsteinar. Und-
irritaður nefndi The Sixth Sense frá 1999 því
hún færir sterk rök fyrir því að allt í kringum
okkur séu ráfandi framliðnar sálir, sumar í
leit að svörum og aðrar knúnar áfram af heift
og viti hreinlega ekki að í framhaldslífið er í raun komið.
Ég var lengi að koma mér til að slökkva ljósin fyrir háttinn
eftir það áhorf á sínum tíma enda myndin frábær. Vininum
fannst ekki eins mikið til koma en það held ég að sé að-
allega tilkomið vegna fordóma gagnvart Bruce Willis.
Þá voru slátrunarklámmyndir á borð við Hostel og
Human Centipede nefndar til sögunnar en þar hristi ég
höfuðið af íþrótt. Það er akkúrat ekkert ógnvekjandi við
svoleiðis tómatsósuaustur en það skal viðurkennt að ég fæ
mátulega í magann yfir þess háttar myndum, þar sem lág-
marksfyrirhöfn er lögð í söguþráð en þess í stað skrifuð
einföld atburðatenging til að binda saman hápunktana í til-
þrifamestu limlestingunum. Algjörlega sjúkt og
það er hreint ekki meint sem hrós.
28 Days Later var líka óþægileg áhorfs en á
vitsmunalegum nótum því hún sýndi með ákaf-
lega sannfærandi hætti hvernig umhorfs yrði í
stórborg eftir ragnarök vegna veirufaraldurs
sem gerir íbúana að vitstola uppvakningum. Þú
veist ekki hvar hætturnar liggja – eða einu sinni
hver er hættulegur. Þessi situr rækilega í manni.
En sammála vorum við um eina kvikmynd og
féllumst meira að segja á að líkast til væri hún sú
óhugnanlegasta þegar allt væri sett upp á strik.
Það er kvikmyndagerð Stanleys Kubricks á
hrollvekjandi bók Stephens Kings, The Shining.
Myndin þótti um flest misheppnuð þegar hún
var frumsýnd fyrir næstum 35 árum en eldist
eins og eðalviskí og fæstir þræta núorðið fyrir
það að myndin er meistaraverk. Það er ekki allt-
af á færi leikmanna að útskýra snilligáfu Kubricks en inni-
lokunarkenndin, óhugnaðurinn sem býr í sögu hótelsins
sem er sögusviðið, stigmagnandi hryllingurinn og brjál-
semin sem er jafn óáþreifanleg framan af og hún er yf-
irvofandi og óumflýjanleg. Um leið er stór hluti óhugnað-
arins köld birtan í myndinni, sem gerir litina í umhverfinu
daufa, hörund fólksins fölt á lit og andrúmsloftið allt þrúg-
andi og fjandsamlegt. Það er ljóst frá fyrstu stund að Jack
og Wendy Torrance eru hjón sem munu ekki lifa ham-
ingjusamlega til æviloka. Maður ekur sér í sætinu frá byrj-
un og þó er mannfallið með allra minnsta móti.
Góða skemmtun.
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Vandað til vondra verka
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hvers vegna eru öll sveit-arfélög landsins skikkuðtil að leggja á okkur út-svar sem nemur minnst
12,44% af tekjum, má það ekki vera
lægra? Nokkrir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafa nú lagt fram
frumvarp um breytingu á lögum
þannig að ákvæði frá árinu 1993 um
lágmarksútsvar falli brott. Ákvæðið
hafi á sínum tíma valdið verulegri
hækkun á útsvari í sumum sveitar-
félögum og nóg sé að þau hafi skatt-
tekjur sem dugi fyrir lögbundnum
hlutverkum.
Á seinni árum hefur ýmsum
hlutverkum verið bætt við verkefni
sveitarfélaga sem áður voru á könnu
ríkisins. Umsvifin hafa aukist og þau
kvarta gjarnan undan því að þeim
hafi ekki verið tryggðir nægilega öfl-
ugir tekjustofnar til að borga fyrir
nýju verkefnin. Ljóst er að eitt af
markmiðum Alþingis var að hvetja
lítil sveitarfélög til að sameinast, þá
myndu þau ráða betur við verkefnin.
Það tókst, þeim hefur fækkað hratt.
Sveitarfélög hafa tekjur af út-
svari, fasteignasköttum, greiðslum
úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga og
loks hafa þau ýmsar þjónustutekjur.
En eftir áföllin 2008 stóðu mörg
sveitarfélög afar illa vegna skulda-
bagga sem oft stafaði af því að þau
höfðu ráðist í geysilega dýrar fram-
kvæmdir og jafnvel tekið lán til þess
erlendis. Þau létu undan þrýstingi
margra útsvarsgreiðenda. Aldrei er
skortur á fólki sem heimtar betri
þjónustu og flottari mannvirki.
Samband íslenskra sveitarfé-
laga, SÍS, hefur sent frá sér umsögn
um áðurnefnda tillögu sjálfstæð-
ismanna og gagnrýnir hana hart.
Mun meiri umræðu þurfi um málið.
Tekjustofnar séu ákaflega misjafnir
vegna staðbundinna aðstæðna, sums
staðar hafi sveitarfélag t.d. miklar
tekjur af aukinni sumarhúsabyggð.
Önnur og oft fámenn hafi síðan svo
miklar tekjur af fasteignasköttum
virkjanahúsa sem reist hafi verið í
landi þeirra eða annarra fyrirtækja
að þau gætu freistast til að lækka út-
svar niður í núll. „Það myndi skapa
möguleika á innlendum skattapara-
dísum og tilheyrandi „gervibúsetu“
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“
segir m.a. í umsögn SÍS. Slík þróun
gæti auk þess dregið úr áhuga
þeirra ríku á sameiningu við önnur.
Einnig þurfi að ræða hvaða áhrif
breytingin myndi hafa á greiðslur úr
jöfnunarsjóðinum.
Að hækka bara skattana
Guðlaugur Þór Þórðarson er
einn flutningsmanna tillögu sjálf-
stæðismanna og hann segir þessi
rök gamalkunn. SÍS væri nær að
einbeita sér að því að sveitarfélög
hagi starfi sínu með sem hagkvæm-
ustum hætti. Menn séu komnir langt
frá þeirri grunnhugsun að velta fyrir
sér hvað þeir vilji að hið opinbera
geri fyrst og fremst en láti annað
eiga sig. Alltaf sé miðað við léttu
leiðina, að hækka bara skattana.
„Ég er ekki svo bjartsýnn að
hafa áhyggjur af því að til verði
skattaparadís á Íslandi þó að ég sé
mjög bjartsýnn maður að eðlisfari,“
segir Guðlaugur. Hljóti tillagan
samþykki muni hún einmitt þvinga
menn til að taka á þeim vandamálum
sem SÍS bendi á. Hann nefnir sem
dæmi jöfnunarsjóðinn. „Reglur
hans eru þannig að þær eru
letjandi þegar kemur að
sameiningu sveitarfélaga,
jafnvel þó að það væri fjár-
hagslega hagkvæmt. Sum
sveitarfélög eru með meira en
60% tekna sinna úr jöfn-
unarsjóði.“
Óttast ekki skatta-
paradísir sveitarfélaga
Morgunblaðið/Ómar
Happdrætti Sveitarfélög fá nú alla fasteignaskatta af virkjanahúsi vilji svo
til að sjálft húsið sé á landi þeirra.
Aðeins tvö sveitarfélög á land-
inu leggja á lágmarksútsvar
og eiga samt erfitt með að
halda í íbúana en í 58 þeirra
er skattstofninn nýttur að
fullu, 14,52%. Sett voru ný lög
um sveitarstjórnarmál 2012 og
fjármálareglur. Þar voru ný-
mæli eins og t.d. að skuldir
mættu ekki vera hærri en
nemur 150% af árstekjum
sveitarfélagsins. Fellt var nið-
ur ákvæði um lágmarksfjölda
íbúa í sveitarfélagi. Karl
Björnsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, sagði að nýju lögin yrðu
sveitarstjórnum bæði „sverð
og skjöldur“ í starfi,
sverðið væri bættur fjár-
hagur og skildinum,
lagagreinum um aukið
aðhald, brygðu þau
fyrir sig þegar
heimtuð væru
ný útgjöld.
Ný lög „sverð
og skjöldur“
AUKIÐ AÐHALD