Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Einar Falur Jólasystur Þær Elínborg og Hugrún eiga sama afmælisdag, þó þrjú ár skilji á milli, og hafa áþekkan húmor. systur sem eru fæddar sama dag með þriggja ára millibili, Hugrún er 16 ára en Elínborg 13 ára. En þær segjast þó ekki vera mjög líkar. „Við viljum ekki vera eins, en mörgum finnst við mjög líkar í skapi og reyndar erum við báðar ótrúlega þrjóskar. Foreldrum okkar finnst við samt mjög ólíkar manneskjur. En við höfum svipaðan húmor, ann- ars gætum við sennilega ekki gert þessi myndbönd saman. Við höfum líka samið texta saman fyrir uppi- stand.“ Þær Hugrún og Elínborg ætla að endurtaka leikinn á næsta ári. „Þá erum við að hugsa um að hafa samband við RÚV um sam- starf. Ætli RÚV hafi ekki frekar samband við okkur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppistand Elínborg var með uppistand á Skrekk fyrir Ölduselsskóla þetta árið en þær systur sömdu textann saman. Upptaka Hugrún og Elínborg búa hér til myndband um kartöflu í skónum. „Ég fór í jólapeysunni minni með mjólkur- fernumyndunum í skól- ann og ég hef aldrei fengið eins mikið hrós fyrir fatnað.“ Morgunblaðið/Einar Falur DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki Á aðventunni getur stundum verið gott að hvíla sig á öllu jóla-jóla og gera eitthvað allt annað. Til dæmis er alveg óhætt að mæla með sýningu sem stendur yfir í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi fram í jan- úar, en hún heitir Endurbókun. Þar sýna sjö listakonur fjölbreytt bókverk unnin úr gömlum bókum, en flestar þeirra voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn af- skrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverk- um. Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hugmyndaflug listamannsins eina takmörkunin. Bókverk geta ver- ið fjölfölduð eða einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverksins eins og mörg verkanna á sýningunni Endurbókun. Aðferð- irnar sem notaðar eru við sköpunina eru margvíslegar; pappírsbrot, klippitækni og skurður, text- ílaðferðir, málun og teikning og þrykkaðferðir svo nokkuð sé nefnt. Konurnar sem sýna eru allar hluti af listakvennahópurinn ARKIR sem hittist reglulega til að bera saman bækur sínar en meðlimir hafa um margra ára skeið stundað bókverka- gerð af ýmsum toga. Listakonurnar sinna allajafna fjölbreyttri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, text- íllistar, ritlistar, myndlýsinga og hönnunar en eiga það sameiginlegt að hrífast af bókverkum. Sýningin stendur til 11. janúar 2015 og er opin virka daga frá kl. 8- 18 og frá kl. 13-16 um helgar. Bækur öðlast nýtt líf Litríkt Bækur geyma margt og misjafnt, sumar búa yfir litríkum myndum. Sjö listakonur gera ólíkustu listaverk úr gömlum bókum Verk gert úr bókum Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett. Norður á Akureyri iðar allt af lífi á að- ventunni rétt eins og annars staðar á landinu. Þar er fjölmargt í boði til að koma fólki í jólaskap og gaman að geta átt notalega stund með lista- fólki. Akureyri Backpackers er hostel, bar og veitingastaður í miðbæ Akur- eyrar en næstu tvær vikurnar verður mikið um að vera þar. Fimm hljóm- sveitir og tónlistarmenn munu koma fram, á morgun 17. desember stíga þau á svið Axel Flóvent og Rakel Sig- urðardóttir, á fimmtudaginn 18. des- ember verður það Jérémy, en hann ku vera þýskur trúbador. Annan í jólum, 26. desember, verður það Kött grjá pje sem gleður gesti með nærveru sinni, daginn eftir, á laugardeginum 27. desember, er komið að Þorsteini Kára og mánudaginn 29. desember ætlar Sjálfsprottin Spévísi að koma fram. Tónleikarnir hefjast allir klukk- an 21 og aðgangur er ókeypis. Nóg um að vera fyrir norðan Hostel Þar er líf og fjör um hátíðir. Tónlistarmenn troða upp á Akureyri Backpackers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.