Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
✝ Jón AuðunnViggósson fædd-
ist í Reykjavík 4.
september 1938.
Hann andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 3. desember
2014.
Foreldrar hans
voru Viggó Guð-
jónsson, f. 1. desem-
ber 1907, d. 15. sept-
ember 1996, og Lára
Guðbrandsdóttir, f. 13. október
1908, d. 7. desember 1967. Fóst-
urmóðir Jóns var Þórunn Jós-
efsdóttir frá Grindavík, f. 6.10.
1898, d. 2.2. 1986. Alsystkini
Jóns eru: Júlíana, f. 2.8. 1929, d.
14.12. 2000, Dagbjört Erla, f.
18.9. 1931, d. 26. desember
1999, Margrét, f. 25.8. 1934, d.
8.11. 1992, Þórlaug, f. 25.8.
1934, d. 1935. Sammæðra eru
Jóna, f. 28.7. 1928, d. 18.12.
1992, og Guðbjörg, f. 10.9. 1936.
Samfeðra er Hrafnhildur Mar-
grét, f. 9.10. 1928, d. 29.3. 1987.
Fóstursystir Jóns er Vigdís
Lára Viggósdóttir, f. 7. 8. 1944.
30.12. 1958, maður hennar er
Sigurberg Jónsson, f. 27.9.
1950. Börn þeirra eru: a) Jón
Auðunn, f. 14.1. 1979, í sambúð
með Sigríði Dóru Héðinsdóttur,
börn þeirra eru Sigurberg, f.
29.6. 2010, og Guðrún, f. 29.11.
2012. b) Kristinn Þór, f. 5.7.
1980, í sambúð með Völu Dröfn
Björnsdóttur, börn þeirra eru
Eygló, f. 1.8. 2007, Egill, f. 30.6.
2009, og Friðbjörn, f. 11.2. 2013.
c) Guðrún Matthildur, f. 23.8.
1991, í sambúð með Jóni Val
Guðmundssyni. 3) Þórunn Jóns-
dóttir, f. 11.3. 1972, maður
hennar er Haraldur Helgason, f.
14.4. 1969, sonur þeirra er
Brynjar Steinn, f. 14.4. 1998. Að
auki eignuðust Jón og Eygló tvö
börn er önduðust í frum-
bernsku.
Jón Auðunn ólst upp í
Grindavík og Reykjavík og bjó
lengst af sín uppvaxtarár hjá
Þórunni fósturmóður sinni.
Hann og Eygló giftu sig 13.6.
1959 og bjuggu alla tíð á höf-
uðborgarsvæðinu. Jón lærði
ungur til málarameistara og
vann við það alla sína starfsævi
og var meirihlutann sjálfstætt
starfandi.
Útför Jóns Auðuns verður
gerð frá Langholtskirkju í dag,
16. desember 2014, og hefst at-
höfnin kl. 11.
Eiginkona
Jóns, sem nú er
látin, var Eygló
Guðmunda Steins-
dóttir frá Ólafs-
vík, f. 15.9. 1936,
d. 19.11. 2005,
dóttir hjónanna
Steins Sigurgeirs
Kristjánssonar, f.
13.8. 1912, d. 11.5.
1988, frá Ólafsvík,
og Dagbjartar
Nönnu Jónsdóttur, f. 15.4. 1913,
d. 18.12. 1987, frá Arnarbæli á
Fellsströnd. Börn Jóns og
Eyglóar eru 1) Steinn Auðunn,
f. 8.1. 1956, kona hans er Ás-
gerður Sverrisdóttir, f. 1.3.
1962. Börn: a) Hákon, f.
18.5.1982, sem Steinn á með
fyrrverandi eiginkonu sinni,
Þuríði Erlu Sigurgeirsdóttur.
Hákon er í sambúð með Klöru
Sveinsdóttur og eiga þau Hildi
Erlu, f. 2.8. 2010, og Sindra, f.
27.3. 2014. Synir Steins og Ás-
gerðar eru b) Sverrir, f. 9.3.
1990, og c) Axel, f. 14.12. 1994.
2) Dagbjört Nanna Jónsdóttir, f.
Elsku pabbi minn. Ég þakka
þér fyrir lífið sem þú gafst mér,
án þín væri ég ekki til.
Það er svo þungt að missa,
tilveran er skekin á yfirþyrmandi
hátt,
angist fyllir hugann,
örvæntingin og umkomuleysið er al-
gjört,
tómarúmið hellist yfir,
tilgangsleysið virðist blasa við.
Það er svo sárt að sakna
en það er gott að gráta.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
Tárin mýkja og tárin styrkja.
Í þeim speglast fegurð minninganna.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín verður sárt saknað hjá
okkur öllum í fjölskyldunni, en
við getum yljað okkur við góðar
og yndislegar minningar um
ykkur mömmu. Þín dóttir,
Dagbjört.
Jón Auðunn Viggósson,
tengdafaðir minn, var harðdug-
legur og réttsýnn maður og ég
er þakklátur fyrir að hafa
kynnst honum. Jón var víðsýnn
og fylgdist vel með, hafði sterk-
ar skoðanir og vissi ótrúlegustu
hluti. Hann var alltaf hjálpsam-
ur og þegar við vorum að
byggja okkar hús var hann bæði
með ráðleggingar og einnig
hjálplegur við málun o.fl. Hann
var alltaf góður við barnabörnin
sín og fylgdist vel með þeim.
Hann var líka alltaf tilbúinn til
að passa þau, sækja ef á þurfti
að halda og keyra í alls konar
viðburði. Barnabörnin sóttust
líka eftir því að vera hjá honum
og Eygló. Ég man sérstaklega
eftir ferðinni okkar til Spánar á
60 ára afmælinu hans, en þau
höfðu aldrei komið þangað og
höfðum við mjög gaman af þess-
ari ferð. Síðan fóru þau nokkrar
ferðir þangað og einnig ferð-
uðust þau um Evrópu þar sem
keyrt var víða. Þau höfðu gam-
an af því að ferðast og hann sá
eftir að hafa ekki byrjað fyrr á
því. Jón hafði gaman af bílum
og átti að sögn alltaf besta bíl-
inn þangað til hann fann ein-
hvern betri, þá varð hann að
kaupa hann. Hann varð eflaust
ungur fullorðinn enda byrjaði
hann að vinna fyrir sér snemma
og þau áttu fyrsta barnið þegar
hann var 17 ára. Hann lærði
síðan til málarameistara og
vann við það alla ævi. Það hefur
eflaust ekki alltaf verið gott
vinnuumhverfi þar sem í þessu
fagi er oft unnið með sterk efni.
Man ég eftir því þegar ég kom
til að segja honum að fyrsta
barnabarnið væri fætt og hann
var að vinna í stóru fyrirtæki að
mér fannst eins og ég gengi á
vegg þegar ég kom þar inn. Ár-
in eftir að Eygló lést voru hon-
um erfið því þau voru mjög
samrýnd og hann missti þá mik-
ið. Hann hélt þó áfram að vinna
meðan hann gat, en síðustu árin
var erfitt að horfa á hann fjara
svona út og reyndum við eins og
við gátum að gera honum lífið
bærilegt. Undanfarið eitt og
hálft ár var hann á Sóltúni þar
sem vel var um hann hugsað og
þakka ég fyrir það.
Sigurberg Jónsson.
Í dag er til moldar borinn
elskulegur móðurbróðir minn,
Jón Auðunn Viggósson.
Nonni, eins og hann var ætíð
kallaður, var yngstur systkina
sinna, næstur móður minni,
Bíbí, í aldri. Þau voru afar sam-
rýnd strax sem börn og miklir
vinir alla tíð. Það eru til margar
skondnar sögur af því þegar
mamma var að passa litla bróð-
ur sinn og voru hverjum sem
gerði honum hina minnstu skrá-
veifu veitt makleg málagjöld.
Barnæskunni eyddu þau systkin
í Reykjavík og einnig í Grinda-
vík þar sem þau bjuggu í nokk-
ur ár. Það var hrein unun að
hlusta á þau systkinin rifja upp
gamla tíma og var þá oft mikið
hlegið.
Nonni var sérstaklega vel
máli farinn og með mikla frá-
sagnarhæfileika. Hann var leik-
ari af Guðs náð og gat hermt
eftir hverjum sem var. Mér er
minnisstætt þegar Nonni og
Eygló kona hans komu í heim-
sókn til foreldra minna hversu
glatt var oft á hjalla. Það eru
engar ýkjur að segja að þau hafi
verið afskaplega skemmtilegt
og fyndið fólk bæði tvö. Eygló,
sem var ættuð úr Ólafsvík, hafði
til að bera það besta sem einn
„Ólsara“ getur prýtt, þ.e.a.s. að
geta gætt hverja frásögn lífi af
hreinskilni og óborganlegri
fyndni. Það var því mikið hlegið
hvar sem þau hjón komu og
voru þau sérstakir aufúsugestir
á bernskuheimili mínu þar sem
við systkinin gættum þess að
missa ekki af heimsóknum
þeirra.
Það var eftir því tekið hversu
glæsileg hjón þau voru, Eygló
og Jón, bæði dökkhærð, sér-
staklega lagleg og hávaxin. Þau
nutu barnaláns, eignuðust þrjú
börn, Stein Auðun, Dagbjörtu
Nönnu og Þórunni, sem öll hafa
stofnað fjölskyldur og eignast
afkomendur.
Eygló lést langt um aldur
fram og varð mörgum harm-
dauði. Það var mikill missir að
Eygló, en mestur var missir
Nonna og barnanna og barna-
barna þeirra hjóna. Fyrstu árin
eftir lát hennar voru Nonna af-
ar erfið og var eins og lífið hefði
að mörgu leyti glatað lit sínum
og gleði. Þeir sem best þekktu
Eygló skilja hversu mikill miss-
ir er að slíkri konu, konu sem
var svo sterkur persónuleiki að
hún bar af, hvar sem hún fór.
Það var því ekki að undra að
Nonni saknaði hennar.
Nú er Nonni kominn til
Eyglóar sinnar og eflaust er
glatt á hjalla hjá þeim. Ég er
viss um að Steini og Dæja, for-
eldrar Eyglóar, eru þarna líka,
ásamt ömmu Tótu. Þau hafa öll
tekið vel á móti honum Nonna,
það er alveg víst.
Við kveðjum Nonna frænda
með miklu þakklæti. Þakklæti
fyrir þann stóra þátt sem hann
hefur átt í lífi okkar allra, og
óskum honum velfarnaðar á
nýjum slóðum. Mömmu, börn-
um hans og fjölskyldum þeirra
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Guð
að gefa þeim styrk á sorgar-
stundu.
Fyrir hönd systkinanna frá
Norðurbraut 17 í Hafnarfirði,
Guðný Þórunn
Magnúsdóttir.
Jón Auðunn
Viggósson
Guðbjörg eða
Guja eins og hún
var ávallt kölluð
var fædd og uppal-
in á Ósi í Breiðdal, fjórða barn
foreldra sinna en fyrir voru
systurnar Hulda og Anna og
bróðirinn Bergur. Yngst er
systirin Nanna. Á þessum árum
var tvíbýli á Ósi en þar bjó
einnig móðurbróðir þeirra
systkina, Sigurður Jónsson,
ásamt fjölskyldu sinni.
Guja og systkini hennar töl-
uðu oft um atburði frá uppvaxt-
arárum sínum á Ósi en þar ríkti
mikil samstaða og gleði með
Guðbjörg
Sigurpálsdóttir
✝ Guðbjörg Sig-urpálsdóttir
fæddist 9. nóv-
ember 1926. Hún
lést 1. desember
2014. Útför Guð-
bjargar fór fram 5.
desember 2014.
þessum mörgu
frændsystkinum,
en á Ósi ólust upp
14 börn á þessum
árum.
Árið 1937 flutti
fjölskyldan frá Ósi
að Hóli í Breiðdal
en þar þurfti að
endurbyggja allan
húsakost. Á þess-
um árum tóku allir
fjölskyldumeðlimir
fullan þátt í þeim störfum sem
til féllu, hver eftir sinni getu.
Guja var glæsileg kona og
var góðum kostum búin, hún
vakti athygli samferðafólks
síns. Hún var dul um sín mál og
aldrei heyrði ég hana kvarta en
hún hafði gaman af að skemmta
sér í góðra vina hópi. Guja hafði
frábært minni sem entist henni
allt til hinstu stundar. Á hennar
æskuárum var ekki algengt að
ungt fólk hefði kost á að fara í
nám eftir að barnaskólanum
lauk. Hennar helsti skóli var
skóli lífsins og stóðst hún það
próf með miklum ágætum.
Ung að árum kynntist hún
mannsefninu sínu Sigtryggi
Runólfssyni frá Innri-Kleif í
Breiðdal. Þau hófu búskap þar
árið 1946. Á þeim tíma hafði
vélvæðingin ekki hafið innreið
sína, öll störf í sveitinni voru
unnin með gamla laginu, slegið
var með orfi og ljá og heyið
flutt heim á hestum. Af miklum
dugnaði byggðu þau sér nýtt
íbúðarhús sem var mikið afrek
á þeim tíma. Haustið 1954
ákváðu þau að bregða búi og
flytja til Reykjavíkur með sína
stóru fjölskyldu en þá höfðu
þau eignast átta börn. Þau festu
kaup á húsi í svokölluðum
Múlakampi sem þau urðu að
stækka svo fjölskyldan kæmist
þar fyrir.
Í febrúar 1958 kviknaði í hús-
inu að næturlagi þegar öll fjöl-
skyldan var í fasta svefni. Svo
blessunarlega tókst til að fjöl-
skyldan komst öll út án þess
nokkur hlyti skaða af. Húsið
brann til kaldra kola, þar var
ekkert eftir. Fjölskyldan missti
þar allar sínar eigur. Mér er
það mjög minnisstætt þegar
lögreglubílar komu heim til for-
eldra minna í Melgerði 15 og út
úr bílunum kom fjölskyldan öll
á nærklæðunum einum saman.
Með miklum dugnaði tókst
þeim að koma sér aftur upp
heimili og um haustið 1958
keyptu þau sér hús í Heiðar-
gerði 11 þar sem þau bjuggu í
áratugi. Þau hjónin eignuðust
alls ellefu börn en yngsta barn-
ið dó á fyrsta ári. Þegar börnin
fóru að stálpast fór Guja út á
vinnumarkaðinn og vann hún
hjá Sjóklæðagerðinni.
Eftir fráfalls Sigtryggs í
september 1988 hélt Guja heim-
ili með frumburði sínum, Jóni
Guðlaugi. Mér finnst það vera
aðdáunarvert hvað Jón Guð-
laugur hefur verið natinn við
móður sína.
Að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skylda mín þakka Guju fyrir all-
ar samverustundir liðinna ára
og bið henni Guðs blessunar.
Við sendum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur.
Páll R. Magnússon
og fjölskylda.
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM
✝
Faðir okkar og sambýlismaður minn,
ÓLAFUR GUNNAR SIGURJÓNSSON
Sólvangi,
Blönduósi
lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss
fimmtudaginn 11. desember.
Útför fer fram frá Blönduóskirkju
laugardaginn 20. desember kl. 14.00.
Börn hins látna,
Ragna Rögnvaldsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og elskulegur sambýlismaður,
JÓNAS ÞÓRIR DAGBJARTSSON
fiðluleikari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 17. desember kl. 14.00.
Margrét Linda Þórisdóttir, Guðmundur Þórðarson,
Kristín Þórisdóttir, Karl Jóhannes Karlsson,
Jónas Þórir Þórisson, Rósa Einarsdóttir,
Laufey Karlsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær móðir mín, amma okkar og
langamma,
MARÝ VALDÍS JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Grensásvegi 56,
lést sunnudaginn 7. desember
á Hrafnistu Boðaþingi.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 19. desember
kl. 15.00.
Anna Steinunn Jónsdóttir,
Gylfi Steinar Gylfason,
Einar Örn Gylfason,
Marý Valdís Gylfadóttir
og langömmubörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
BALDVIN STEINDÓRSSON
rafvirkjameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
laugardaginn 13. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Lilja Magnúsdóttir,
Lilja Baldvinsdóttir, Þorbjörn Viggósson,
Kristján Baldvinsson, Bryndís Ottósdóttir,
Magnús Baldvinsson, Bettina Wilhelmi,
Halldór Baldvinsson, Katrín Garðarsdóttir,
Guðbjörn Baldvinsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLAFÍA S. HELGADÓTTIR
sjúkraliði,
Sléttuvegi 29,
lést föstudaginn 12. desember.
Hrólfur Guðmundsson,
Anna Helga Hannesdóttir, Bo Ralph,
Ásdís Eva Hannesdóttir, Jónas Kristinsson,
Jón Hafsteinn Hannesson, Birna Björnsdóttir,
Ólöf Röfn, Rakel Linda, Jónas Óli, Andrea Röfn,
Aron Kristinn, Hera Björk, Hannes Björn
og fjölskyldur.