Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Háskólaævi er í roðinu rýr og rösult á jarðvistar svelli, ef heimskunnar upplag í heilanum býr og heldur þar kotroskið velli. Ég heyrði Esterar Rutar Unn- steinsdóttur, spendýravistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun, fyrst getið fyrir um áratug, er hún í morgunútvarpsspjalli, þá líf- fræðinemi undir handarjaðri Páls Hersteinssonar prófessors, tjáði sig um refi. Tvennt vakti þar athygli mína; fátæklegur orðaforði og blind ást á þessum vargi. Að fuglar væru meginfæða refa á öllum árstímum virtist alveg hafa farið framhjá henni, einnig að tófan væri stór- felldur skaðvaldur í æðarvarpi og einnig stundum í sauðfé. Og því miður virðist þessi áratugur há- skólanáms og metorðaklifurs, sem liðinn er frá þessu ógæfulega við- tali, aðeins hafa gert Ester Rut enn veruleikafirrtari og langtum hættulegri lífríkinu, sem helsti fræðingur Náttúrufræðistofnunar og haldreipi fjölmiðla á þessu sviði. Vesalingur? Í bókinni „Lífríki Íslands“ segir höfundurinn, Snorri Baldursson: „Íslendingar hafa reynt að útrýma tófunni með öllum tiltækum ráðum svo lengi sem sögur herma.“ Brjóstvitið – samsöfnuð viska margra kynslóða lá þarna að baki. Veruleikafirrtir alþingismenn, teymdir á asnaeyrunum af líffræð- ingastóði, leiddu refinn til öndvegis með villidýralögunum 1994, svo nú hefur stofninn 10-15-faldast, raddir vorsins hafa þagnað eða dofnað víðast um land, rjúpan nánast þurrkast út, sérsveitir þarf til að verja æðarvörpin og dýrbítshryll- ingurinn lætur æ meir að sér kveða. Í vor sendu stjórnir allra sauðfjárræktarfélaganna í Strandasýslu, sjö að tölu, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, Sigurði Inga Jóhanns- syni, bænaskjal vegna þess að þá voru liðin 20 ár frá því að ríkið alfriðaði refi á Horn- ströndum, nánar til- tekið á um 580 km landsvæði. Var þess farið á leit að þessari refrauppsprettu yrði þegar lokað og veiðar færðar til fyrra horfs. Ýtarleg greinargerð og tillögur fylgdu með. Ráðherra hefur ekki virt okkur svars. Ágætur næturgestur hér í haust úr uppsveitum Árnessýslu, Hörður Guðmundsson á Böðmóðsstöðum, sagði að hann hefði kosið Sigurð Inga á þing, hitt hann á förnum vegi í sumar og spurt hvort hann ætlaði ekki að fara að taka til hendinni gagnvart refaplágunni. Svarið kom seint og treglega. „Ég held að það verði erfitt, það eru svo margir vinveittir tófunum.“ En þennan sama ráðherra skortir ekki þrek til þeirrar lögleysu að færa Fiskistofu til Akureyrar, múta hverjum starfsmanni, 50 talsins, með þremur milljónum til að flytja norður og leggja fram 250-300 milljónir í annan kostnað. Heilluð? Með ótímabæru fráfalli Páls Hersteinssonar má segja að „kött- ur hafi sest í ból bjarnar“ þar sem Ester Rut er nú. Óskabarni Páls, Melrakkasetrinu í Súðavík, var þó komið myndarlega á laggirnar, að vísu með þeim fylgikvillum að grenjavinnslu var hætt í Súðavík- urhreppi, en Ester Rut sat þar í sveitarstjórn síðasta kjörtímabil. Uppástungur komu einnig fram um að við Vestfirðingar ættum að lúta varginum sem einkennisdýri fjórðungsins. Því var hafnað enda ekki upphefð, eins og íbúar Mel- rakkasléttu og Refasveitar þekkja best. Stallsystir Est- erar Rutar kom svo fram með þá kenn- ingu á hnignandi fuglalífi, að kindur ætu svo mikið af eggjum. Þá var hlegið í sveitum og virðing bændafólks fyrir aka- demískri menntun beið alvarlegan hnekki. Einhver benti á að ekki væri sauðfé á Hornströndum, en þó hefur fuglalífi þar, utan þverhníptra standbjarga, ver- ið gjöreytt á síðustu 20 árum. Í út- varpsviðtali fyrir um tveimur árum svaraði Ester Rut því, aðspurð um tjón af völdum refs, að það væri mjög orðum aukið og óljóst. Fjár- muni skorti til rannsókna, rann- sókna og enn meiri rannsókna. Svo hefði rebbi numið hér land á und- an okkur og væri því ríkjandi en ekki víkjandi, eiginlega kórónan á sköpunarverkinu. Stokkhólmsheilkennið þekkja flestir. Að heillast af ákveðnum dýrategunum, sjá ekki sólina fyrir þeim, né ágalla, grimmd og skaða sem þau valda, er grein af sama meiði. Um þá kenningu Esterar Rutar í vor að veiðar okkar, um 500 vandræðagemlinga, á nokkrum þúsundum refa að vetrinum stækki stofninn jafnt og þétt og þau „vís- indi“ hennar fimm mánuðum síðar að skolli hafi átt skelfilega bágt allt frá 2008 mun ég fjalla í síðari grein. Er Náttúrufræðistofnun og Ester Rut endanlega gengin af göflunum? Eftir Indriða Aðalsteinsson »Nú eru liðin 20 ár frá friðun refs á Horn- ströndum og því vilja stjórnir sauðfjárrækt- arfélaga í Strandabyggð að því verði aflétt. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi. Í tveim greinum hef ég stiklað á stóru varðandi hörmulega atburði sem áttu sér stað á bænum Sjö- undá á Rauðasandi. Þá hef ég leitt líkum að því að Steinunn húsfreyja hafi verið dæmd að ósekju fyrir þátttöku í voðaverk- um, a.m.k. var dauðadómurinn yfir henni óásættanleg niðurstaða mið- að við réttarfarsreglur siðmennt- aðs nútímasamfélags. Víkjum nú að örlögum Stein- unnar og þeirri ómannúðlegu með- ferð sem líkamsleifar hennar og minning almennt hlaut að henni látinni. Hún sat í tukthúsinu við Arn- arhól í um þrjú ár, frá sumri 1802 til sumars 1805. Dauðadómurinn var staðfestur af dönskum yfirvöldum sumarið 1803, og fjaraði lífsvilji Steinunnar smám saman út, enda naut hún ekki þeirra fríðinda að vera úti eða njóta læknisaðstoðar. Enginn böð- ull fékkst til þess verks sem vinna átti, samkvæmt dómnum, og úr- ræðaleysi stjórnvalda bættist ofan á að hún var svipt möguleikum til að sjá og umgangast börn sín og fjölskyldu. Til eru annálar frá þessum tíma, í tukthúsinu sátu sauðaþjófar og sakamenn, flestir karlmenn, og nutu sumir einhverra fríðinda. Svo var m.a. um Arnes Pálsson, úti- legumann og þjóf, sem til eru greinargóðar heimildir um, einnig Jón nokkurn Krýsvíking og fleiri. Steinunn er nefnd á nokkrum stöðum, annáluð fríðleiks- og dugnaðarkona, en nú var farið að halla undan fæti, og mikil armæða er skráð á þau fáu spjöld sögunnar sem um þetta fjalla. Steinunn andaðist 31. ágúst 1805, dánarorsök: harmur og vol- æði. Lík hennar var krufið, áverkar voru á höfði, enda hafði hún nokkrum sinnum verið staðin að því að berja höfði við stein í orðanna eiginlegu merkingu. Eng- ar matarleifar voru í meltingarvegi og vöðvar mjög rýrir orðnir. Voru nú útivistarfangar fengnir til að dysja líkamsleifarnar á Skólavörðuholti og sást dysin allt fram á 20. öld. Var dysin kölluð Steinkudys, og var það siður manna að varpa smásteinum í dys- ina eða spyrna við fæti og þyrla smásteinum að leiðinu, sem þó var í raun ekki annað en stór grjót- hrúga. Þessi vanvirðing viðgekkst í hundrað ár og voru margar sagn- ir á kreiki um Steinunni aftur- gengna, átti hin friðlausa sál að hafa ráfað um holt og hóla og einnig af og til niðri við dóm- kirkju. Draugasögur voru hluti hinnar þjóðlegu menningar og má segja að hjátrúin hafi fengið vængi svo um munaði við þessa skipan mála. Hinn 8. janúar árið 1915 var dysin loks rofin, bein Steinunnar færð til þjóðminjavarðar og skoð- uð, síðan látin í lítinn kassa og hann færður til líkhúss kirkju- garðsins gamla við Hólavelli. Nokkrum dögum seinna, sennilega 15. janúar, var svo jarð- arför Steinunnar Sveinsdóttur fram- kvæmd af sr. Ólafi Ólafssyni fríkirkju- presti. Tuttugu manns voru viðstaddir, en at- höfnin fór fram í lík- húsi kirkjugarðsins, ekki var kostað til kirkjulegri athöfn frekar en fyrri daginn. Í nöprun norðang- arranum kyrjuðu viðstaddir 2-3 er- indi af sálmi sr. Björns úr Laufási: Á hendur fel þú honum sem himna stýrir borg, það allt sem áttu i vonum og allt sem veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstíg getur fundið, sem fær sé handa þér. Leiðið er nr N 119, og er þar nú bæði kross og minningarmark sem kostað var af afkomendum Stein- unnar og er það fjölskyldunni til sóma. Segja má að einhvers konar sátt hafi náðst milli aðila málsins með jarðarför Steinunnar Sveinsdóttur, og þeim minnismerkjum sem henni hafa verið reist. Mikið vant- ar þó upp á að nóg sé að gert. Mætti þar nefna eftirfarandi hug- myndir, sem skoða mætti: – Merkja staðinn þar sem Steinkudys var á Skólavörðuholti. – Reisa Steinunni minnisvarða, annaðhvort heima á Sjöundá eða annars staðar. – Finna góða dagsetningu til að halda málþing og minningarmót, t.d. 31. ágúst, eða 9. eða 15. jan- úar. Þá mætti kirkjan gjarna taka þátt í helgiathöfn eða einhverju þessháttar til minningar um hús- freyjuna Steinunni, sem var sögð bæði kirkjurækin og vel að sér í fræðunum. Við minnumst húsfreyju sem hrasaði og missteig sig, kannski var hún flækt í atburðarás ógæfu og vandræða, þó sennilega ekki nema óbeint. En Steinunn Sveins- dóttir ól mörg börn og afkom- endur hafa lagt feikna drjúga skerfi til þjóðarbúsins, og hafa sum þurft að líða fyrir hindurvitni og slælegan málatilbúnað sem tengdist þessari merku formóður. Niðurlagsorð þessara greina um Steinunni Sveinsdóttur verða þessi. Fyrst og síðast snýst þetta allt saman um að geta náð sáttum við fortíðina og lært af mistökum hennar. Sýna þarf stórmennsku í verki og lýsa upp minningu konu sem vildi ala upp börnin sín, en fékk ekki. Lýsa þarf upp minningu konu sem sýndi tilfinningar sínar og stolt, en var nauðbeygð til að lúta undir harðræði og óréttvísi. Lýsa þarf upp minningu konu, sem var smáð bæði lífs og liðin, langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Viðurkenna þarf óréttmæta aðkomu kirkjunnar manna að yfirheyrslum yfir hinni meintu sakakonu. Biðja þarf af- komendur fyrirgefningar á þessu. Þær eru líka allnokkrar kyn- systur Steinunnar meðal vor, sem ekki njóta sannmælis. Virðum skoðanir, tilfinningar og stolt kvenna. Það er góð menning og skilar sér í betra samfélagi. Í minningu Steinunnar hús- freyju á Sjöundá Eftir Skírni Garðarsson Skírnir Garðarsson »Dauðadómurinn var staðfestur af dönskum yfirvöldum sumarið 1803. Höfundur er prestur. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.