Morgunblaðið - 16.12.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.12.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir í jólapakkann á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,- Í nýútkomnu vetrarhefti Þjóð-mála fjallar Björn Bjarnason um deiluna um Reykjavík- urflugvöll. Þar bendir hann á að deilan verði ekki leyst með skipan nefnda og nýjum skýrslum, enda vilji meirihluti landsmanna hafa flugvöllinn þar sem hann er.    Björn víkur að nefnd RögnuÁrnadóttur, sem beri að skila niðurstöðu fyrir áramót, og segir álitið verða „litað af þeirri staðreynd að Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri og andstæð- ingur Reykjavíkurflugvallar, sit- ur í henni“. Hann sé þegar tekinn að veikja trú manna á niður- stöðum nefndarinnar.    Þá hafi verið upplýst að í tíðÞórólfs Árnasonar sem stjórnarformanns Isavia, yfir- stjórnar íslenskra flugmála, hafi fyrirtækið dregið taum andstæð- inga vallarins „með því að hundsa alþjóðareglur um áhættu- mat, svo ótrúlega sem það hljóm- ar“.    Björn rekur einnig hið dæma-lausa mál undir forystu Dags þar sem borgarráð afgreiddi ekki samkomulag sem hafði verið und- irritað við þáverandi innanríkis- ráðherra, Ögmund Jónasson.    Loks bendir Björn á þögn ann-arra fjölmiðla en Morgun- blaðsins um þessi mál og segir réttilega að þegar ekki sé veitt hart viðnám innan borgarstjórnar við slíkum vinnubrögðum og til- viljun ráði að í upphafi sé vakið máls á hneykslinu vakni margar spurningar um hverju öðru hafi verið sópað undir teppið í ráð- húsinu. Leynist fleira undir ráðhússteppinu? STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.12., kl. 18.00 Reykjavík -6 heiðskírt Bolungarvík -6 skýjað Akureyri -6 snjóél Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 0 léttskýjað Ósló 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 2 slydda Lúxemborg 2 skýjað Brussel 5 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 5 upplýsingar bárust ekki London 7 léttskýjað París 3 þoka Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 5 skúrir Vín 4 þoka Moskva 0 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 13 skúrir Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -8 alskýjað Montreal -1 alskýjað New York 5 heiðskírt Chicago 8 þoka Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:18 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:04 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:49 14:35 DJÚPIVOGUR 10:57 14:50 Rannsókn dönsku lögregl- unnar á tveimur málverkum sem merkt voru list- málaranum Svav- ari Guðnasyni stendur nú yfir. Lögreglan lagði hald á málverkin tvö 23. september síðastliðinn, rétt áður en átti að bjóða þau upp í upp- boðshúsinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Grunur leikur á að málverkin tvö sem um ræðir tengist stóra mál- verkafölsunarmálinu svokallaða og að þau hafi verið gerð á tíunda ára- tug síðustu aldar þegar talið er að fjöldi málverka hafi verið eignaður gömlu íslensku meisturunum. Ólafur Ingi Jónsson málverka- forvörður lagði fram kæru til sér- staks saksóknara sem lét kæruna ganga til dönsku lögreglunnar. Efnahagsbrotadeild dönsku lögregl- unnar rannskar nú málið. Niðurstöðu rannsóknarinnar er að vænta á fyrstu mánuðum 2015. Tvö mál- verk enn í rannsókn  Niðurstöðu að vænta í byrjun árs Annað verkanna merkt Svavari. Grein eftir hóp íslenskra og erlendra vísindamanna, sem skýrir á ítarleg- an hátt myndun kvikugangs frá Bárðarbungu og út í Holuhraun í að- draganda gossins þar, birtist í gær í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature. Með samtúlkun á mælingum á jarðskorpuhreyfingum, bæði GPS- landmælingum og svokölluðum bylgjuvíxlmælingum úr gervitungl- um, og jarðskjálftamælingum hafa vísindamenn nú unnið líkan af myndun kvikugangsins mikla sem myndaðist í síðari hluta ágúst og liggur neðanjarðar frá Bárðarbungu og út í eldstöðina í Holuhrauni þar sem kvika kemur upp úr ganginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Myndaðist að mestu á tveggja vikna tímabili Í greininni í Nature er útskýrt í máli og myndum hvernig kviku- gangurinn myndaðist að mestu yfir tveggja vikna tímabil í aðdraganda gossins. Alls koma 37 vísindamenn Há- skóla Íslands, Veðurstofu Íslands og átta erlendra háskóla og vísinda- stofnana víðs vegar í heiminum að rannsókninni sem sagt er frá í Nat- ure, en það er einn stærsti hópur sem tengst hefur vísindagrein um ís- lensk jarðvísindi í alþjóðlegu tíma- riti. Myndun kvikugangsins lýst í þaula  Fjölmennur hópur fræðimanna víða að skrifar grein í tímaritið Nature Morgunblaðið/RAX Gos 37 vísindamenn skrifuðu greinina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.