Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 32

Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 ✝ Brynjar ÞórSigmundsson fæddist á Akureyri 9. ágúst 1978. Hann lést í Reykjanesbæ 3. desember 2014. Brynjar var son- ur hjónanna Sig- mundar Brynjars Sigurgeirssonar, stálsmiðs, f. 23. maí 1958, og Arn- bjargar Vign- isdóttur, húsmóður, f. 14. desem- ber 1950. Bróðir Brynjars er Baldur Arnar Sigmundsson, lög- fræðingur, f. 27. janúar 1984, í sambúð með Erlu Arnardóttur, lögmanni, f. 29. janúar 1986. Árið 2000 hóf Brynjar störf hjá Tollstjóranum. Hann starfaði við tollafgreiðslu í Reykjavík og tolleftirlit á Reykjavíkflugvelli til 2008 eða þar til hann hóf störf við tolleftirlit á Keflavík- urflugvelli. Hann starfaði þar til 1. júní 2010. Hann kláraði Toll- skóla ríkisins árið 2004, lauk stúdentsprófi frá Verkmennta- skólanum á Akureyri haustið 2008 og stundaði nám á árunum 2009-2010 í íslensku og lögfræði við Háskóla Íslands. Árið 2013 lauk hann diplómanámi frá Há- skólanum í St. Andrews í Terror- ism studies og frá árinu 2013 stundaði hann flugnám við flug- akademíu Keilis. Frá ágúst 2010 til dánardags starfaði hann hjá ISAF: NATO forces í Afganistan sem borgaralegur ráðgjafi. Brynjar Þór Sigmundsson verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag, 16. desem- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Dóttir þeirra er Ása Karitas, f. 1. júní 2013. Þann 24. desem- ber 1999 fæddist dóttir Brynjars og Guðlaugar Erlu Ágústsdóttur, f. 16. ágúst 1979, Krist- rún Ósk Brynj- arsdóttir. Brynjar var í sambúð með Berglindi Svav- arsdóttur, f. 25. maí 1967, á ár- unum 2006 til 2013. Sonur Berg- lindar er Aron Örn Grétarsson, f. 21. júní 1988, og fósturdóttir Þórey Ragna Borghildardóttir, f. 6. nóvember 2002. Binni var litli frændi okkar systra, þegar hann var lítill þá dvaldi hann stundum hjá okkur fjölskyldunni á Kópaskeri. Við vorum svo stoltar af þessum frænda okkar sem var einstak- lega líflegur og fallegur. En hann var mikill grallari og minnumst við þess þegar við fórum með hann í sund í Lundi og hann var ekkert nema gorgeirinn og þótt- ist vera alsyndur sem hann alls ekki var. Við sögðum honum að vera með lokaðan munninn þegar hann hoppaði út í, sem hann gerði samviskusamlega en akk- úrat þegar hann lenti á vatnsyfir- borðinu þá galopnaði hann munninn og var þá við það að drukkna, ósyndur drengurinn. Það var bara einu sinni sem við skömmuðumst okkar pínu fyrir hann en það var þegar hann fékk að keppa í 60 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti á Dúddavelli. Hann var auðvitað alveg klár á því að hann væri bestur í hlaupi af þeim sem hann var að keppa við og geystist áfram. Þegar komið var á seinni hluta hlaups- ins þá var það einn drengur sem náði Binna og var að sigla fram úr honum á síðustu metrunum en þá tók minn maður við sér og kippti í hettuna á peysunni hjá stráknum svo hann féll við og Binni hljóp hróðugur í markið. Við systur lásum smá yfir honum eftir þessa uppákomu en oft höf- um við hlegið að þessari sögu síð- ar. Binni var klár strákur og fékk dellur fyrir vissum hlutum eins og til dæmis goðafræðinni. Hann gat talað endalaust um æsina. Hvort við vissum hvað þessi og hinn hét og hver gat þetta og hitt. Við höfðum ekkert vit á þessum goðum og ásum og takmarkaðan áhuga, en það stoppaði hann ekki í að spyrja. Einnig gat Binni nefnt allar bílategundir og þegar við vorum á ferðinni reyndi hann að spyrja okkur hvort við vissum hvað hinn eða þessi bíll hét en hann kom að jafntómum kofum hjá okkur í þeim efnum. Elíasar- bækurnar getur engin okkar les- ið án þess að minnast Binna með bros á vör. Hvað hann og Eva gátu hlegið mikið þegar hún var að lesa þær fyrir hann. Eins og svo oft er þá hafa sam- skiptin verið stopulli á fullorðins- árum en við hittumst samt reglu- lega við ýmis tækifæri hjá fjölskyldunni okkar. Þar sem Binni hefur nú dvalið langdvölum erlendis síðustu ár þá hefur mað- ur því miður séð minna af honum. Fréttir fékk maður samt alltaf reglulega frá foreldrum hans og skildist manni að þetta starf í Afganistan væri mjög erfitt, enda stefndi hann á það að finna sér vinnu hér heima og hætta störfum ytra á nýju ári. Hann var búinn að festa kaup á einbýlis- húsi í Keflavík og var í góðu sam- bandi við dóttur sína sem býr á Akureyri og hefur því verið mikil tilhlökkun að ljúka þessu tímabili erlendis og koma aftur heim. Við þökkum Binna fyrir allar þær góðu stundir sem hann gaf okkur á sinni alltof stuttu ævi. Jólahátíðin fer senn í hönd og er tími vináttu og fjölskyldunnar. Við hugsum til Binna og fjöl- skyldu á þessum erfiða tíma og vottum við systurnar Kristrúnu Ósk, Öbbu, Brynjari, Baldri og hans fjölskyldu og öðrum ástvin- um okkar dýpstu samúð. Sigrún, Pála og Eva. Elsku Binni, vinur minn og frændi, ég er í áfalli eftir að hafa heyrt um fráfall þitt og ég sakna þín nú sárt. Þú reyndist mér vel þegar ég virkilega þurfti á því að halda og ég gleymi því aldrei. Ég óska þess núna að ég hefði geta gert það sama fyrir þig en það er of seint núna. Mér fannst ótrú- lega gaman að tala við þig löngum stundum, það er vart hægt að finna skemmtilegri manneskju til að spjalla við. Það má segja að ég hafi þarna eignast aukabróður. Takk fyrir allt. Frá þessum tíma sem við vorum mest saman eru ekki til neinar myndir, ekkert facebook en ég mun hafa þessar minningar til að hlýja mér við. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Sigurjón Axel Guðjónsson. Það er sárt að kveðja þig, frændi. Þegar þið bjugguð í Smárahlíðinni passaði ég þig dagpart um nokkurn tíma þegar foreldrar þínir sinntu vinnu. Seinna fluttuð þið í Fögrusíðuna. Hverfið var að stækka og margt að gera hjá ungum og hraustum strák. Þú varst líflegur og uppá- tækjasamur og óhræddur að tak- ast á við áskoranir. Eftir því sem árin liðu var alltaf gaman að hitta þig. Þú vildir skiptast á skoðun- um og rökræða hin ýmsu mál. Þar var margt uppi á borðum. Nánast allt milli himins og jarð- ar. Eftir nokkur ár í tollgæslunni vannstu í seinni tíð í Kabúl í Afg- anistan á vegum NATO. Þú kall- aðir það að fara „í sandinn“. Það var áhugavert að hlusta á þig ræða þá reynslu. Þar naut sín hversu skynugur þú varst og áhugi á því sem var að gerast í kringum þig. Þessar samræður veittu manni aðra sýn á ólíka menningu og fjarlægt mannlíf. Mér er minnisstætt þegar ég hitti þig fyrir nokkrum árum við tollgæsluhliðið í Keflavík eftir að ég hafði dvalið nokkra mánuði í Englandi. Þú tókst hlýlega á móti mér og ljómaðir allur eins og þér var svo eiginlegt. Það var góð stund. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Sigurgeir Guðjónsson. Síðastliðinn miðvikudag bár- ust mér þær hörmulegu fréttir að Brynjar væri dáinn. Lífsganga okkar hefur alla tíð verið sam- ofin, flestar minningar mínar úr barnæsku og unglingsárum eru þess eðlis að Binni kemur þar við sögu, ég er þakklátur fyrir hversu góðan vin ég átti en jafn- framt er ég sorgmæddur að geta ekki deilt komandi árum með þér. Við Binni erum bræðrasynir, samgangur og vinátta milli fjöl- skyldna okkar var alla tíð mjög mikil, við vorum m.a. skírðir saman, foreldrum okkar hefur sjálfsagt þótt það hentugt þar sem einungis fimm dagar voru á milli okkar í aldri. Svo mikill samgangur var á milli okkar á yngri árum að þegar ég hugsa til baka finnst mér ég nánast á tíma- bilum hafa búið á heimili ykkar. Þaðan á ég margar góðar minn- ingar sem ég get yljað mér við, foreldrar þínir hafa alla tíð reynst mér afar vel ásamt bróður þínum Baldri. Binni var öðlingur, skapgóður og vinamargur. Á æskuárunum vorum við saman öllum stundum, gengum í sama skóla, áttum sömu vini, eyddum frítíma okkar saman. Fyrir mér hefur Binni verið fjórði bróðir minn, besti vinur og stórfrændi. Við gerðum allt sam- an. Ég gleymi því til dæmis aldr- ei þegar við skelltum okkur sam- an í sunnudagsbíó tæplega 6 ára gamlir, bárum saman út blöð 7 ára gamlir en það gerðum við fram á unglingsár, tekjunum eyddum við saman. Á unglings- árunum fór tónlistaráhuginn að taka öll völd, við hlustuðum mikið saman á tónlist, þú hafðir frá- bæran tónlistarsmekk, betri en ég, ég skal játa það hér með. Það var ekki lítið sem við hlustuðum á R.E.M., U2, Queen, Led Zeppel- in, Pink Floyd og aðra góða meistara. Við tókum tónlistar- áhugann skrefinu lengra og byrj- uðum að gutla við spilamennsku, þú plokkaðir bassann og ég lamdi húðir, þetta voru frábær ár sem við áttum ásamt félögum okkar úr grunnskóla. Það má með sanni segja að Binni hafi verið mikill örlagavaldur í lífi mínu, ég á hon- um mikið og margt að þakka, leið mín og eiginkonu minnar lá mikið til í gegnum hann, ég var mjög heppinn hvað þau voru góðir vin- ir. Undanfarin ár starfaði Binni sem tollvörður í Afganistan á vegum NATO, af þeim sökum hittumst við sjaldnar. Það voru dýrmætar stundir sem hann átti með okkur hjónum og dóttur sinni Kristrúnu. Síðast voru þau hjá okkur í ágúst síðastliðnum. Á mörgum stundum botnar maður lítið í lífinu, þetta er ein af þeim stundum, ég hélt að við ættum eftir að verða samferða lengur og fá tækifæri til að rifja upp ævi- skeiðið sem gamlir menn. Það verður ekki. Minning um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Það var ósjaldan sem Binni lét eftirfarandi setningu frá sér við ýmis tækifæri: „Ekki tapa gleðinni.“ Það vakti yfirleitt mikla kátínu. Á þennan hátt ætla ég að minnast Binna vinar míns alla tíð. Ég mun heiðra minningu þína, börnin mín munu fá að kynnast þér í gegnum frásagnir af þér. Sigmundur, Arnbjörg, Kristrún, Baldur og fjölskylda. Votta ykkur mína dýpstu samúð. Snæbjörn Ómar Guðjónsson. Enginn veit sinn næturstað. Kæri vinur, ekki hefði mig órað fyrir því þegar við hjónin sátum hjá þér kvöldstund fyrir hálfum mánuði að þetta væri okkar síð- asta samverustund. Þú sýndir okkur hjónum með mikilli gleði nýja húsið þitt sem þú varst nýbúinn að kaupa, framtíðin var björt og falleg. Þú sýndir okkur með stolti herbergi dóttur þinn- ar, sem þú varst nýlega farinn að umgangast og kynnast; við vinir hans samglöddumst honum inni- lega, stoltið og hamingjan fólst í dóttur hans. Kynni okkar Binna hófust þegar við unnum saman hjá Toll- gæslunni í Reykjavík fyrir mörg- um árum. Við vorum vaktfélagar og vinir, náðum vel saman, vin- skapur okkar náði langt út fyrir vinnustaðinn. Talsverður aldurs- munur var á okkur en það skipti engu máli, grínið og léttleikinn var í fyrirúmi. Binni átti mjög auðvelt með að hafa samskipti við fólk, alltaf var stutt í brosið og gleðina hjá honum. Við kölluðum okkur Gullvaktina vegna þess að við töldum okkur „gull af manni“ allir voru glaðir að sjá okkur en misjafnt þó. Ófá skipin höfum við tollafgreitt saman, hvort sem það voru hinir mestu ryðkláfar, daun- ill fiskiskip, skútur, herskip, flug- vélar, allar tegundir af frögtur- um eða flottustu skemmti- ferðaskip sem komu til Reykjavíkur, allir voru jafnir fyr- ir okkur, við vorum ákveðnir en blíðir. Mottóið okkar var bara einfalt „ekki tapa gleðinni“. Sumarið 2005 fjölgaði á Gull- vaktinni þegar lífskúnsterinn, gleðipinninn og kennaraneminn hann Jens Karl Ísfjörð settist í tollbílinn. Þá hófst gleðin og grín- ið fyrir alvöru, sumarið leið eins og vika af lífi okkar. Saman fór- um við félagarnir í útilegur og veiðtúra sem urðu all-sögulegir, syngjandi gleðin var við völd, það dró aldrei ský fyrir sólu í þessum ferðum okkar, Binni og Jensinn sáu til þess að það var hlegið all- an daginn. Samheldnin og vin- skapurinn rofnaði ekki, þótt margar brekkurnar yrðu á vegi okkar. Binni fór að vinna hjá NATO í Afganistan. Þótt langt væri á milli okkar var stutt í vin- áttu okkar félaganna, þegar Binni kom heim var alltaf faðm- ast og kysst að íslenskum sið. Ófá samtölin áttum við í Hafdalnum um líf okkar og tilveru. En nú er komið að leiðarlokum kæri vinur, með miklum trega og sorg í hjarta skrifa ég þessar fá- tæklegu línur. Ég óska þess, kæri vinur, að þú finnir ró í hjarta þínu, ég vil þakka þér fyrir alla vináttuna og kærleikann á milli okkar og bið alla góða vætti að vernda og styrkja dóttur þín og fjölskyldu á erfiðum tímum. Hvíl í friði, kæri vinur, leiðir okk- ar munu liggja saman seinna. Kveðja, Stefán og fjölskylda Hafdal 11. Elsku Binni, þegar ég hugsa til baka þá er svo margt sem kemur upp í hugann, svo margar góðar stundir sem við áttum saman. Þó eru mér efst í huga sumrin sem við unnum saman í Slippnum, en þar hófst í raun okkar góði vinskapur. Eins eru mjög ofarlega í huga mér Kanarí ferðirnar okkar, kaffihúsakvöldin og skyndi-Reykjavíkurferðin og svo margt fleira sem við bröll- uðum saman. Þó svo að við höfum ekki verið í miklum samskiptum undanfarin ár, sérstaklega eftir að þú fórst í Sandinn, eins og þú kallaðir það, þá var alltaf þegar við hittumst eða töluðum saman eins og við hefðum hist í gær. Við gátum alltaf talað saman tímunum sam- an og alltaf var stutt í hláturinn. Það var sérstaklega góð stund sem við áttum þegar ég heimsótti þig í Keflavík fyrir tveimur ár- um. Ég átti erindi í borgina og þú sóttir mig og við borðuðum sam- an, sátum svo og rifjuðum upp gamla tíma alveg til morguns. Þetta reyndist vera síðasta skipt- ið sem við hittumst, við áttum þó eftir þetta nokkur góð samtöl. Ég er mjög þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum sam- an, alla tíð mat ég vináttu þína mikils og verður þín sárt saknað. Fjölskyldu þinni votta ég mína dýpstu samúð. Jóhann (Jonni). Ég þakka manninum með skoðanirnar tíu ára lífleg kynni og einstakan tíma hjá tollstjór- anum í Reykjavík í byrjun ald- arinnar. Hjá Brynjari Þór Sig- mundssyni var sjaldnast komið að tómum kofunum þegar talið snerist að umdeildum málaflokk- um, hvort sem þar var um að ræða kjaramál tollvarða eða al- menn dægurmál samfélagsins. Urðu þar ýmis ummæli fleyg, svo sem hið góðkunna „Það kemur ekkert út úr þessum andskotans fundum!“ og demanturinn í kór- ónunni: „Ég er ekkert að rugga helvítis bátnum, hann er löngu sokkinn!“ Slíkar upphrópanir væri freistandi að eigna svartagalls- rausurum en hvorki var Binni svartsýnn né neikvæður. Hann kunni þá list að sigla hæfilega milli skers og báru, láta í sér heyra um það sem miður var en vera svo fyrstur manna til að upphefja hlátrasköll. Bílaáhuginn var eitt af mörgu sem sameinaði okkur Binna, tvo hreinræktaða Benz-kalla sem vildu ekki aðra guði hafa. Þegar við unnum hjá tollstjóra áttum við báðir Benz 230E með W-124- byggingarlaginu sem okkur þótti með hreinna sköpunarverki framleiðandans. Því varð það þrotlaus uppspretta glettni og ýmissa ísmeygilegra athuga- semda þegar Binni ákvað öllum að óvörum að draga saman seglin í eldsneytiskostnaði og birtist sposkur á svip á nær kúlulaga japansk-ættuðum smábíl á bíla- stæði tollgæslunnar við Héðins- götu. Þótti mönnum nú lítið leggjast fyrir Benz-baróninn og uppnefndu nýja færleikinn „neyðarhylkið“ enda þótti því svipa nokkuð til nýtísku björg- unarbáta á sjó, áður en þeir eru blásnir upp. Ekki var örgrannt um að spennandi tímar væru fram und- an hjá Brynjari að loknum störf- um hans við friðargæslu í Afgan- istan sem sá fyrir endann á þegar hann kvaddi þennan heim. Í sím- tölum okkar viðraði hann ýmsar hugmyndir um hvar hann hygð- ist næst hasla sér völl og bar undir mig orðalag í atvinnuum- sóknum sem hljómuðu spenn- andi. Glæsilegt einbýlishús í Reykjanesbæ var orðið að veru- leika, leiðin sýndist öll hin greið- asta en sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir og nú er komið að leiðarlokum að þessu sinni. Ég kveð Brynjar með góðum minningum um kraftmikinn ein- stakling sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna og lifði hverja mínútu í botn. Atli Steinn Guðmundsson. Brynjar Þór Sigmundsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Minningar um látinn fallegri bók mbl.is Vilt þú panta minningabók fyrir jólin? Þá þarf pöntun að berast fyrir 17. desember. Allar nánari upplýsingar umminningabækur er að finna á mbl.is eða í síma 569 1100. ástvin í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.