Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Við strákarnir á
Hagamelnum höfð-
um verið að þvæl-
ast inni í íþrótta-
húsi Melaskólans þegar við
sáum hraustmenni vera að æfa
glímu og þá kviknaði áhugi okk-
ar og við fórum að æfa reglu-
lega haustið 1976 undir stjórn
Sigtryggs og Rögnvaldar Gunn-
laugssonar kaupmanns.
Áhuga mínum á glímunni
deildi ég með samnemendum
mínum á Bændaskólanum á
Hvanneyri þegar ég hóf þar bú-
fræðinám árið 1979. Það varð
svo mikill áhugi á glímunni að
30 manns voru farnir að æfa
glímu að staðaldri, bæði piltar
og stúlkur. Síðan kom að því að
menn vildu fá reyndan glímu-
þjálfara og leitaði ég þá til Sig-
tryggs sem útvegaði okkur
glímuþjálfarann Rúnar Hálf-
dánarson, bónda að Þverfelli í
Lundarreykjadal, sem þjálfaði
okkur til vorsins. Allt þetta
glímubrölt mitt studdi Sig-
tryggur með góðum ráðum.
Við Sigtryggur skipulögðum
sýningarferð glímudeildar KR
til Noregs árið 1987 og héldum
við marga fundi til undirbún-
ings þeirri ferð. Sigtryggur
hafði samband við gamlan fé-
laga sinn úr glímudeildinni sem
bjó í Noregi. Sá útvegaði okkur
gistingu hjá Íslendingafélaginu
í Ósló og í samstarfi við Íslend-
ingafélagið héldum við glímu-
sýningu í Hans Haugen garð-
inum 17. júní. Þátttakendur
voru fimmtán. Sigtryggur
stjórnaði sýningunni og sagði
frá glímunni, sem áhorfendur
höfðu mikla ánægju af.
Sigtryggur hafði kímnigáfu
og var góður sögumaður. Í lok
góðrar sögu kom eftirminnileg-
ur hrossahlátur. Hann var vel
gefinn og þótti sleipur skák-
maður, sérstaklega í hraðskák.
Sigtryggur spilaði brids í
fjöldamörg ár og vann Íslands-
meistaratitil í tvímenningi og í
sveitakeppnum margsinnis.
Hann varð Íslandsmeistari á
árinu 1974 í glímu, brids og
lyftingum. Geri aðrir betur.
Ég minnist ferðar okkar Sig-
tryggs og Stefáns til London til
að horfa á leiki í enska bolt-
anum með mikilli ánægju, en
Sigtryggur var mikil Arsen-
almaður. Eins og við var að bú-
ast var farið í verslunarleiðang-
ur. Sigtryggur var stór maður
og gekk ekki vel að fá föt á sig
sem pössuðu. Við fundum búð
sem heitir „High and mighty“.
Sigtryggur var svo ánægður í
búðinni yfir því að minnsta
stærðin passaði honum og
keypti þess vegna mikið. Hann
var ekkert að hafa fyrir því að
taka fötin úr umbúðunum. Við
heimkomuna var hann stopp-
aður í tollinum og taskan tekin
og send til Reykjavíkur. Hann
var ekki ánægður með tollarann
því hann átti að borga toll af
öllu. Við fórum saman niður í
Tollhús og hann fékk töskuna
án þess að borga. Ég held að
hann hafi sagt þeim eina góða
gamansögu og þá var málið af-
greitt.
Ég minnist margra keppn-
isferða með Sigtryggi. Ein sú
minnisstæðasta er þegar við
KR-ingar fórum norður að
Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu
og sóttum Grettisbeltið 1985,
þegar Ólafur Haukur Ólafsson
varð glímukappi Íslands í fyrsta
sinn. Þá söng og trallaði þjálf-
Sigtryggur
Sigurðsson
✝ SigtryggurSigurðsson
fæddist 1. mars
1946. Hann lést 2.
desember 2014. Út-
för Sigtryggs fór
fram 15. desember
2014.
arinn Sigtryggur
alla leið suður til
Reykjavíkur. Sig-
tryggur er eftir-
minnilegur öllum
sem kynntust hon-
um.
Ég sendi að-
standendum Sig-
tryggs Sigurðsson-
ar innilegar
samúðarkveðjur.
Ásgeir S.
Víglundsson.
Sigtryggur vann. Þetta voru
oft orð að sönnu. Sigtryggur
Sigurðsson var fjarri því að
vera meðalmaður og minnti um
margt á hetjur eins og Egil
Skallagrímsson, þótt hann
stundaði lítt þann sið að krækja
augum út á kinn eins og Egill
átti til að gera. Hann var afar
skarpur og rammur að afli og
fengu menn lítt við hann ráðið
og hann varð glímukóngur Ís-
lands, Íslandsmeistari í brids
og Íslandsmeistari í kraftlyft-
ingum. Þá var hann einnig öfl-
ugur skákmaður.
Við Sigtryggur áttum marg-
ar góðar stundir hérlendis og
erlendis við græna borðið og
þakka ég honum þær að leið-
arlokum.
Sigtryggur var víðlesinn og
ljóðelskur og var erfitt að reka
hann á gat, því hann var minn-
ugur með afbrigðum. Hann
hafði gaman af rökræðum og
þeir sem ekki þekktu hann vel
gátu fengið ranghugmyndir um
skoðanir hans, því hann skellti
gjarna fram einhverju sem var
á skjön við viðteknar skoðanir
og hugmyndir til að koma í
gang fjörugum umræðum.
Hann gerði gjarna grín að okk-
ur ríkisstarfsmönnunum sem
værum áskrifendur að launun-
um á meðan hann fátæki verka-
maðurinn á Melhaganum þyrfti
að berjast fyrir hverri krónu.
Sigtryggur hafði sterka rétt-
lætiskennd og vildi að allir nytu
sannmælis, en væru ekki
dregnir í dilka með óeðlilegum
hætti. Menn hafa líka sagt mér
að þegar hann var í fótbolta
sem drengur þá fengu alltaf all-
ir að vera með, enginn hafður
útundan. Sjálfur var hann
stundum vanmetinn og fékk
ekki þau tækifæri sem hæfi-
leikar hans gáfu tilefni til.
Sigtryggur kom gjarna þeim
sem voru minni máttar til
hjálpar. Eitt sinn var hann
staddur á Hlemmi og þar voru
nokkrir ógæfumenn að veitast
að manni sem minna mátti sín.
Sigtryggur gekk til þeirra og
bað þá að hætta þessu. Þeir
virðast ekki hafa áttað sig á
hver var þar á ferð, því þeir
réðust á Sigtrygg. Hann hafði
þá snarlega þrjá undir, en varð
þá var við fjórða manninn fyrir
aftan sig. Hann rétti þá aðra
höndina aftur fyrir sig og greip
í hálsmálið á þeim sem þar var
og svipti honum yfir sig. Sig-
tryggur var hins vegar fljótur
að sleppa þegar hann sá að það
var lögreglumaður í fullum
skrúða sem hann hafði þeytt yf-
ir sig. Lögreglumaðurinn erfði
þetta ekki við Sigtrygg og fjar-
lægði mennina þrjá af vett-
vangi.
Sigtryggur þekkti ótrúlega
marga í gegnum störf sín og
áhugamál og það var fjölbreytt
flóra fólks. Hann var um árabil
dyravörður á Röðli og í gegnum
það starf varð hann vitni að
ýmsu sem hafði áhrif á sýn
hans á samfélagið.
Sigtryggur var ekki galla-
laus, en það var svosem eins
gott, því ef það hefðu verið
skafnir utan af honum gallarnir,
þá hefði bara staðið eftir ein-
hver dyggðadrusla, sem ekkert
hefði verið varið í.
Að sigra heiminn er eins og að spila
á spil
með spekingslegum svip og taka í
nefið.
(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði).
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
(Steinn Steinarr)
Það er og verður bara einn
Sigtryggur Sigurðsson, blessuð
sé minning hans.
Bragi Leifur Hauksson.
Hver kannast ekki við þessi
fleygu orð: Stigið – Sigtryggur
vann. Þegar þennan öðling ber
á góma þekktu flestir hann sem
afburða glímukappa, bridsspil-
ara og ekki síst sem góðan
skákmann. Fyrstu kynni mín af
Sigtryggi voru þegar þessi stóri
og vígalegi maður settist hjá
mér til að kaupa málningu hjá
Málningu hf. fyrir 27 árum. All-
an sinn feril sem málarameist-
ari höfðum við náin og góð sam-
skipti sem aldrei féll skuggi á.
Tíðar ferðir voru farnar út um
allan bæ til að skoða verkefni,
þar sem Sigtryggi var ætíð um-
hugað um að viðskiptavinir
fengju rétta liti og að rétt magn
væri notað. Í þessum ferðum
okkar út um borg og bæ var
mikið skrafað um alla skapaða
hluti, og kom maður ekki að
tómum kofunum þar. Stundum
kom það fyrir að umræðan varð
yfirsterkari verkefninu og bíl-
ferðin var komin langt út frá
ákvörðunarstað sem var fyrir-
hugaður, en ávallt vildi Syg-
tryggur keyra bílinn. Sigtrygg-
ur var fróður um magra hluti
og einkum var hann fróður um
ætterni manna sem hann rakti
oft fyrir mann. Á sínum lífsferli
átti þessi öðlingur oft við veik-
indi að stríða, en alltaf sýndi
hann æðruleysi, þó að kvíði hafi
sótt að honum fyrir þessa síð-
ustu aðgerð sem hann fór í.
Daginn fyrir andlátið ræddi ég
við hann í síma, og lifði ég í
þeirri trú að okkar samveru-
stundir yrðu fleiri, en svo
bregðast krosstré sem önnur.
Þessa góða drengs verður sárt
saknað og er höggvið skarð í
sófaumræðurnar sem hann vildi
taka þátt í hjá okkur í Máln-
ingu á föstudögum. Megi al-
mættið sem vakir yfir okkur
varðveita góðan dreng og veita
þeim huggun sem syrgja Sig-
trygg Sigurðsson.
Halldór (Dóri málning).
Við Sigtryggur Sigurðsson
vorum á svipuðu reki, hann þó
ívið eldri. Við uxum báðir úr
grasi á Melhaganum í Vest-
urbæ Reykjavíkur á sjötta ára-
tugnum, brösuðum margt á
byggingarlóðum sem voru ófáar
á Melunum í þá tíð, spörkuðum
fótbolta á sumarkvöldum, lék-
um okkur í snjónum á vetrum
því í þá daga snjóaði nánast
vetrarlangt í Reykjavík.
Öllum þótti vænt um Sig-
trygg. Hann var stór og mikill
og sterkur. En hann var líka
heiðarlegur, sanngjarn og rétt-
sýnn enda beitti hann afli sínu
aldrei til ills. Það var hins vegar
ekki verra að eiga að vini
manninn sem þjóðin átti eftir
að kynnast í útvarpslýsingum
sem glímukappanum mikla.
Þær lýsingar enduðu jafnan á
sama veg: Sigtryggur vann.
En hann vann líka hug og
hjarta allra sem honum kynnt-
ust. Móðir mín sagði mér ein-
hvern tímann frá því að hún
hefði stundum átt í basli við að
koma okkur systkinum í rúmið
á sumarbjörtum síðkvöldum
þegar útileikir voru í algleymi,
ekki síst fótboltinn á túninu
vestur af Neskirkjunni þar sem
nú stendur mikið íþróttahús.
Ekki vildi mamma fyrir nokk-
urn mun kalla á okkur í háttinn
með látum – hvorki vildi hún
gera okkur það né sjálfri sér.
Hún hafði hins vegar fundið ráð
sem dugði. Hún ræddi málið við
Sigtrygg og sagði honum raunir
sínar.
Áfram var leikinn fótbolti vel
fram eftir kvöldum en nú brá
svo við að þegar Sigtrygg grun-
aði að foreldra færi að lengja
eftir ungviðinu kvað hann upp
úr um að nú væri nóg komið.
Allir voru tilbúnir að fara að
hans ráðum.
Móðir mín hafði oft á orði
hve góður drengur Sigtryggur
Sigurðsson væri. Undir það tek
ég.
Á unglingsárum veiktist Sig-
tryggur í nýrum og átti við vax-
andi heilsubrest að stríða eftir
því sem á ævina leið. Og nú er
hann allur. Ég veit hins vegar
að hann mun lifa í minningu
mikils fjölda fólks sem hann
kynntist í íþróttum, bridsspila-
mennsku og skák – en á öllum
þessum sviðum var hann af-
burðamaður. Síðan eru hinir
ekki færri sem minnast hans
eftir að leiðir hafa legið saman í
mannlífinu almennt. Það á við
um okkur Melhagakrakkana
sem nú söknum góðs vinar.
Ögmundur Jónasson.
Kveðja frá KR
Í 115 ára sögu KR hefur fé-
lagið eignast marga afreks-
menn. Sigtryggur Sigurðsson
glímukappi er einn þeirra. Í lok
7. og byrjun 8. áratugar síðustu
aldar var Sigtryggur sigursæl-
asti glímukappi landsins. Hann
vann Grettisbeltið, Íslandsglím-
una, eitt elsta og sögufrægasta
íþróttamót hér á landi, þrisvar,
1968, 1970 og 1971, og þar með
sæmdarheitið Glímukóngur Ís-
lands. Hann sigraði sjö sinnum
Skjaldarglímu Ármanns. Sig-
tryggur tók mikinn þátt í fé-
lagsstarfi og vann ötullega að
framgangi glímunnar hér á
landi. Hann var í stjórn glímu-
deildar KR um árabil og for-
maður deildarinnar á árunum
1967-1971. Hann sat í stjórn
Glímusambandsins í 20 ár og
var formaður þess í sex ár.
Hann var gerður að heiðurs-
félaga Glímusambands Íslands
árið 2005. Sigtryggur var há-
vaxinn og rammur að afli. Í
dagblaðinu Vísi mátti lesa eft-
irfarandi lýsingu þegar Sig-
tryggur varð Glímukóngur Ís-
lands árið 1970: „Sigtryggur
náði strax bragði á Sveini (Guð-
mundssyni) með góðum hæl-
krók – og eftir stutta viðureign,
sem stóð vart í meira en hálfa
mínútu, féll Sveinn.“ Sigtrygg-
ur keppti einnig í lyftingum fyr-
ir KR, bæði í ólympískum og
kraftlyftingum. Hann sigraði í
yfirþungavigt í ólympískum
lyftingum árin 1972 og 1973 og
kraftlyftingum í sama þyngd-
arflokki 1973 og 1975. Í Tím-
anum mátti lesa eftifarandi um-
fjöllum um Sigtrygg þegar
hann tók þátt í Meistaramóti
Reykjavíkur árið 1970: „Hann
tók 9 lyftur í keppninni og voru
þær allar löglegar. Slíkt er talið
vel gert hjá keppnisvönum
mönnum, en þetta var fyrsta
keppni Sigtryggs í lyftingum og
hann hefur aðeins mætt fjórum
sinnum á æfingar hjá hinni ný-
stofnuðu lyftingadeild KR.“
Sigtryggur var formaður lyft-
ingadeildar KR 1972-1973 og
átti hann sæti í fyrstu stjórn
Lyftingasambands Íslands sem
stofnað var í byrjun árs 1973.
Sigtryggur kom að stofnun
borðtennisdeildar KR árið 1969
og sat hann í fyrstu stjórn
borðtennisdeildarinnar. Sig-
tryggur var sæmdur gullmerki
KR með lárviðarsveig árið 1989.
Þegar ég var ungur og æfði
með KR heyrði maður oft talað
um Sigtrygg, við sáum honum
stundum bregða fyrir á KR-
svæðinu, stór og mikill að vöxt-
um. Fljótlega festist í sessi
orðatiltækið „Sigtryggur vann“
sem við strákarnir í KR þekkt-
um vel, í þeirri merkingu að
eitthvað væri sjálfgefið og sjálf-
sagt. Ellert B. Schram segir
svo frá í Íþróttabókinni, sögu
ÍSÍ í 100 ár: „KR-ingurinn Sig-
tryggur [] kom við sögu í gam-
anþáttum Ómars Ragnarsson-
ar, hljómaði það eitthvað á
þessa leið: Stigið, - stigið, - Sig-
tryggur vann. Upp frá þessu
gekk Sigtryggur undir nafninu
Sigtryggur vann.“
Að leiðarlokum þökkum við
KR-ingar Sigtryggi samfylgd-
ina og allt það sem hann gerði
fyrir gamla góða KR. KR-ingar
senda aðstandendum og vinum
Sigtryggs innilegar samúðar-
kveðjur.
Gylfi Dalmann Aðalsteins-
son, formaður KR.
Sigtryggur fékk ungur að ár-
um mikinn áhuga á íslenskri
glímu og gekk í Ungmenna-
félag Reykjavíkur, sem var þá
eitt áhrifaríkasta glímufélag
landsins og naut stjórnar Stef-
áns Runólfssonar, sem var mik-
ill félagsmálamaður og hafði
verið farsæll glímumaður. Und-
ir hans formennsku hófust
glímuæfingar UMFR. Glímu-
kennari félagsins var hinn
kunni glímukappi Lárus Saló-
monsson og naut Sigtryggur
kennslu hans og æfinga með
hinum ágætu glímumönnum fé-
lagsins.
Sigtryggur var um langt
tímabil sigursæll glímumaður.
Hann var hár vexti og var strax
á unga aldri þrekvaxinn og
rammur að afli. Sigtryggur
beitti meira hábrögðum sem
úrslitaglímubrögðum, svo sem
klofbragði, sniðglímu á lofti og
mjaðmarhnykk. Hann brá líka
fyrir sig lágbrögðum, hælkrók,
krækju og leggjarbragði, og þá
helst til undirbúnings fyrir há-
brögðin. Sigtryggur gerði sér
far um að skilgreina glímu-
brögðin og var laginn að not-
færa sér veilu og óvarfærni
andstæðingsins.
UMFR hættir starfsemi
sinni og Sigtryggur gengur í
KR 1. desember 1963 og keppti
ætíð síðan fyrir það félag. Í
Landsflokkaglímunni keppti
Sigtryggur í unglingaflokki ár-
in 1964 og 1965 og vann bæði
árin. Hann keppti í 1. þyngd-
arflokki árið 1968 og hlaut þar
sigur.
Í Skjaldarglímu Ármanns
sigraði Sigtryggur árið 1965 og
var þá aðeins 17 ára gamall.
Hann sigraði einnig í Skjald-
arglímu Ármanns 1966, 1967,
1969, 1970, 1971 og 1972.
Sigtryggur var glímukappi
Íslands árin 1968, 1970 og 1971.
Hann var valinn í glímusýning-
arflokk, sem sýndi íslenska
glímu á Heimssýningunni í
Montreal í Kanada 1967, þá um
tvítugt.
Sigtryggur starfaði mikið að
félagsmálum glímunnar. Hann
var kosinn í fyrstu stjórn
Glímusambandsins á stofnfundi
þess 11. apríl 1965. Hann var í
rúm 20 ár í stjórn Glímusam-
bands Íslands. Hann var í mörg
ár gjaldkeri sambandsins, síðar
varaformaður þess og kosinn
formaður Glímusambandsins
1979 og var formaður til ársins
1985. Af þessu má ráða að
áhrifa Sigtryggs hefur lengi
gætt í málefnum glímunnar.
Ágúst Kristjánsson var
fyrsti glímukennari minn og
síðan kom Sigtryggur sem var
glímukennari minn hjá Knatt-
spyrnufélagi Reykjavíkur og
starfaði mikið með mér að fé-
lagsmálum glímudeildar KR.
Ég minnist hans með miklum
hlýhug.
Helgi Bjarnason, varafor-
maður glímudeildar KR.
Kveðja frá Smámeist-
araklúbbnum
Sigtryggur Sigurðsson var
einn af stofnendum Smámeist-
araklúbbsins haustið 1963. Sig-
tryggur var fremstur meðal
jafningja og rúllaði okkur hin-
um upp enda geysilega sókn-
djarfur. Hann réðst á kónginn
af álíka hörku og Skagamenn á
markið í gamla daga nema hvað
Sigtryggur var auðvitað inn-
vígður KR-ingur! Æfingar fóru
oftast fram á Melhaga 9, æsku-
heimili Sigtryggs. Keppnis-
harka drengsins var með ólík-
indum og þegar móðir hans
kom með ljúffengt bakkelsi inn
í skáksalinn handa soltnum
smámeisturum varð hún að
vera snögg til þess að trufla
ekki einbeitingu sonarins!
Hann sagði líka frá ýmsum
viðureignum sínum á fjálglegan
hátt t.d. þegar hann „mátaði
Geirlaug í horninu!“ Ógleym-
anlegt er þegar Sigtryggur
vann æfingaskákmót í Tafl-
félaginu haustið 6́5 og lagði að
velli Sigga Jóns og sjálfan Inga
R! Þegar þeir renndu yfir
skákina og Sigtryggur gerði
sínar athugasemdir svaraði
Ingi R: „Varstu að tala við
mig!“
Síðar bættust fleiri í hópinn
og a.m.k. þrír smámeistarar
tefldu í Landsliðsflokki – Jón
G. Briem, Bragi Halldórsson og
Harvey Georgsson sem einnig
tefldi á Alþjóðlega Reykjavík-
urmótinu 1972 og náði þá jafn-
tefli við stórmeistarann Ray-
mond Keene. Jón Múli sagði í
hádegisfréttum daginn eftir:
„Jafntefli gerðu Englending-
arnir Harvey og Keene!“ Þá
tefldi Jóhannes Björn á Evr-
ópumóti unglinga 1969 í Hol-
landi og var jafnan nefndur
„Hollandsfarinn“ eftir það.
Sigtryggur sneri sér seinna
að brids og varð einn besti
bridsspilari landsins og marg-
faldur Íslandsmeistari. Þá varð
hann snemma ákaflega sigur-
sæll glímumaður. Sigtryggur
hlóð andstæðingum sínum jafn-
an á mettíma enda heyrðist um
árabil „Stígið – Sigtryggur
vann“ á öldum ljósvakans þeg-
ar glímumótum var lýst.
Ávallt þegar smámeistarar
fengu sér pylsu og kók í Haga-
vagninum og voru að ljúka við
eina með öllu var Sigtryggur
búinn að sporðrenna 3-4. 1966
héldu nokkrir smámeistarar í
Þórsmerkurferð um verslunar-
mannahelgi á Willis 5́3 – Ísr-
aelsjeppa. Í ferðinni vorum við
Sigtryggur, Steini Steingríms
og Snorri Þorvalds. Við lögðum
af stað árla morguns og ókum
Þrengslin austur vegna þess að
löggan beið á Kambabrún til að
góma ungmenni sem voru á leið
á útihátíð og gerði áfengi upp-
tækt. Komumst síðan klakk-
laust yfir Krossá inn í Langa-
dal og gæddum okkur á
skrínukosti mæðra vorra. Við
minni spámenn drukkum lím-
onaði með kæfubrauðinu en
glímukappinn renndi hangi-
ketsflatkökum niður með
óblönduðum sjeníver. Það þótti
okkur hraustlega gert. Engin
taflmennska var iðkuð á svæð-
inu nema ef vera skyldi að ein-
hverjir hróksleikir hafi verið
leiknir í kjarrinu.
Sigtryggur Sigurðsson var
stórbrotinn karakter, stundum
hrjúfur í viðmóti en drengur
góður og skarpgreindur. Sig-
tryggur var sjálfkjörinn for-
maður hátíðarnefndar á 50 ára
afmæli Smámeistaraklúbbsins
haustið 2013 þar sem blásið var
til hátíðarmóts. Sigtryggur var
skákstjóri þar sem hann var
búinn að leggja taflmennina á
hilluna. Af meðfæddum höfð-
ingsskap bauð hann til herlegr-
ar matarveislu að móti loknu. Í
veislunni rifjuðu menn upp
skemmtileg atvik yfir taflborð-
inu og hermdu sögur af kostu-
legum kynjakvistum meðal
skákmanna í gegnum tíðina.
Smámeistarar kveðja góðan
félaga og þakka Sigtryggi Sig-
urðssyni trausta vináttu.
Gunnar Finnsson.
Meira: mbl.is/minningar