Morgunblaðið - 16.12.2014, Síða 52
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. „Börnunum eðlilega brugðið“
2. Gekk berserksgang á sveitabæ
3. Dóttirin mætt upp á flugvöll
4. Fékk nýja mömmu og fjórar …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Færeyska tónlistarkonan Eivør
Pálsdóttir verður gestur Kórs Lang-
holtskirkju á tónleikunum Jóla-
söngvum sem haldnir verða kl. 23 á
föstudaginn, 19. desember, og 20. og
21. desember kl. 20 í Langholtskirkju.
Kór Langholtskirkju og Gradualekór
Langholtskirkju syngja á tónleik-
unum undir stjórn Jóns Stefánssonar
en auk Eivarar koma fram Ólöf Kol-
brún Harðardóttir, einsöngvari á
táknmáli, Kolbrún Völkudóttir og ein-
söngvarar úr báðum kórum. Jóla-
söngvarnir eru þeir 37. sem haldnir
eru í kirkjunni, sungnir við kertaljós
og boðið upp á jólasúkkulaði og pip-
arkökur í hléi.
Eivør Pálsdóttir
gestur á Jólasöngvum
Jóladjass verður leikinn í kvöld á
djasskvöldi Kex hostels sem hefst kl.
20.30. Sérstakur JólaKexKvartett
flytur jóladjassinn og skipa hann Sig-
urður Flosason á saxófón, Agnar Már
Magnússon á píanó, Leifur
Gunnarsson á kontra-
bassa og Einar Schev-
ing á trommur.
Fjölmörg elskuð og
dáð jólalög verða
sveiflunni að
bráð, eins og
segir í til-
kynningu og
er aðgangur
að tónleik-
unum ókeypis.
JólaKexKvartett
leikur jóladjass
Á miðvikudag Norðaustan 13-20 m/s á Vestfjörðum og snjókoma.
Mun hægari breytileg átt og víða él annars staðar, en hvöss suð-
vestanátt syðst á landinu. Frost 0 til 6 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa sunn-
an- og vestanlands, 15-23 m/s upp úr hádegi. Slydda eða rigning
og hlánar víða seinni partinn, en suðvestan 8-13 og él í kvöld.
VEÐUR
15. umferð Olís-deildar
karla í handknattleik lauk í
gærkvöldi. Var þar um að
ræða næstsíðustu umferð-
ina fyrir jólafrí og HM-hlé
sem gert verður á deildinni.
Afturelding sem lengi var á
toppnum í haust er nú í 3.
sæti eftir tap fyrir ÍR á
heimavelli í gærkvöldi. Valur
er á toppnum, tveimur stig-
um á undan ÍR og nú fjórum
á undan Mosfellingum. Val-
ur vann Hauka 33:26. »2-3
Afturelding í 3.
sæti deildarinnar
Stjarnan skildi sig frá þéttum pakka
liða um miðja Dominos-deild karla í
körfuknattleik með því að vinna tor-
sóttan sigur á Njarðvík í Garðabæ í
gærkvöld, 87:80, og kom sér í 4. sæti
deildarinnar. Stjörnumenn sýndu
mátt sinn á lokamínútum leiksins og
skoruðu 17 stig á
þremur og hálfri
mínútu. »2
Stjörnumenn komu
sér upp úr pakkanum
„Helsta ástæðan fyrir því að ég hef
skorað svo mikið upp á síðkastið er
sú breyting sem orðið hefur á leik
liðsins frá því að nýr þjálfari tók við í
haust. Hann leggur áherslu á hraðari
leik en áður,“ segir Bjarki Már Elísson
meðal annars í samtali við Morgun-
blaðið í dag. Bjarki hefur skorað
grimmt í síðustu leikjum Eisenach í
þýsku 2. deildinni í handbolta. »4
Þjálfaraskipti höfðu
góð áhrif á Bjarka Má
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Húsið var opið og hann birtist allt
í einu og vildi tala við mig. Síðan
hefur hann elt mig eins og hundur.
Ég flauta á hann og þá kemur
hann inn og gæðir sér á einhverju
gómsætu. Fyrst þegar hann kom
inn í eldhús var kerti á borðinu, ég
var logandi hrædd um að hann
myndi fara sér að voða. Hann
horfði bara á ljósið og lét fara vel
um sig. Þetta er hálfgerður jóla-
fugl,“ segir María Erla Geirsdóttir
og hlær. Hún hefur tekið ástfóstri
við skógarþröst sem kíkir reglulega
í kaffi til hennar á heimili hennar í
Borgarnesi.
Þrösturinn flýgur um í eldhús-
inu, gæðir sér á eplum og rúsínum
á milli þess sem hann tyllir sér á
gardínustöng eða á brún blóma-
pottanna og fylgist með.
Fyrst hélt María Erla að mögu-
lega væri eitthvað að fuglinum því
hann var svo gæfur miðað við aðra
fastagesti sem koma fljúgandi í
garðinn til að næla sér í æti en svo
reynist ekki vera. „Hann er sprell-
fjörugur og eldklár,“ segir María
Erla. Skógarþrösturinn kom fyrst í
garðinn fyrir sjö dögum og gerði
sér strax dælt við húsfreyjuna.
Hann var einsamall og eini skógar-
þrösturinn í fuglahópnum.
Bjöllur á háls kattanna
Hún fylgist þó vel með þrestin-
um góða þegar hann flögrar um
garðinn, og vill minna kattaeigend-
ur í hverfinu á að setja bjöllur á
háls katta sinna.
Kettirnir í hverfinu mega þó
vara sig ef þeir ná að hremma smá-
fugl og María Erla verður vör við
það. „Þá hleyp ég út alveg brjáluð
og reyni að bjarga þeim, þó að ég
sé berfætt,“ segir hún og brosir að
eigin innræti og eðli kattarins.
María Erla ber nafn með rentu
því hún hefur alltaf haft mikinn
áhuga á fuglum. Hún segir hlæj-
andi að hún hafi oft velt því fyrir
sér hvers vegna hún heiti ekki
hreinlega Maríuerla. „Ég ólst upp
fyrir norðan hjá afa og ömmu. Þar
var mikið fuglalíf, bæði sjó- og mó-
fugl.“ Hún hefur gaman af því að
dást að fuglunum og fóðrar þá
stóra sem smáa í garðinum á bók-
staflega öllu sem til fellur á heim-
ilinu, t.d. afgöngum af rjómasósu.
Hún er mikill dýravinur og skipt-
ir ekki sköpum hvaða dýr er um að
ræða. Fjölskyldumeðlimir vilja
meina að hún hafi einstakt lag á
öllum dýrum. Spurð hvort hún hafi
sérstakar gáfur á þessu sviði segist
María Erla ekki gera mikið úr því.
„En ég náði einu sinni að klappa
kampsel sem var í fjörunni. Seinna
var mér sagt að þetta hefði getað
farið illa því þeir geta bitið. Maður
hugsar ekki alltaf,“ segir hún kím-
in.
Teistan tignarleg
Uppáhaldsfuglinn hennar fyrir
utan þröstinn er sjófuglinn teista,
því hann er svo einstaklega fal-
legur. Hún hefur einnig gaman af
auðnutittlingnum því hann er gæf-
ur og mjög félagslyndur fugl sem
hún nær oft að strjúka léttilega.
Þá hefur hún alveg einstaklega
gaman af starranum því hann er
mjög fljótur að læra og hermir eft-
ir alls konar hljóðum, t.d. lóukvaki
og símhringingum.
„Ef ég set brauðsneið með
smjöri og sný henni öfugt þá er
starrinn ekki lengi að snúa henni
við og gæða sér fyrst á smjörinu.“
Kært með Maríu Erlu og þresti
Flautar á skóg-
arþröst sem kíkir
inn í kaffi
Ljósmynd/Theódór Kr. Þórðarson
Þröstur minn góði María Erla Geirsdóttir spjallar við skógarþröstinn.
„Í eitt skipti átti ég dýrindis
rjómatertu sem var aðeins farið
að slá í. Ég skellti henni út á
blett og stuttu seinna kom
bróðir minn í heimsókn. Hann
hélt að ég væri gjörsamlega bú-
in að missa vitið,“ segir María
Erla Geirsdóttir. Hún segist þó
ekki gefa fuglunum rjóma á
hverjum degi.
Hún minnir fólk á að mikil-
vægt sé að gefa fuglunum, sér-
staklega núna þar sem árferðið
er erfitt. Fuglarnir eru sólgnir í
epli og rúsínur. Í sláturgerðinni
hefur hún gefið þeim fitu sem
þeir éta með bestu lyst. Hún
bendir fólki á að kaupa stóra
sekki af fuglafóðri. Auðnutitt-
lingarnir eru mjög sólgnir í salt-
hnetur sem hún gefur þeim í
sérútbúnum staukum. „Starr-
inn er ansi gráðugur, við þurft-
um að losa einn um daginn sem
hafði troðið sér ofan í stauk-
inn.“
Rjómaterta
og sósa
FÓÐRIÐ SMÁFUGLANA
Flottur Þrösturinn kann að láta
fara vel um sig á heimilinu.