Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR
ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - immtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Allur gangur er á því hvort sveitar-
félög hafa sett sér eigin reglur um
kirkjuheimsóknir á skólatíma og
samkvæmt upplýsingum frá nokkr-
um sveitarfélögum er lítið um að for-
eldrar geri athugasemdir við þær.
Heimili og skóla, sem eru lands-
samtök foreldra, berast fá erindi sem
þetta varða.
Kirkjuferðir á skólatíma hafa verið
talsvert í umræðunni að undanförnu
eftir að Líf Magneudóttir, formaður
mannréttindaráðs Reykjavíkur-
borgar, gagnrýndi slíkar heimsóknir
og sagði „algerlega ólíðandi“ að skól-
ar hefðu milligöngu um trúarinnræt-
ingu barna. Þessu er Halldór Hall-
dórsson, oddviti borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins, ósammála og
hyggst taka málið upp á borgar-
stjórnarfundi í dag. „Við teljum ekki
að heimsóknir sem þessar stangist á
við reglur Mannréttindaráðs um
samskipti skóla og trúfélaga. Ég veit
ekki betur en að það sé ákvæði í
reglum Mannréttindaráðs um að
fornar hefðir beri að virða. Sam-
kvæmt því hljóta jólahefðir í skólum
að vera leyfilegar,“ segir Halldór.
Kærkomin kirkjuferð
Að mati Halldórs er full þörf á að
ræða þessi mál. „Það á ekki að tak-
marka frelsi allra barna þótt for-
eldrar sumra barna ákveði að þau eigi
ekki að fara í kirkju.“ Er ekki hægt
að virða þetta frelsi barnanna á ann-
an hátt en að þau fari í kirkju á skóla-
tíma? „Það er mikilvægt að foreldr-
arnir og börnin sjálf hafi eitthvað um
þetta að segja. Þetta er val og for-
eldrar geta látið vita ef þeir vilja
þetta ekki.“
Halldór segist hafa rætt við fjölda
foreldra grunnskólabarna í Reykja-
vík og flestir séu á því að kirkjuferð
sé kærkomin í jólaundirbúningnum.
Spurður um hvort hann hyggist
leggja fram þá tillögu í umræðunum í
dag að skólabörn sæki önnur trúfélög
heim og kynnist þeim segist Halldór
munu gera það. „Já, mér finnst það
sjálfsagt, við búum við trúfrelsi.“
Til að gæta þess að halda reglur
um samskipti skóla og trúfélaga
leggja sumir skólar kapp á að kirkju-
heimsóknin sé eins laus við trúarboð-
skap og mögulegt er. T.d. sendi skóli í
Reykjavík nýverið tölvupóst til for-
eldra þar sem áréttað var að prest-
urinn sem tæki á móti börnum í við-
komandi skóla hefði verið beðinn um
að tala ekki um trú. Haft var sam-
band við nokkur af stærstu sveitar-
félögunum á landinu og í ljós kom að
afar mismunandi er hvernig staðið er
að heimsóknum sem þessum. „Þetta
er hugsað sem sögustund,“ segir Sig-
urlás Þorleifsson, skólastjóri Grunn-
skólans í Vestmannaeyjum, um
kirkjuheimsóknir nemenda skólans
og segir engar athugasemdir hafi
borist frá foreldrum. Tveir af fimm
grunnskólum í Garðabæ fara í kirkju-
ferð á aðventunni. Í öðrum þessara
skóla er farið í kirkju þar sem æsku-
lýðsfulltrúi tekur á móti börnunum
og boðið er upp á bókasafnsheimsókn
í sömu ferð fyrir börnin sem fara ekki
í kirkjuna. „Við leggjum áherslu á að
þetta séu tveir jafngildir valkostir,“
segir Katrín Friðriksdóttir, deild-
arstjóri skóladeildar Garðabæjar,
sem segir að nú sé rætt um að bærinn
setji sér eigin reglur um slíkar heim-
sóknir.
Hjá skóladeild Akureyrar fengust
þær upplýsingar að kirkjuheimsóknir
á aðventu væru ákvörðun hvers og
eins skóla. Jón Baldvin Hannesson,
skólastjóri Giljaskóla á Akureyri,
segir að þar fari einstaka bekkir í
slíkar heimsóknir. Hann segir engar
umkvartanir hafa borist frá for-
eldrum vegna kirkjuferðanna.
Í Hafnarfirði er stuðst við viðmið-
unarreglur bæjarins um samskipti
leik- og grunnskóla við trúar- og lífs-
skoðunarfélög. Kirkjuheimsóknir á
skólatíma eru tilkynntar foreldrum
með góðum fyrirvara, rétt eins og all-
ar aðrar vettvangsferðir. Engar
formlegar kvartanir eða athugasemd-
ir hafa borist vegna slíkra heimsókna
í ár, að sögn Steinunnar Þorsteins-
dóttur, upplýsingafulltrúa bæjarins.
Í Seltjarnarnesbæ fara börn í leik-
og grunnskólum í kirkju á aðvent-
unni, segir Baldur Pálsson, fræðslu-
stjóri bæjarins, sem segir langa hefð
vera fyrir slíkum heimsóknum og að
þær séu skipulagðar í samræmi við
viðmið mennta- og menningar-
málaráðuneytisins. Börnum sem ekki
fara í kirkjuferðina er boðið upp á
dagskrá. „Það hefur verið sátt um
þetta fyrirkomulag,“ segir Baldur.
Ekki eitt af stóru málunum
Frá Kópavogsbæ fengust þær upp-
lýsingar að nemendur í átta af 19 leik-
skólum og 5 af 9 grunnskólum þar í
bæ sæki kirkjur heim á aðventu.
Þeim börnum sem ekki fari í kirkjuna
sé boðinn annar valkostur. Mennta-
sviði bæjarins hafa ekki borist um-
kvartanir vegna þessa í ár.
Hrefna Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heimilis og skóla,
landssamtaka foreldra, segir samtök-
unum ekki hafa borist nein erindi
varðandi kirkjuheimsóknir skóla-
barna. „Þetta virðist ekki brenna
mikið á foreldrum,“ segir Hrefna.
Hún sagðist telja að ef svo væri hefðu
samtökin fengið fleiri erindi þessa
efnis. „Þetta virðist ekki vera eitt af
þessum stóru málum,“ segir hún.
Fáar kvartanir vegna kirkjuferða
Fyrirkomulag kirkjuferða skólabarna á aðventu er mismunandi eftir sveitarfélögum Lítið er
um athugasemdir foreldra Málið verður tekið upp á borgarstjórnarfundi í Reykjavík í dag
Morgunblaðið/Ernir
Helgileikur í kirkju Skiptar skoðanir eru um hvort börn eigi að fara í kirkju
á starfstíma skóla. Mismunandi er hvernig staðið er að slíkum heimsóknum.
Framför, krabbameinsfélag karla,
hefur lagt 1,5 milljónir króna í
kaupin á línuhraðlinum á Landspít-
ala. Þeir Guðmundur Örn Jóhanns-
son formaður, Hinrik Greipsson
gjaldkeri og Einar Benediktsson
stjórnarmaður afhentu styrkinn
formlega 12. desember síðastliðinn.
„Margir hafa lagt sitt af mörkum
til þess að tryggja að Landspítali
réði yfir slíkum tækjabúnaði, af nýj-
ustu tegund, til geislameðferðar krabbameinssjúkra og bættist Framför nú
í þann hóp. Línuhraðallinn hefur reynst mjög vel síðan þetta nýja tæki var
tekið í notkun,“ segir í tilkynningu frá spítalanum. Gjöfin var afhent í
minningu Odds heitins Benediktssonar prófessors, stofnanda Framfarar,
krabbameinsfélags karla. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók við
peningagjöfinni.
Framför gefur fjárhæð til línuhraðals
Málþing verður haldið í Þjóðmenningarhús-
inu við Hverfisgötu í dag, 16. desember, kl.
14:30-16:30 undir yfirskriftinni „Lýðheilsa –
Heilsa í allar stefnur. Hvar standa Íslendingar
í samanburði þjóða?“
Að málþinginu standa forsætisráðuneytið,
embætti landlæknis og velferðarráðuneytið.
Tveir erlendir gestafyrirlesarar flytja
erindi á málþinginu, þau Timo Ståhl, sviðs-
stjóri Lýðheilsustofnunar Finnlands, og Tone
Poulsen Torgersen, sérfræðingur hjá Heil-
brigðismálastofnun Noregs. Þriðja erindið á
málþinginu flytur Dóra Guðrún Guðmunds-
dóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis.
Að erindunum loknum verða pallborðsumræður. Inga Dóra Sigfúsdóttir,
prófessor og formaður lýðheilusnefndar, stýrir umræðunum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur ávarp í upphafi
málþingsins, en málþingsstjóri er Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneyt-
isstjóri í velferðarráðuneytinu.
Málþing um stöðu lýðheilsu á Íslandi
STUTT
Hvort og hvernig gera eigi jóla-
hefðum skil í grunnskólum sem
reknir eru af opinberum aðilum
hefur verið talsvert til umræðu í
nágrannalöndum okkar undan-
farin ár. Á vefsíðu danska
menntamálaráðuneytisins segir
að það sé í fullu samræmi við
dönsk grunnskólalög að jólahefðir
séu hluti af skólastarfi. Það sé
m.a. vegna ákvæðis í þarlendum
grunnskólalögum um að nem-
endur skuli öðlast þekkingu á
danskri menningu og sögu.
Á vefsíðu norska mennta-
málaráðuneytisins segir að hafi
skólar hug á að fara með nem-
endur sína í kirkju á skólatíma
skuli það gert í samráði við for-
eldra. Lögð er áhersla á að sá val-
möguleiki, sem stendur þeim til
boða sem ekki fari í kirkjuna, sé
svipaður að gæðum og þá er
áréttað að börnin skrái sig sér-
staklega í kirkjuferðina. Ekki eigi
að líta á það sem sjálfsagðan hlut
að þau fari í kirkjuferðir á skóla-
tíma.
Gert í samráði við foreldra
EKKI BARA Í UMRÆÐUNNI Á ÍSLANDI