Morgunblaðið - 16.12.2014, Qupperneq 16
Benedikta Br. Alexandersdóttir
benedikta@mbl.is
Samkvæmt mannfjöldaspá sem
Hagstofa Íslands birti í gær gætu
íbúar Íslands verið orðnir 446 þús-
und árið 2065.
Mannfjöldaspáin sýnir áætlaðan
fjölda og samsetningu landsmanna
á næstu 50 árum og byggist á end-
urnýjuðum tölfræðilíkönum fyrir
búferlaflutninga, frjósemi og dán-
artíðni.
Samkvæmt spánni er gert ráð
fyrir að íbúar verði 446 þúsund ár-
ið 2065 vegna fólksflutninga og
náttúrulegrar fjölgunar. Hafi Ís-
lendingum því fjölgað um 120 þús-
und miðað við núverandi fjölda en
þeir voru 325.671 um síðustu ára-
mót.
Samkvæmt spánni verður fjöldi
aðfluttra meiri en fjöldi brott-
fluttra á hverju ári spátímabilsins,
fyrst og fremst vegna erlendra
innflytjenda. Þá verða Íslendingar
sem flytja frá landinu áfram fleiri
en þeir sem flytja til landsins.
Meðalævi lengist
Spár Hagstofunnar gera ráð fyr-
ir að fleiri fæðist en deyi á hverju
ári. Meðalævi karla og kvenna við
fæðingu muni halda áfram að
lengjast. Stúlkur, sem fæddust á
þessu ári, geta vænst þess að verða
83,4 ára gamlar að jafnaði og ný-
fæddir drengir 79,5 ára. Hagstofan
gerir hins vegar ráð fyrir því að
stúlkur, sem fæðast árið 2065, geti
vænst þess að verða 88,6 ára og
nýfæddir drengir 84,5 ára.
Mislöng meðalævi karla og
kvenna gerir það að verkum að
reikna má með að karlar verði
færri en konur frá árinu 2030.
Verði hlutfall 65 ára og eldri þá yf-
ir 20% af heildarmannfjölda 2037
og 25% árið 2062. Hlutfall karla
mun þó hækka aftur um árið 2050
vegna lengri meðalævi þeirra.
Mannfjöldinn 1960-2065
Lágspá Miðspá Háspá
1960 1980 2000 2020 2040 2060
Fj
öl
di
600.000
500.000
400.00
300.00
200.000
100.000
0
Heimild: Hagstofa Íslands
Íslendingum fjölgar
hratt samkvæmt spá
Íbúum Íslands fjölgar um 120 þúsund fyrir árið 2065
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
HJÁ OKKUR ER OPIÐ Í HÁDEGINU OG LANGT FRAM Á KVÖLD
TAPASHOUSE - ÆGISGARÐUR 2 - SÓLFELLSHÚSIÐ - 101 REYKJAVÍK
+354 512 81 81 - INFO@TAPASHOUSE.IS - WWW.TAPASHOUSE.IS
JÓLATAPAS GRÝLU
ALLAN DESEMBER Á TAPASHÚSINU
3. RÉTTA
FORRÉTTIR GLUGGAGÆGIS
Kryddjurtagrafinn Lax...rúgbrauð, rauðrófa, valhnetur
Spænsk Serranóskinka...tómatur, ólífur, grand mariner
AÐALRÉTTUR KJÖTKRÓKS
Reykt Andabringa & sinnepsgljáður
Hamborgarahryggur Trufflusveppasósa,
eplapestó, graskersmauk
EFTIRRÉTTUR SNÆFINNS
Tobleronesúkkulaðimús...
appelsína, kanill, karmellusósa
Kr. 7.400
„Það er alveg ljóst að ef til þess kem-
ur að þær verkfallsaðgerðir sem boð-
aðar eru í upphafi næsta árs ganga
eftir þá eru Íslendingar að horfa
framan í allt aðra og mun alvarlegri
stöðu í heilbrigðisþjónustunni heldur
en verið hefur núna undanfarnar vik-
ur allmargar og of margar.“
Þetta sagði Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær í
svari við fyrirspurn frá Katrínu Jak-
obsdóttur, formanni Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs.
Katrín ítrekaði áhyggjur sínar af
stöðunni í kjaradeilu lækna og
spurði ráðherrann hvort hann teldi
það vænlegan möguleika í stöðunni
að skipuð yrði sérstök sáttanefnd í
deilunni áður en til boðaðra verk-
fallsaðgerða lækna kæmi með alvar-
legum afleiðingum fyrir heilbrigðis-
kerfið og almenning í landinu.
Kristján sagðist deila áhyggjum af
boðuðum verkfallsaðgerðum lækna
og hversu viðræðum hefði miðað
hægt. Sagðist hann ekki telja málið í
hnút.
„Ég er ekki þeirrar skoðunar eftir
samtöl við aðila beggja vegna borðs-
ins að deilan sé í hnút beinlínis. Það
miðar lítt í átt til lausnar, vissulega
er það rétt, en það hefur verið boð-
aður fundur samingsaðila á morgun
(í dag).“
Ráðherrann sagði að hugmyndin
um sáttanefnd hefði verið rædd. Rík-
isstjórnin hefði rætt málið við ríkis-
sáttasemjara og hann hefði sjálfur
rætt um það við deiluaðila. „Það er
mat þeirra sem ég hef heyrt í að það
sé ekki tímabært að ganga til þessa
verks. En engu að síður vil ég ekki
útiloka þennan möguleika.“
Töluvert inngrip
Hafa yrði þó í huga að ef sú leið
yrði farin væri ríkið í raun að taka yf-
ir verkefni ríkissáttasemjara og
verkefni samninganefnda deiluaðila.
Um töluvert inngrip yrði þannig að
ræða.
Katrín minnti á að á undanförnum
mánuðum hefðu verið sett lög á
kjaradeilur hér á landi.
„Ég hef verið andsnúin slíkri laga-
setningu því ég hef talið hana of
gróft inngrip í kjaradeilur. Ég tel að
sáttanefnd sé mun vægara inngrip
en til að mynda slík lagasetning og
eðlilegra að nýta sér slík úrræði ef
svo fer fram sem horfir,“ sagði hún.
hjorturjg@mbl.is
Sáttanefnd
ekki tímabær
Ráðherra segist ekki telja læknadeil-
una í hnút þótt hægt miði til lausnar
Mannanafnanefnd samþykkti sjö
ný nöfn í nýjasta úrskurði nefnd-
arinnar í desember. Voru nöfnin
Lýra, Heida, Míla, Bláklukka, Súla-
mít og Viglín samþykkt sem eig-
innöfn en Hrafnfjörð sem milli-
nafn. Öll nöfnin hafa verið færð í
mannanafnaskrá en þess má geta
að eiginnöfnin eru öll kvenkyns.
Þrátt fyrir að manna-
nafnanefnd samþykki ný nöfn í
hverjum mánuði eru mörg rót-
grónustu nafnanna enn vinsæl. Í
byrjun árs 2014 var algengasta
eiginnafn íslenskra karlmanna
Jón en 5.306 báru nafnið. Hefur
nafnið Jón verið algengt á Íslandi
um ár og aldir en fjórði hver
maður bar nafnið í fyrsta mann-
talinu á Íslandi 1703. Þá var nafn-
ið einnig í fjórða sæti yfir nöfn,
sem drengjum voru gefin á síð-
asta ári.
Algengasta nafn íslenskra
kvenna er Guðrún en 4.893 konur
báru nafnið í byrjun árs. Árið
1703 hét fimmta hver kona því
nafni. Nafnið var hins vegar í 13.-
14. sæti yfir nöfn sem stúlkum
voru gefin á síðasta ári.
Í fyrsta manntalinu 1703 voru
karlmannsnöfn 387 og kven-
mannsnöfn 338 talsins. Hefur
nöfnum sem Íslendingar bera
fjölgað jafnt og þétt þó ekki séu
öll í notkun. Nöfn á manna-
nafnaskrá eru nú 3.990 talsins
með millinöfnum sem eru 140.
Þar af eru karlmannsnöfn 1.840
og kvenmannsnöfn 2.010.
Ef spá Hagstofu Íslands um
fjölgun íbúa á Íslandi gengur eftir
mun nýjum nöfnum væntanlega
einnig fjölga töluvert. Framtíðin
verður svo að leiða í ljós hvort
Súlamít eða Bláklukka verða orð-
in algeng nöfn á nýfæddum
stúlkubörnum árið 2065.
Algengustu nöfnin gömul
MANNANÖFNUM FJÖLGAR
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Heiða Kristín Helgadóttir tilkynnti í
gær að hún hygðist stíga til hliðar
sem annar af formönnum Bjartrar
framtíðar um næstu áramót og
hætta afskiptum af stjórnmálum.
Hún mun þó áfram sitja sem vara-
þingmaður. Að sögn hennar hefur
starf í stjórnmálum tekið sinn toll
og segist hún ekki búin að ákveða
hvað hún muni taka sér fyrir hend-
ur.
„Ástæðurnar eru margþættar.
Þetta hefur verið erilsamur tími og
ég hef sinnt þessu undanfarin fimm
ár. Það var komið að þeim tíma þar
sem maður þurfti að svara því hvort
maður vildi sökkva sér lengra inn í
stjórnmálin, með öllum þeim kost-
um og göllum
sem því fylgja,
eða að stimpla sig
út núna til að
reyna eitthvað
annað. Sú varð
niðurstaðan og ég
er sátt við það
sem ég hef komið
á framfæri hing-
að til,“ segir
Heiða. Hún segir
að andrúmsloft í stjórnmálum sé
ekki nægilega gott. „Þetta er ekkert
sérstaklega nærandi fyrir sálina og
einhvern tímann sagði ég við sjálfa
mig að ef þetta yrði leiðinlegt þá
myndi ég hætta,“ segir Heiða.
Hún segist skilja í góðu við sína
samstarfsmenn í flokknum en Heiða
kom að stofnun hans sem og stofnun
Besta flokksins í Reykjavík. „Auð-
vitað er þetta erfið ákvörðun í ljósi
þess að ég er ein af þeim sem komu
að hugmyndafræðinni sem liggur að
baki. En svo er líka mikilvægt að
halda ekki að maður sé ómissandi.
Maður þarf að geta sleppt tökunum
og sjá hvernig þessu reiðir af. Ef
það tekst ekki þá er þetta ekkert
sérstaklega burðugt,“ segir Heiða
og hlær við.
Eitt af meginþemum Besta
flokksins og Bjartrar framtíðar hef-
ur snúið að bættu samskiptamynstri
í stjórnmálum og telur hún að það
hafi tekist að mörgu leyti. „En slík
sjónarmið þurfa að vera borin á torg
af fleirum en einhverjum örfáum og
þess vegna þykir mér mikilvægt að
stíga til hliðar til að fá fleiri til að
taka ábyrgð,“ segir Heiða.
Ekki nærandi fyrir sálina
Heiða Kristín hyggst hætta afskiptum af stjórnmálum
Heiða Kristín
Helgadóttir