Morgunblaðið - 16.12.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
hemlun, minnka slit á dekkjum og
draga úr eldsneytiseiðslu þarf
fjöðrunarbúnaður að vera rétt hjólastilltur
Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna
þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða.
564 5520
bilajoa.is
Þarf ekki að hjólastilla
bílinn þinn
Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15
með allt fyrir bílinn
Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is
Til að hámarka jafnvægi bílsins við
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Um 20% íbúa höfuðborgarsvæðisins
hafa gott aðgengi að almennings-
samgöngum miðað við strætis-
vagnakerfið í dag. Væri komið á fót
léttlestarkerfi að gefnum ákveðnum
forsendum myndi það hlutfall
hækka upp í 34% og væri hrað-
vagnakerfi til staðar myndi hlutfallið
hækka upp í 42%. Þetta kemur fram
í greinargerð verkfræðistofunnar
Mannvits, sem fylgir tillögu að
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð-
isins, sem auglýst hefur verið.
32-48 milljarða hágæðakerfi
Mannvit fjallaði m.a. um næstu
skref í þróun samgöngukerfa og há-
gæðakerfis almenningssamgangna
(Borgarlínu), sem stefnt er að til
ársins 2040. Í svæðisskipulaginu er
út frá því gengið að íbúum á höfuð-
borgarsvæðinu muni fjölga um 75
þúsund á næstu 25 árum.
Tekið er fram að um frummat sé
að ræða en í skýrslu Mannvits segir
að í mati á samgöngusviðsmyndum
fyrir höfuðborgarsvæðið 2040 var
gerð gróf áætlun, byggð á erlendum
reynslutölum, um stofnkostnað fyrir
annars vegar hraðvagnakerfi og
hins vegar léttlest.
,,Á þessu stigi eru þessar reynslu-
tölur notaðar hér til að gefa hug-
mynd um hve umfangsmikið há-
gæðakerfi er hægt að byggja fyrir á
bilinu 32-48 milljarða kr., hversu
marga íbúa slíkt kerfi gæti þjónust-
að og hvaða þýðingu það gæti haft
fyrir uppbyggingu á svæðinu. Þessi
kostnaðarmörk voru valin með hlið-
sjón af áætluðum stofnkostnaði
Sundabrautar, stærstu samgöngu-
framkvæmdar sem stefnt er að á
höfuðborgarsvæðinu (uppreiknaður
kostnaður á verðlagi 2013),“ segir
þar.
Fjallað er m.a. um möguleika og
kosti hraðvagna- og léttlestarkerfa.
,,Hraðvagnakerfi býður upp á mögu-
leika á lengra kerfi en léttlestarkerfi
þar sem uppbygging þess er umtals-
vert ódýrari,“ segir í greinargerð-
inni. Settar eru fram hugmyndir um
mögulegan kostnað miðað við gefnar
forsendur um hvaða umfang kerfis
hægt er að fá fyrir tiltekna upphæð.
Dæmi eru sýnd um hraðvagna-
kerfi m.v. fjölda kílómetra fyrir
ákveðinn stofnkostnað, þar sem gert
er ráð fyrir að 17 km langt kerfi
myndi kosta 32 milljarða og gæti sá
áfangi verið frá Hafnarfirði upp í
Grafarvog. Þá væri t.d. hægt að reka
fjórar mismunandi hraðvagnalínur á
höfuðborgarsvæðinu.
Léttlestir eru dýrari
,,Léttlestarkerfi eru dýrari kerfi
en hraðvagnakerfi og munar mestu
um kostnað við teina og rafmagns-
lagnir og leiðslur, sem ekki fylgja
hraðvagnakerfi. Þrátt fyrir það eru
léttlestarkerfi oft valin fram yfir
hraðvagnakerfi og helgast það að
mestu leyti af því að ímynd léttlesta
er almennt talin sterkari og því að
vagnar á teinum virðast laða fleira
fólk að sér heldur en vagnar á
gúmmíhjólum,“ segir í skýrslunni.
Dæmi um stofnkostnað slíks kerf-
is sem næði 35 km gæti numið 140
milljörðum kr.
Í umfjöllun um aðgengi almenn-
ings að almenningssamgöngum mið-
að við núverandi íbúafjölda og þjón-
ustu strætisvagna er sett upp dæmi
um 12 km léttlestarkerfi með hátt
þjónustustig (fjölda stoppistöðva) á
öllu höfuðborgarsvæðinu, sem leysi
ákveðinn hluta strætisvagnakerf-
isins af hólmi. Þá myndu tæplega 30
þúsund manns búa innan göngufær-
is frá léttlestarstöðvum.
,,Ef léttlestarkerfi auk strætis-
vagnakerfis væri til staðar væri
þjónustustig almenningssamgangna
mun betra en í dag, um 34% íbúa
væru með gott aðgengi miðað við
20% áður,“ segir í skýrslunni. Jafn-
framt kemur þar fram að ef léttlest-
arkerfi eins og í þessu dæmi væri til
staðar auk strætisvagnakerfis væri
um 71% alls verslunar- og skrif-
stofuhúsnæðis með gott eða miðl-
ungs aðgengi að almennings-
samgöngum.
50 þúsund innan göngufæris
Hraðvagnakerfi kemur hins vegar
enn betur út en léttvagnarnir í þeim
dæmum sem sett eru upp í skýrslu
Mannvits. Ef það yrði byggt upp
myndu rúmlega 50 þús. manns búa
innan göngufæris frá hraðvagna-
stöðvum.
,,Ef hraðvagnakerfi auk strætis-
vagnakerfis væri til staðar væri
þjónustustig almenningssamganga
mun betra en í dag, um 42% íbúa
væru með gott aðgengi miðað við
20% áður,“ segir þar.
Alls væru 72% verslunar- og skrif-
stofuhúsnæðis með gott eða miðl-
ungs aðgengi.
Samandregið segir að aukningin í
aðgengi íbúa að léttlestar- og hrað-
vagnastöðvum yrði veruleg eins og
íbúadreifingin er í dag og ef reiknað
er síðan með heildarfjölgun íbúa um
75 þúsund til ársins 2040 þá eykst
fjöldi íbúa með beint aðgengi að
léttlestarstöðvum úr 29.700 íbúum
upp í 42.600 íbúa á meðan fjöldi íbúa
með aðgengi beint að hraðvagna-
stöðvum myndi aukast úr 50.700
íbúum í 74.200 íbúa, að því er fram
kemur í greinargerðinni.
,,Þrátt fyrir að nokkrum einföld-
unum hafi verið beitt í þessu verk-
efni er engu að síður ljóst að upp-
bygging hágæðakerfis myndi hafa
veruleg áhrif á þjónustustig og að-
gengi að góðum almennings-
samgöngum á höfuðborgarsvæðinu
í dag,“ segir m.a. í samantekt verk-
fræðistofunnar, sem er hluti af for-
sendum svæðisskipulagstillög-
unnar.
Hraðvagnakerfi virðist henta best
Uppbygging léttlestar- eða hraðvagnakerfis á höfuðborgarsvæðinu á næstu 25 árum myndi hafa
mikil áhrif á aðgengi að góðum almenningssamgöngum, skv. tillögu um svæðisskipulag til 2040
„Í stefnu Höfuðborgarsvæðisins
2040 er lögð sérstök áhersla á tutt-
ugu mínútna hverfi,“ segir í nýju
tillögunni að svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins til 2040, sem
auglýst hefur verið til kynningar.
Þar er það markmið sett að íbú-
ar eigi ekki lengra að sækja í
kjarna en sem nemur tuttugu mín-
útna göngu frá heimili og að svo-
nefnd nærþjónusta dreifist víðar
svo íbúar eigi kost á nauðsynleg-
ustu þjónustu eins og leikskóla,
grunnskóla, íþrótta- og tómstunda-
starfsemi og matvöruverslun innan
5-10 mínútna göngufjarlægðar.
Innan 20 mínútna hverfisins á að
verða gott framboð af fjölbreyttum
húsakosti og öll helsta þjónusta.
Í tillögunni segir að þéttbýlið á
höfuðborgarsvæðinu sé nú orðið
nær samfellt frá Hafnarfirði í suðri
til Mosfellsbæjar í norðri og spáð
er yfir 70 þúsund íbúa fjölgun til
2040.
Tekið er fram að svæðisskipulag
sé rétthærra en aðalskipulagsáætl-
anir og skulu sveitarfélög höfuð-
borgarsvæðisins hafa innleitt
stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040
í aðalskipulagsáætlanir innan 18
mánaða frá samþykki þess.
Morgunblaðið/Kristinn
Áætlanir Innan 20 mínútna hverfisins á að vera gott framboð af fjöl-
breyttum húsakosti og öll helsta þjónusta skv. tillögunni að svæðisskipulagi.
„20 mínútna hverfi“
Markmið um nærþjónustu til 25 ára
Stefnt er að því að öll uppbygg-
ing og þróun þéttbýlis á höfuð-
borgarsvæðinu verði til ársins
2040 almennt komið fyrir innan
núverandi þéttbýlis eða í þéttu
og samfelldu framhaldi af
byggð sem fyrir er, eftir því sem
staðhættir leyfa. Meginþunga
vaxtar verður beint á miðkjarna
og önnur „samgöngumiðuð“
þróunarsvæði og á hlutfall
íbúðabyggðar á þeim svæðum
að vaxa úr 30% í 66% á næstu
25 árum. Þetta kemur fram í til-
lögunni að svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins.
Svæðisskipulagið er skipu-
lagsáætlun 7 sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. Frestur til
að gera athugasemdir við tillög-
una rennur út 2. febrúar.
Vexti beint
að miðkjarna
SVÆÐISSKIPULAGHraðvagnakerfi
Heimild: Greinargerð Verkfræðistofunnar Mannvit Næstu skref í samgönguverkefnum
Fylgirit tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
~35 KM möguleg borgarlína f. ~60 milljarða
~17 KM kerfi fyrir ~30 milljarða
~22 KM kerfi fyrir ~40 milljarða
~25 KM kerfi fyrir ~50 milljarða
Dæmi um umfang hraðvagnakerfis m.v. ákveðinn stofnkostnað á
frumstigi greiningarvinnu. Þessar hugleiðingar um legu borgarlínu
hafa ekki fengið rýni hjá sveitarfélögum eða Strætó bs., þeim er
einungis ætlað að hjálpa til við að sjá möguleika á legu hennar. Þörf
er á mun ítarlegri greiningu á bestu legu og áfangaskiptingu kerfisins.