Morgunblaðið - 16.12.2014, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
✝ Konráð Þór-isson fæddist
20. mars 1952 á
Siglufirði. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut í Reykjavík
4. desember 2014.
Foreldrar Kon-
ráðs voru Þórir
Konráðsson bak-
arameistari, f.
10.7. 1916, d. 20.3.
1995, og Hrönn Jónsdóttir hús-
móðir, f. 4.1. 1918, d. 18.5. 2005.
Systkini Konráðs eru sex að
tölu: Fylkir, f. 8.10. 1941, Helga,
f. 10.10. 1943, Jens, f. 15.11.
1946, Jón, f. 19.10. 1948, Vörð-
ur, f. 12.6. 1958, og Þorbjörg, f.
25.9. 1959. Konráð bjó fyrstu
fjögur árin í Vestmannaeyjum,
eftir það á Siglufirði til tíu ára
aldurs og dvaldi auk þess með
fjölskyldu sinni í Grímsey þrjú
sumur á þessu tímabili. Fjöl-
skyldan bjó síðan á Sauðárkróki
í tvö ár áður en þau fluttu á
höfuðborgarsvæðið.
Konráð lauk stúdentsprófi
frá náttúru- og eðlisfræðideild
menntaskólans í Hamrahlíð
1972, BS-prófi í líffræði frá Há-
skóla Íslands 1976 og cand. sci-
ent-prófi í fiskifræði frá Háskól-
dóttur kvenklæðskera. Börn
þeirra eru: 1) Fífa, f. 18.12.
1974, gift Pétri Þór Sigurðs-
syni. Börn þeirra eru Hlynur
Þór, f. 8.11. 1996, Máni, f. 17.1.
2004, og Dalía, f. 24.3. 2009. 2)
Hrönn, f. 22.8. 1980, unnusti
hennar er Atli Birkir Kjart-
ansson. Börn þeirra eru Daníel
Rafn, f. 10.12. 2010, og Ronja
Rán, f. 3.11. 2013. 3) Svavar, f.
14.9. 1988.
Konráð og Margrét bjuggu
lengst af í Reykjavík en áttu
einnig um tíma heima í Kjós, á
Húsavík og voru við nám í
Bergen í Noregi. Auk þess
dvöldu þau við rannsóknir í
Flatey á Breiðafirði um tíma.
Einnig bjuggu þau í Swakop-
mund í Namibíu í tengslum við
störf Konráðs fyrir ÞSSÍ. Kon-
ráð var áhugaleikari, lék m.a.
með Leikfélagi Kópavogs og
Leikfélagi Húsavíkur. Hann var
einnig áhugamaður um kvik-
myndagerð og sýndi gjarnan
stuttmyndir sínar undir heitinu
„Konnavídeó“. Konráð stundaði
ýmiss konar útivist og líkams-
rækt, þar á meðal skylmingar
með Skylmingafélagi Reykja-
víkur. Samt sem áður voru hans
stærstu áhugamál ávallt tengd
því að stuðla að velferð fjöl-
skyldunnar.
Útför Konráðs fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 16. desem-
ber 2014, kl. 13.
anum í Bergen árið
1991. Konráð starf-
aði hjá
Hafrannsókna-
stofnun frá árinu
1976, mest að klak-
og hrygningarrann-
sóknum, en var
einnig útibússtjóri
stofnunarinnar á
Húsavík 1979-1983.
Hann vann fyrir
Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands (ÞSSÍ)
sem ráðgjafi á Hafrann-
sóknastofnun Namibíu 1997-
1998 og sem aðstoðarskólastjóri
Sjávarútvegsskóla Sameinuðu
þjóðanna 2008-2009. Auk þess
var hann viðloðandi kennslu á
öllum skólastigum frá grunn-
skóla til háskóla. Síðast sá hann
um námskeið á vegum Sjáv-
arútvegsskóla SÞ í Tansaníu ár-
ið 2012. Konráð var virkur í vís-
indagreinaskrifum, nýlegasta
dæmið um það eru tvær greinar
í nýjasta tölublaði Náttúru-
fræðingsins.
Konráð var kvæntur Mar-
gréti Auðunsdóttur, líffræðingi
og framhaldsskólakennara, f. í
Reykjavík 20.6. 1952, dóttir
Auðuns Þorsteinssonar hús-
gagnasmiðs og Svövu Kristjáns-
Í dag kveðjum við góðan bróð-
ur og mág Konráð Þórisson líf-
fræðing.
Konráð var fimmta barnið í sjö
barna systkinahópi og hlaut nafn
föðurafa síns og var alltaf kallað-
ur Konni eins og hann. Konni var
líflegur ungur maður, gekk í föt-
um samkvæmt hippatískunni á
menntaskólaárunum og lék í
söngleiknum Hárinu þegar hann
var settur upp í Glaumbæ.
Leiðin lá í líffræði í Háskólan-
um, hann kynntist Margréti Auð-
unsdóttur og þau stofnuðu fjöl-
skyldu og að námi loknu fór hann
að vinna hjá Hafrannsóknastofn-
un í Reykjavík og á Húsavík,
seinna fór hann í framhaldsnám í
Noregi í fiskifræði og vann fyrir
Þróunarsamvinnustofnun Íslands
í Namibíu þar sem fjölskyldan
dvaldist í eitt ár. Eftir að heim var
komið stundaði hann klak- og
hrygningarrannsóknir hjá Haf-
rannsóknastofnun og var metnað-
arfullur í sínu fagi.
Meðfram þessu komu þau upp
húsnæði og heimili fyrir fjölskyld-
una í Blesugróf. Börnin þrjú, Fífa,
Hrönn og Svavar, eru vaxin úr
grasi og barnabörnin orðin fimm
og gat Konni sér gott orð sem
góður og skemmtilegur afi sem
barnabörnin dáðu. Hann gerði sér
líka far um að fylgjast með öðrum
börnum í fjölskyldunni og átti
gott samband við mörg þeirra.
Konni var glaðsinna og sá
spaugilegu hliðarnar á lífinu og
sagði skemmtilega frá. Það er erf-
itt að sætta sig við fráfall Konna
og það að hann fær ekki að fylgj-
ast áfram með börnum og barna-
börnum þroskast og dafna og að
styðja þau með ráðum og dáð í
daglegu amstri.
Konni er sá fyrsti úr sjö barna
hópnum frá Siglufirði sem kveður
og andlát hans kom eins og reið-
arslag fyrir fjölskylduna án mik-
ils aðdraganda.
Systkinahópurinn og fjölskyld-
ur þeirra eru samheldin og hafa
farið í ferðir saman til Þýskalands
og til Grímseyjar þar sem for-
eldrar okkar bjuggu nokkur sum-
ur á meðan faðir okkar byggði
þar upp söltunarstöð og þar sem
við systkinin störfuðum við síld-
arsöltun, þau sem höfðu aldur til.
Í október síðastliðnum var svo
gerð ferð til Noregs, sem Konni
og Margrét tóku þátt í, til að
fagna afmæli yngstu systurinnar
og hennar manns.
Á sorgarstundum verður ljóst
hvað það er mikils virði að eiga
gott bakland og sameiginlegar
minningar og við minnumst allra
góðu samverustundanna sem við
áttum með Konna og fjölskyldu
hans við ýmis tækifæri.
Margrét, Fífa, Hrönn og Svav-
ar, innilegar samúðarkveðjur til
ykkar og fjölskyldna, megi ykkur
veitast styrkur til að takast á við
lífið sem framundan er.
Fylkir og Bärbel.
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Þar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður sem þú væntir.
Það vex sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt
og búast við því besta,
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum,
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þrjú orð við hvert mitt spor:
Fegurð, gleði, friður –
mitt faðirvor.
(Kristján frá Djúpalæk)
Genginn er góður maður.
Gæfumaður, sem ég trúi að hafi
mótað lífsviðhorf sitt í anda þessa
fallega ljóðs Kristjáns frá Djúpa-
læk. Hvort Konráð mágur minn
þekkti ljóðið veit ég ekki en mér
finnst að hann hljóti að hafa farið
með svipað faðirvor á hverjum
morgni síns allt of stutta lífs.
Konni sá blómaskrúð alls staðar,
hlúði að sínu og bjóst alltaf við því
besta. Aldrei sá ég hann skipta
skapi. Hann kom eins fram við
háa sem lága, var ósérhlífinn og
vinnusamur og gat verið hrókur
alls fagnaðar, sagði skemmtilega
frá en kunni líka þá list að hlusta.
Konni var listrænn, góður leikari,
fór með hlutverk í fyrstu upp-
færslunni á Hárinu og lék sjálfan
Fjalla-Eyvind með Leikfélagi
Húsavíkur. Sem sjávarlíffræðing-
ur vann hann bæði á sjó og landi
og flutti alla leið til Namibíu með
fjölskylduna til að miðla þekkingu
sinni og aðstoða þarlenda. Í
einkalífinu var hann einstaklega
lánsamur, eignaðist hana Möggu
sína og þrjú yndisleg börn sem
gáfu þeim fimm sólargeisla.
Konni var einstakur afi og taldi
ekkert eftir sér sem gat orðið af-
komendunum til gleði og blessun-
ar. Börnin í Namibíu hafa vafa-
laust orðið vinir hans líka því
hann laðaði að sér börn og hafði
lag á að koma þeim til að brosa.
Hann var stoltur af sínu fólki,
námsafrekum barnanna og ljós-
myndaverkum Möggu. Þótt ég
hafi þekkt Konna stuttlega á
skólaárunum var það ekki fyrr en
ég kom inn í fjölskylduna sem
kærasta Nonna bróður hans sem
ég kynntist þeim mannkostum
sem hann bjó yfir. Mér var tekið
fagnandi og þar bar aldrei skugga
á, hvorki þegar gleðin ríkti né
þegar dró fyrir sólu vegna þeirra
áfalla sem lífið leggur á herðar
hverrar fjölskyldu. Dimmu dag-
arnir hafa verið allt of margir
undanfarið en þá stóð Konni eins
og klettur með sínu fólki. Nú
munum við hin standa við hlið
Margrétar og barnanna og reyna
eftir fremsta megni að styrkja
þau í sorginni. Konráð Þórisson
leiddi svo sannarlega eigin ævi í
óskafarveg, allt þar til illar nornir
náðu að hrifsa hann úr ástvina-
höndum langt um aldur fram. Ég
ætla að muna hann á brúðkaups-
degi okkar Nonna í ágúst síðast-
liðnum. Konni horfði í augu mín
og sagði í djúpri einlægni „Heiða,
þetta er dásamlegur dagur“ og í
svip hans ríkti fegurð, gleði og
friður. Takk fyrir samfylgdina
elsku mágur, hvíldu í friði.
Ragnheiður Steindórsdóttir.
Þegar missir er svona skyndi-
legur er erfitt að koma tilfinning-
unum í orð. Sennilega höfum við
systkinin ekki enn áttað okkur á
því að við fáum ekki að hitta
Konna frænda aftur. Tilhugsunin
er óraunveruleg. Konni geislaði
af lífsgleði í hvert einasta skipti
sem við sáum hann. Frá barn-
æsku hafa minningar okkar um
Konna verið tengdar gleði, bros-
mildi og hlýju. Hann var hrókur
alls fagnaðar í hverju fjölskyldu-
boði og alltaf tilbúinn að ræða
málin í gamni eða alvöru. Hans
verður sárt saknað.
Dauðinn er alltaf illskiljanleg-
ur, sér í lagi þegar manneskja
hefur verið hluti af lífi manns eins
lengi og maður man eftir sér. Við
þekkjum ekki lífið án Konna. Það
verður erfitt að sjá hann ekki
framar taka brosandi á móti okk-
ur í Blesugrófinni. Við treystum
því að Magga, Fífa, Hrönn, Svav-
ar og barnabörnin finni styrkinn
til að takast á við þessa erfiðu
tíma. Ekkert er frekar til vitnis
um þann mann sem Konni hafði
að geyma en yndislega fólkið
hans – börnin sem hann ól upp og
konan sem hann kvæntist.
Margrét Dórothea
og Steindór Grétar.
Það er mikill harmur kveðinn
að fjölskyldu og vinum Konráðs
Þórissonar sem svo skyndilega er
hrifinn frá okkur.
Konni var ríkulega gáfum
gæddur og eftirsóknarverðum
mannkostum búinn sem hann
ræktaði vel. Hann var glaður og
ljúfur í æsku með ótrúlega frjótt
ímyndunarafl. Hann var eins og
segull á okkur frændur frá Suð-
urgötu 37 á Siglufirði. Það þurfti
hvorki leikvöll né leikföng þegar
við vorum með Konna. Hann
leiddi okkur inn í ævintýraheima í
leikjum. Við vorum allir smáir
þegar hann tók okkur með í
hættulega frumskógarferð í
hvönninni í garðinum hjá afa og
ömmu þar sem við gátum átt von
á að rekast á allt sem í frumskógi
kann að leynast. Leiðtogi okkar
var svo óumdeildur og svo hug-
myndaríkur og uppfinningasam-
ur að það kom aldrei upp missætti
eða ágreiningur. Aldrei dauð
stund. Enginn var útundan, við
vorum allir í liðinu hans Konna.
Konni var örlátur eins og hann
átti kyn til. Oft voru ævintýra-
ferðirnar með viðkomu í bakarí-
inu hjá Þóri, bakatil, þar sem for-
inginn bauð upp á „afgangs“
sætindi. Sjaldan fóru hlutir úr
böndunum. Hann tók a.m.k.
ábyrgðina á sig. Honum var allt
fyrirgefið. Þegar við hinir stilltum
okkur upp við kandísskápinn hjá
ömmu eftri matinn stóð Konni
upp frá borði og flutti afa og
ömmu vísu þar sem hann þakkaði
fyrir veitingar og gestrisni. Allt
þetta rann fram hjá honum fyr-
irhafnar- og tilgerðarlaust.
Auðvitað hengdum við okkur á
Konna þegar hann var kominn til
Reykjavíkur á okkar unglings- og
manndómsárum. Á þeirri um-
ferðarmiðstöð sem heimili þeirra
Þóris og Nönnu var ævinlega
hittum við vini og félaga Konna.
Það voru stóru nöfnin í tónlistar-
og leiklistarlífi framhalds- og
menntaskóla. Þar var Konni í
innsta hring, þátttakandi í leik-
listarlífinu með öllu öðru sem
hann var með á prjónunum.
Konni var af Guðs náð listamaður
í fremstu röð.
Við höfum verið svo gæfusöm
systkinabörnin frá Suðurgötu á
Siglufirði að við erum samheldin.
Konni hefur verið í þeim hópi sem
svo oft fyrr drifkraftur og óum-
deildur veislustjóri okkar. Konni
var okkur tryggur vinur og
frændi, einstaklega góður maður,
sem var uppörvandi og gott að
eiga samverustundir með.
Hugur okkar er hjá Margréti,
Fífu, Hrönn, Svavari, tengda-
börnum, barnabörnum og systk-
inum sem syrgja. Við biðjum góð-
an Guð að vera með ykkur og
styrkja.
Birgir Ingimarsson,
Engilbert og Jón H.B.
Snorrasynir.
Við Konni vorum bekkjarfélag-
ar fyrstu tvo veturna í Barnaskól-
anum á Siglufirði 1959-61. Eftir
stutt kynni fyrsta skóladaginn
völdum við okkur sæti hlið við hlið
aftast í kennslustofunni. Urðum
við brátt bestu vinir og lékum
okkur saman öllum stundum.
Ýmist fórum við heim til hans á
Gránugötu 25 eða heim til mín á
Suðurgötu 2. Við vorum báðir vel
læsir þegar við byrjuðum í skól-
anum og þegar komið var með
nýja lestrarbók kláruðum við
hana samdægurs. Það var því lítið
fyrir okkur að gera í tímum annað
en að tala saman meðan verið var
að láta hina krakkana lesa. Kenn-
arinn okkar, Benedikt Sigurðs-
son, bað okkur mörgum sinnum
að hætta þessu og einhverju sinni
þegar hann var búinn að fá nóg
rak hann okkur út úr tíma. Okkur
brá fyrst dálítið en síðan fórum
við að kanna aðstæður. Það sem
vakti eftirtekt okkar voru mann-
lausir gangar og langar raðir af
alls konar skóm meðfram veggj-
um. Þá datt Konna í hug að binda
saman reimarnar á mismunandi
skóm og gá í frímínútunum
hvernig krökkunum yrði við.
Hann vissi að ekki væri óhætt að
gera þetta við skó bekkjarfélag-
anna og því fórum við á hæðina
fyrir neðan og dunduðum okkur
fram í næstu frímínútur við að
binda saman skó.
Ekki man ég glögglega hvað
kom út úr þessari tilraun en ekki
leið á löngu þar til við vorum aftur
farnir að pískra saman í kennslu-
stund og þá stíaði Benedikt okkur
í sundur. Konni fékk að vera
áfram í sínu sæti en ég var færður
fremst í skólastofuna og látinn
sitja við hliðina á Magnúsi.
Þetta var stilltur drengur sem
talaði aldrei meðan kennslan fór
fram og fékk því kennarinn loks
frið fyrir okkur Konna. Okkur
þótti þetta súrt í broti og einn
daginn skrifaði Konni á blað grín-
vísu sem hann hafði rekist á um
einhvern Magga. Blaðið settum
við í umslag og stungum því í
bréfalúguna heima hjá Magnúsi.
Daginn eftir færði Magnús okkur
miða með vísu þar sem gert var
stólpagrín að okkur tveimur. Lét-
um við þetta okkur að kenningu
verða og öbbuðumst ekki framar
upp á Magnús.
Svo skildi leiðir, ég flutti burt
frá Siglufirði og Konni nokkru
síðar. Hann fór í MH og ég í MR,
en haustið 1972 lágu leiðir okkar
saman við aðalinnganginn á HÍ;
við vorum báðir að hefja nám í líf-
fræði. Saman höfum við Konni
starfað á Hafrannsóknastofnun í
nærri 30 ár. Alla tíð hefur hann
verið mikill gleðigjafi á stofnun-
inni, brosmildur, fyndinn, já-
kvæður, kurteis, bóngóður, um-
talsfrómur og hugulsamur. Oft
hefur hann farið út í bakarí og
keypt litla köku til að færa sam-
starfsmönnum sínum þegar þeir
hafa átt merkisafmæli. Fyrir einu
og hálfu ári kom hann á skrifstof-
una og afhenti mér Nóbelsverð-
launin. Á leið sinni til Stokkhólms
hafði hann komið við á Nóbels-
safninu og keypt gylltan pening
með mynd af Alfred Nobel. Konni
hafði sett peninginn í lítinn tré-
kassa með gleri fyrir. Neðan við
peninginn er skrifað: „Dr. Björn.
Frjór hugur. Hængur 178 cm.
Kynþroski V.“ Þessi verðlaun
standa á skrifborðinu og minna
stöðugt á minn góða vin, Konna.
Björn Björnsson.
Eitt það besta við að vera í
skóla er að kynnast góðu fólki. Ég
var svo heppinn að kynnast
Konna strax og hann kom í
Menntaskólann við Hamrahlíð.
Með okkur tókst náin vinátta sem
hélst alla ævi. Á menntaskólaár-
unum var Konni gjarnan í græn-
um smekkbuxum og við gengum
niður Laugaveginn með viðkomu
uppi á stöðumælum til að
skemmta okkur. Fyndnast þótti
okkur á þessum ferðalögum þeg-
ar við þóttumst festast uppi á
stöðumælunum og geta enga
björg okkur veitt. Draumar okk-
ar voru af fjölbreyttara taginu
enda Konni lífsglaður með end-
emum. Einn var þó sá draumur
sem okkur tókst ekki að láta ræt-
ast: við ætluðum að semja dans
við moog synthesizer-útfærslur
Walters Carlos (sem núna heitir
Konráð Þórisson
Útfararþjónusta
Hafnarfjarðar
Sími: 565-9775
www.uth.is. uth@simnet.is.
Við sjáum um alla þætti útfararinnar.
Seljum kistur,krossa og duftker hvert
á land sem er.
Persónuleg þjónusta.
Stapahrauni 5 Hafnarfirði.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir
og frænka,
ANNA RÖGNVALDSDÓTTIR
kennari og listmeðferðarfræðingur,
Þverási 53,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 11. desember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19.
desember kl. 13.00.
Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk krabbameinsdeilda
11 B og 11 E, og líknardeildar Landspítala fyrir góða umönnun
og hlýju.
.
Þórarinn Sigurgeirsson,
Ragnar Þórarinsson,
Hulda Ósk Ágústsdóttir,
Ragna Rögnvaldsdóttir,
Gunnlaugur Rögnvaldsson,
María Eyþórsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EINAR SIGBJÖRNSSON,
Lagarási 17,
Egilsstöðum,
lést föstudaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
föstudaginn 19. desember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjúkrahúsið
á Egilsstöðum.
.
Anna Einarsdóttir, Jón Karlsson,
Guðbjört Einarsdóttir, Þórarinn Baldursson,
Inghildur Einarsdóttir, Guðbrandur Þorkelsson,
Dagný Einarsdóttir, Sigvaldi Torfason,
barnabörn og barnabarnabörn.