Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Sigurður Sigurðarson, dýralæknir og sagna- meistari, fer hér á kostum og enginn verður svikinn af æviminningum hans sem eru sneisafullar af fróðleik og skemmti- legum sögum. holabok.is • holar@holabok.is Sagna- meistari segir frá! Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eldsneytiskostnaður heimilis sem rekur tvo bíla er nú 160-200 þúsund krónum lægri á ári en þegar olíu- verðið varð hæst í krónum talið vorið 2012. Það átti þá þátt í háu olíuverði að raungengi krónu var lágt. Þetta kemur fram í lauslegri áætl- un sem Morgunblaðið vann í sam- vinnu við Félag íslenskra bifreiða- eigenda. Niðurstöðurnar eru sýndar í töflu hér til hliðar og eiga forsend- urnar að endurspegla eldsneytis- kostnað miðað við meðalakstur og dæmigerða eldsneytisnotkun. Taka ber útreikningum fyrir dísil- olíuna með fyrirvara, enda er erfitt að áætla kostnað vegna hennar, m.a. vegna þess að mörg dísilknúin öku- tæki eru notuð í atvinnurekstri. Á töflunni er borið saman dæmi- gert verð í dag og núvirt hæsta verð á bensíni og dísil- olíu í kjölfar efna- hagshrunsins. Lítrinn af bensíni og dísil- olíu kostar nú um 70 krónum minna en í sumar. Til samanburðar hef- ur meðalverð á bensíni verið um 240 krónur á árinu, eða 37,5 krónum hærra en nú. Því má til einföldunar deila lækkuninni í töflunni hér til hliðar með tveimur til að fá út lækkun eldsneytiskostnaðar frá því síðasta sumar. Ökumenn sem aka á eyðslufrekari ökutækjum spara auðvitað meira en þeir sem eru á sparneytnari bílum verja enn minna fé til eldsneytis- kaupa en þeir gerðu áður. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir verð á bensíni og dísilolíu í krónum talið ekki hafa verið jafn lágt síðan vorið 2009. Þá hafi heims- markaðsverð á olíu tekið dýfu en mikil lækkun á gengi krónunnar veg- ið þar á móti. Núvirt hafi verðið því verið hærra vorið 2009 en það er nú. Spurður hvaða áhrif olíuverðs- lækkunin geti haft á bílamarkaðinn segir Runólfur að leiða megi líkur að því að þessi þróun muni örva bíla- sölu. Það geti til dæmis birst í því að neytendur telji að það borgi sig að endurnýja og kaupa eyðslugrennri bíl, enda muni eldsneytissparnaður- inn vega á móti kaupverðinu. Ríkið verður af skatttekjum Spurður um áhrif lækkunarinnar á tekjur ríkisins af sölu eldsneytis bendir Runólfur á að 53% af sölu- verði bensínlítra í dag séu skattar í ríkissjóð. Hluti skattlagningarinnar sé föst krónutala, sem sveiflist ekki eftir verðþróun. Hins vegar verði ríkið af miklum tekjum í formi lægri virðisaukaskatts. Runólfur telur teikn á lofti um að olíuverð verði áfram lágt. Hann segir olíufélög á Ís- landi hafa gengið á lagið og aukið álagningu.  Eldsneytiskostnaður heimilis með tvo bíla er allt að 200 þúsund kr. lægri á ári en hann var vorið 2012  Meiri lækkun hjá dísil- en bensínbílum  Framkvæmdastjóri FÍB telur þróunina geta aukið bílasölu Vegur þungt í útgjöldum heimila Hæsta verð á bensíni og dísil í krónum talið frá hruni Núvirt samkvæmt tölum FÍB* Bensín** Verð á lítra 2.4. 2012 27.3. 2012 283,6 284,9 321.197 418.532 212,5 214,5 240.671 315.111 80.526 103.421 Kostnaður á ári* Kostnaður á ári* Kostnaður á ári* Kostnaður á ári* Lækkun Lækkun 18.12. 2014 18.12. 2014 Dísil** Verð á lítra *Tölurnar voru teknar saman af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, að beiðni blaðsins. **Meðalakstur bensínbifreiða var 11.892 km í fyrra en 15.425 km hjá dísilbílum. Miðað er við að meðaleyðsla bensínbíla sé 10,5 lítrar á 100 km. Hér er miðað við sömu eyðslu hjá díselbílum. FÍB tekur hins vegar fram að mjög erfitt sé að áætla eyðslu dísilbíla, m.a. vegna hás hlutfalls atvinnubíla. Runólfur Ólafsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á og tveimur gimbrum var bjargað úr miklu fannfergi í Skeggjadal í Hvammssveit á mánudaginn var. Kind- urnar eru vel haldnar, að sögn Hjalta Freys Kristjáns- sonar, bónda í Hólum, eiganda kindanna. Halldór Gunn- arsson, bóndi í Rauðbarðaholti í Hvammssveit, fór inn á Skeggjadal fyrir viku til að athuga hvort þar væru nokkrar eftirlegukindur og fann þá kindurnar. Hann sá að þær voru frá Hólum. Halldór gat ekki komið kind- unum til byggða vegna ófærðar og eins voru þær orðnar mjög klakabrynjaðar, að því er vefurinn Búðardalur.is greindi frá. Halldór lét því Hjalta Kristjánsson, bónda í Hólum, vita af kindunum. Hjalti fór við annan mann upp á Skeggjadal síðast- liðinn laugardag að leita kindanna en þeir fundu þær ekki þá enda var mjög blint og lítið skyggni. Hann fór aftur á mánudaginn var ásamt Jóni Agli Jóhannssyni, bónda á Skerðingsstöðum, og þá fundu þeir kindurnar enda var þá betra veður. Þær voru í rúmlega 700 metra hæð í Skeggaxlardrögum en þar eru efstu grös og fyrir ofan bara klappir og urðir. „Þær hafa það gott í dag, eru inni og éta sig vel saddar,“ sagði Hjalti þegar rætt var við hann í gær. Hann sagði að kindurnar hefðu verið í góðum holdum. „Þær voru algjörlega klakabrynjaðar, sérstaklega gimbrarnar tvær, en þær höfðu ekki lagt af. Þær eru í ótrúlega góðu standi. Það var þarna smá grasbali í skjóli fyrir norðanáttinni þar sem þær gátu krafsað. Ég hef grun um að eftir veðrið í gær [fyrradag] hefði tekið fyrir það. Þá gerði mikla snjókomu í sunnan- og suðvestanátt.“ Ærin sem var þarna með gimbrarnar sínar er orðin sex vetra. Hún hefur áður sýnt að hún fer sínar eigin leið- ir og vílar ekki fyrir sér að ganga úti. „Í hittifyrra lét hún vita af sér sjálf. Þá kom hún heim að Hvammi hér í Döl- um og ég sótti hana þangað 11. janúar. Skeggjadalur er fram af Hvammi. Henni líkar vel þarna. Nú er orðið al- gerlega ófært fyrir snjó, hún hefði aldrei komist heim af sjálfsdáðum,“ sagði Hjalti. Þeir Hjalti og Jón Egill fóru á vélsleða og drógu yfirbyggða snjóþotu til að sækja kindurnar. Hjalti sagði að þeir hefðu orðið að skilja snjóþotuna eftir vegna þess hvað erfitt var að komast þangað sem kindurnar voru vegna fannfergis og brattlendis. Ærin ætlaði ekki að láta ná sér strax og reyndi að hlaupa til fjalls. Kindurnar gátu sig lítið hrært vegna þess hvað snjórinn er mikill og hvað þær voru mikið klakabrynjaðar. Þær lentu strax á kafi í snjó um leið og þær fóru út af balanum þar sem þær höfðu haldið sig og festust. Síðan varð að selflytja kind- urnar eina af annarri niður í dalinn á sleðanum. Hjalti sagðist vera feginn að fá ána heim passlega fyrir fengitímann. Gimbrarnar voru settar á. „Maður er ánægður að þetta gekk vel,“ sagði Hjalti. Sóttu klakabrynjaðar kindur í Skeggjadal  Ær með tvær gimbrar var í rúmlega 700 metra hæð Ljósmynd/Jón Egill Jóhannsson Eftirlegukindur Ærin og gimbrarnar voru orðnar mjög klakabrynjaðar og gátu sig lítið hrært vegna fannfergisins. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær um að 1,36 milljarða punda greiðsla, eða sem nemur tæpum 270 milljörð- um króna, hefði borist úr þrotabúi Landsbankans vegna innistæðu- trygginga sem breska ríkisstjórnin greiddi um 230 þúsund Bretum vegna Icesave-reikninga. Fram kemur í frétt breska dagblaðsins Telegraph um málið að þar með hafi 85% þess fjár sem greitt var til breskra innistæðueigenda í kjölfar falls Landsbankans verið greidd til baka. Þar með hafa fimm greiðslur verið inntar af hendi. Alls nema greiðslurnar 3,82 milljörðum punda eða sem nemur tæpum 758 milljörð- um króna en heildargreiðsla bresku ríkisstjórnarinnar eftir fall Lands- bankans árið 2008 hljóðaði upp á um 4,5 milljarða punda eða tæpa 893 milljarða íslenskra króna. Á vefsíðu breskra stjórnvalda kemur fram að bresk stjórnvöld búist við því að eft- irstöðvarnar, eða 135 milljarðar króna, verði greiddar árið 2017. Stærstur hluti forgangskrafna, sem greiddar verða úr þrotabúi gamla Landsbankans, renna til breska innstæðutryggingasjóðsins vegna Icesave. Greiðslan nú var innt af hendi í kjölfar þess að Seðlabank- inn og fjármálaráðherra samþykktu að veita undanþágu frá gjaldeyris- höfum í byrjun mánaðarins. Heildar- upphæð greiðslunnar nú er upp á 400 milljarða króna og renna tveir þriðju hlutar upphæðarinnar til breska ríkisins. Meðal annarra kröfuhafa er Deutsche Bank sem keypti kröfu seðlabanka Hollands. Slitastjórn Landsbankans til- kynnti í upphafi mánaðarins að eft- irstöðvar skuldar Landsbankans við þrotabúið, 196 milljarðar króna, yrðu greiddar með tíu skuldabréfum sem eru á gjalddaga á tveggja ára fresti frá 2016 til 2026. Bretar fengu 270 milljarða  Hafa fengið 85% af Icesave-kröfum Morgunblaðið/Ómar Icesave Breska ríkið hefur fengið greidd 85% af Icesave-kröfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.