Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 6

Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com BEST OF PROVENCE GJAFAKASSI Jólatilboð: 8.990 kr. Andvirði: 12.220 kr. Ilmpoki 35 g - 1.160 kr. | Fótakrem 75 ml - 2.640 kr. * Shea Butter varasalvi 4,5 g - 1.280 kr. | Sturtuolía 250 ml - 2.850 kr. Handkrem 150 ml - 3.630 kr. | Ilmsápa 100 g - 660 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA *E kk is el t íl au sa sö lu . BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir við nýtt Auðbrekku- svæði gætu hafist haustið 2015 og er á þessu stigi miðað við að um þús- und íbúar geti búið í um 400 nýjum íbúðum í hverfinu. Þar er nú ýmiss konar atvinnurekstur, þar með talið veitingastaðir, bifreiðaverkstæði og verslanir. Fá svæði á höfuð- borgarsvæðinu liggja betur við samgöngum. Efnt var til hugmyndasam- keppni á vegum Kópavogsbæjar og Lundar fast- eignafélags ehf. um framtíðarmökuleika Auðbrekku- svæðisins, milli Hamraborgar og Nýbýlavegar. Samkvæmt Creditinfo á Grétar Hannesson lögmaður 100% hlut í Lundi fasteignafélagi. Tillögur bárust frá sex arkitekta- stofum og urðu ASK arkitektar hlutskarpastir. Teikningarnar hér eru hluti af þeirri vinningstillögu. Skipulagsyfirvöld eiga eftir að út- færa hugmyndina frekar, eins og rakið er í samtali við Birgi Hlyn Sigurðsson, skipulagsstjóra Kópa- vogs, í greininni hér fyrir neðan. Framkvæmdir hefjist í vor Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að nú þurfi að fara að vinna skipulag sem grundvallast á þessum hugmyndum. „Ég myndi vilja sjá framkvæmdir hefjast með vorinu. Mér finnst þetta góð lausn fyrir þetta svæði, en að auki mun skipulagið búa að hugmyndum sem komu fram hjá öðrum arkitektum, sem geta líka nýst í deiliskipulagi. Með þennan grunn og hinar tillög- urnar í farteskinu er ég sannfærður um að útkoman verður virkilega gott skipulag,“ segir Ármann sem telur raunhæft að uppbyggingunni ljúki undir lok þessa áratugar. Spurður hvernig hinar tillögurnar verði hugsanlega nýttar við gerð deiliskipulags segir Ármann að í einni tillögunni hafi komið fram mjög góð tenging við Hamraborg- ina, sem að hans mati er betri en lagt er til í vinningstillögunni. „Þannig að jafnvel þótt þessi tillaga verði grunnurinn getum við nýtt okkur slíkar útfærslur. Svæðið sem lá hugmyndasamkeppninni til grundvallar náði aðeins upp að Hamraborginni og kom ein arki- tektastofan með útfærslu á því hvernig tengja megi núverandi verslunar- og íbúðargötu, sem Hamraborgin vissulega er, við nýtt skipulag á Auðbrekkusvæðinu. Bíla- stæðum er breytt og gerðar ákveðnar skipulagsbreytingar þann- ig að samfellan milli Hamraborgar og svæðisins verður miklu meiri.“ Í nýsamþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er Auðbrekku- svæðið skilgreint sem þróunarsvæði og skal byggðin mótast í takt við þróun húsnæðismarkaðarins og breyttar áherslur í þjóðfélaginu, m.a. varðandi þéttingu byggðar. Mikil lofthæð í sumum íbúðum Ármann segir íbúðirnar í hverfinu munu verða meðalstórar og að hluti þeirra verði í fyrrverandi atvinnu- húsnæði, þar sem lofthæð er mikil, líkt og þekkist í erlendum borgum. „Þetta er hugsað sem blönduð byggð. Mörg fyrirtæki á svæðinu, þar með talin bifreiðaverkstæði, geta verið þar áfram. Skipulags- deild Kópavogs á eftir að útfæra betur hvernig þessi sambúð íbúða og atvinnuhúsnæðis getur gengið upp.“ Ætlað barnafólki Spurður hvort meðalaldur íbúa verði í efri kantinum, eins og í nýja Lundarhverfinu í Kópavogi, hinum megin við Nýbýlaveginn, segir Ár- mann að Auðbrekkusvæðið verði ætlað yngra barnafólki. „Ég sé fyrir mér að þarna verði meðalstórar íbúðir á meðalverði og að sú uppbygging sem þarna verður muni tengjast Kópavogsskóla og því skólahverfi. Mig langar til að sjá barnafólk í íbúðunum, þannig að nýting á skólum og íþróttamann- virkjum sem fyrir eru verði enn betri.“ Hamraborgin í andlitslyftingu Ármann segir jafnframt fyrirhug- að að breyta ásýnd Hamraborgar með notkun nýrra yfirborðsefna í götur og gönguleiðir, „þannig að það verði meiri göngugötustemning í Hamraborg án þess að umferðin sé útilokuð. Von mín er sú að þetta geti farið að gerast tiltölulega hratt og orðið að veruleika innan ekki of langs tíma,“ segir Ármann sem horfir í þessu efni til næstu ára. Spurður um kostnað bæjarins vegna endurgerðar Auðbrekku- svæðisins segir Ármann að gatna- gerðargjöld muni mæta þeim kostn- aði að mestu leyti, auk þess sem framtíðartekjur munu aukast með nýjum íbúum og fleiri fasteignum. Uppbyggingin sé hluti af þeirri stefnu að þétta byggðina. „Við þurfum ekki að kosta miklu til í leikskóla, götur og aðra innviði. Þá gerir þessi uppbygging okkur kleift að bæta reksturinn og gera Kópavog að enn þá hagkvæmari rekstrareiningu. Sem síðan verður til þess að bæta þjónustu við íbúana enn frekar,“ segir Ármann. Auðbrekkan endurbyggð Tölvuteikning/ASK arkitektar Drög Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að hverfið muni líta út eftir að framkvæmdum lýkur. Hönnunin er í vinnslu.  ASK arkitektar urðu hlutskarpastir í hugmyndasamkeppni um endurgerð gróins hverfis í Kópavogi  Gert ráð fyrir 400 nýjum íbúðum  Bæjarstjóri Kópavogs væntir þess að framkvæmdir hefjist 2015 Ljósmynd/Kópavogsbær Auðbrekka úr lofti Lundarhverfið er til vinstri á myndinni. Ármann Kr. Ólafsson Á annan tug milljarða » Gjarnan er miðað við að nú kosti um 350 þúsund krónur að byggja einn fermetra af nýju íbúðarhúsnæði. » Miðað við að 400 íbúðir rísi í Auðbrekku, sem eru 90 fer- metrar að meðaltali, kostar 12,6 milljarða að byggja þær. » Þá má reikna með nokkrum milljörðum í annan kostnað. séu aðeins hugmyndir á þessu stigi. „Þetta er útspil af hálfu ASK arki- tekta um hvernig svæðið Auð- brekka/Nýbýlavegur getur fengið nýtt hlutverk. Það felst fyrst og fremst í því að þarna verður um blandaða landnotkun að ræða, þ.e.a.s. íbúðir í bland við atvinnu- starfsemi, verslun, þjónustu og létt- an iðnað. Það er ekkert hróflað við gatnakerfinu. Við tökum auðar lóðir og byggjum á þeim. Síðan erum við með möguleika á að byggja ofan á eitthvað af þessum gömlu húsum til Birgir Hlynur Sigurðsson, skipu- lagsstjóri Kópavogs, segir hugmynd ASK arkitekta að endurnýjun Auð- brekkusvæðisins geta falið í sér upp- byggingu á um 400 íbúðum. Eins og rakið er í grein hér fyrir ofan er skipulagið á hugmyndastigi og er nú gengið út frá því að meðal- stærð íbúða verði um 90 fermetrar. Hæðarmunur er á svæðinu sem mun nýtast við gerð bílakjallara. Aðeins lítill hluti bílastæða verður ofanjarðar. Hér fyrir ofan má sjá loftmynd af Auðbrekkusvæðinu eins og það lítur nú nokkurn veginn út. Hægra megin á myndinni fyrir miðju eru gömul íbúðarhús við trjálund. Þau munu víkja og hafa skemmur hægra megin við húsin þegar verið rifnar á gömlu Krókslóðinni. Birgir Hlynur segir flest hin húsin munu verða áfram og verður byggt við þau eins og sýnt er hér fyrir ofan. Á myndinni er búið að teikna þrjá turna. Birgir Hlynur segir þá 6-10 hæða en leggur áherslu á að þetta að gæða þau nýju lífi,“ segir hann. Spurður hvenær ákvarðanir verða teknar varðandi skipulagið kveðst Birgir Hlynur horfa til vorsins. „Það verður hugsanlega á miðju næsta ári. Við sjáum fyrir okkur að efna til samráðsfundar með íbúum og hagsmunaaðilum í janúar. Við sjáum líka fyrir okkur að stofnuð verði hagsmunasamtök íbúa og fyrirtækja á svæðinu sem myndu leggja okkur lið við að þróa hug- myndina á næsta stig – að vinna skipulag út frá henni,“ segir Birgir. Byggt verður á auðum lóðum og við gömul hús  Skipulagsstjóri segir hugmyndina snúast um endurnýjun Birgir Hlynur Sigurðsson Tölvuteikning/Ask arkitektar Í vinnslu Hér má sjá drög að því hvernig gata í nýja hverfinu gæti litið út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.