Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Jólin eru haldin hátíðleg hér álandi og svo að segja allir taka þátt í hátíðahöldunum. Öllum er kunnugt um það hvers vegna jólin eru haldin hátíðleg og hverju er ver- ið að fagna, en samt sem áður hefur það orðið svo í seinni tíð að fáeinir stjórn- málamenn, aðallega í borgarstjórn, mega ekki til þess hugsa að æska landsins fái að kynnast grundvelli jólahátíðarinnar.    Í borgarstjórnspunnust um þetta allnokkrar umræður í vikunni þar sem fram kom að einhverjir borgarfulltrúanna vildu forða börnunum frá þeirri hættu að heimsækja kirkjur, aðrir fóru með löndum í mál- flutningi sínum og sögðu heimsókn- irnar „á gráu svæði“, en fulltrúar minnihlutans í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki töluðu máli kirkju- heimsókna.    Kjartan Magnússon sagði mál-flutning fulltrúa meirihlutans um að einhverjar kirkjuheimsóknir væru „á gráu svæði“ hefði orðið til þess að skólastjórnendur vissu ekki hvað þeim væri heimilt í þessum efn- um og bað hann borgarstjóra að skera úr um vafaatriðin.    Dagur B. Eggertsson talaði lengien sagði fátt sem talist gat svar við spurningu Kjartans eða gagnlegt í umræðunni.    Hann lét á hinn bóginn þau orðfalla að reglurnar, sem félagar hans reyna að nota til að hindra börn í að heimsækja kirkjur, væru farsælar og þörfnuðust ekki endur- skoðunar. Þær væru þó ekki ein- hverjar „gulltöflur sem við höfum sótt af einhverju fjalli“. Kjartan Magnússon Gullkorn borgarstjóra STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson „Íslendingar eru mjög íhaldssamir á jólamat en við finn- um að nautakjöt er að verða vinsælla á hátíðardiski landsmanna. Nautakjöt hefur ekki haft þann sess áður en það er að breytast og við finnum það,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda. Töluvert vantar upp á að framleiðsla á íslensku nauta- kjöti anni eftirspurn og segir Baldur að tvennt komi þar til. „Ég held að túrisminn vegi svolítið þungt þar annars vegar og svo er mikill samdráttur í slátrun á kúm,“ segir hann og bendir á að innflutningur á nautakjöti hafi verið meiri á þessu ári en áður. Hann segir að þeir erlendu gestir sem hingað koma þekki nautakjöt og séu vanir að borða og panta sér slíkt. „Neysla á því stendur ferðamanninum nær. Samdrátt- urinn í slátrun á kúm er út af þessari miklu neysluaukn- ingu á mjólk og þá draga bændur úr slátrun til að anna eftirspurn. Úr kúm kemur mikill hluti af hakki í ham- borgara og fleira. Það er búið að fjölga kúm um hartnær 10% á síðustu 18 mánuðum og það kemur fram á kjöt- mörkuðum.“ Hann segir að kúabændur séu meðvitaðir um að ís- lenskt nautakjöt sé vinsælt á veitingastöðum en það sé ekki auðvelt að anna eftirspurninni, framleiðsluferlið á nauti sé mjög langt – rúmir 30 mánuðir. benedikt@mbl.is Mikið flutt inn af erlendu nautakjöti fyrir jólin  Innlendir kúabændur anna ekki eftirspurn eftir nautakjöti Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsælt Töluvert vantar upp á að íslenskt nautakjöt anni eftirspurn og því er það flutt inn. Hæstiréttur stað- festi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á síðasta ári í meiðyrðamáli sem Egill Ein- arsson höfðaði á hendur Sunnu Ben Guðrún- ardóttur. Ummælin sem Sunna viðhafði voru: „Þetta er líka ekki árás á mann fyrir að segja eitthvað rangt, heldur fyrir að nauðga unglingsstúlku … Það má alveg gagnrýna það að nauðgarar prýði forsíður fjölrita sem er dreift út um allan bæ …“ Að mati dómsins fóru ummælin út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar með því að drótta Agli um refsivert at- hæfi og voru þau dæmd dauð og ómerk. Sunnu var ekki gert að greiða Agli miskabætur. Einn þriggja dómara, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sér- atkvæði í málinu. Segist hann vera samþykkur niðurstöðu meirihluta dómenda að fyrrgreind ummæli hafi falið í sér ærumeiðandi aðdróttun í garð aðaláfrýjanda. „Á hinn bóginn verður ekki tekið undir með meiri- hluta dómsins að atvik þessa máls og þess sem um var að ræða í dómi Hæstaréttar 20. nóvember 2014 í máli nr. 214/2014 séu ósambærileg í verulegum atriðum. Líkt og í at- kvæði mínu í því máli tel ég að um- mæli gagnáfrýjanda varði við fyrr- greint ákvæði almennra hegningar- laga og verði ekki réttlætt með vísan til 73. gr. stjórnarskrárinnar eða 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir í sératkvæðinu. Vísar Ólafur þar til meiðyrðamáls Egils á hendur Inga Kristjáni Sig- urmarssyni, en Ólafur Börkur skil- aði einnig sératkvæði í því máli þeg- ar Hæstiréttur staðfesti sýknudóm yfir Inga. Egill Einarsson Ummæl- in dauð og ómerk  Egill Einarsson vinnur meiðyrðamál Veður víða um heim 18.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri -6 skýjað Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 3 skúrir Ósló -2 þoka Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 11 súld Brussel 12 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 7 skúrir London 12 skýjað París 11 skýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 11 súld Berlín 10 skýjað Vín 11 skýjað Moskva 1 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -12 alskýjað Montreal 0 snjókoma New York 5 alskýjað Chicago -3 alskýjað Orlando 18 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:21 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:08 14:52 SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:33 DJÚPIVOGUR 10:59 14:50 Hágæða LED útiseríur www.grillbudin.is Frá Svíþjóð 120 ljós 180 ljós 40 ljós 80 ljós 120 ljós 200 ljós 240 ljós 300 ljós 1000 ljós LED LED VELD U SEM E NDAS T OG Þ Ú SPAR AR JÓLA LJÓS Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Opið 11-16 laugardag og 13-16 sunnudag LED 50 ljós 100 ljós 120 ljós 150 ljós 200 ljós 300 ljós 1000 ljós10 og 20 ljósGamaldags Komdu og fáðu ráðleggingar 30-6 0% afsl áttu r af jóla ljós um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.