Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 www.ullarkistan.is Jólagjöf sem vermir Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Kids Basic treyja 4190,- stk . Kids Basic buxur 4190,- stk . Ridder tre yja 4490,- stk . Ridder bu xur 4490,- stk . Dökkblá treyja7490,- stk. Dökkbláar buxur7490,- stk. Treyja með b lúndu 7490 ,- stk. Buxur með b lúndu 7490 ,- stk. Hlýr og notalegur ullarfatnaður úr 100%Merino ull á góðu verði Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 Íslandsklukka 9.900,- Púðar 14.990,- Ljósaker Stórt 32.500,- Ullarteppi 22.500,- Aðventukerti 4 stk 5.900,- Ljósaker Lítið 6.900,- Kökudiskur 8.900,- Jólatré Frá 5.900,- Hreindýr 8.900,- kr. stk. Garðveislupúði 10.900,- Lita bollar 4.490,- Svart/hvítar skálar Frá 8.490,- Hangover 29.900,- Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á Facebook Ermalausir toppar Litir: Rautt, kóngablátt & svart Str. 36–52 Tryggvagötu 18 - 552 0160 Pelsar Stuttir og síðir Meyjarnar Austurveri | Háaleitisbraut 68 | sími 553 3305 Sparitoppar - pils buxur - peysur Fjórmenningarnir í Aserta-málinu svokallaða voru sýknaðir fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness í gær, en þeir áttu að hafa brotið gegn fjármagns- höftunum með ólögmætum gjald- eyrisviðskiptum. Málið höfðaði sér- stakur saksóknari gegn Karli Löve Jóhannessyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni. Greiðist all- ur sakarkostnaður úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjenda sem nema samtals um 24 milljónum króna. Fjórmenningunum var gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um gjaldeyrismál og er óumdeilt að ákærðu öfluðu sér ekki leyfis frá Seðlabankanum til að hafa milli- göngu um gjaldeyrisviðskipti og höfðu ekki aðra heimild til að stunda slíka starfsemi hérlendis. Í dómnum segir einnig að það sé ekki útskýrt sérstaklega í lögunum hvað felist í því að hafa „milligöngu“ um gjaldeyrisviðskipti. Mennirnir fjórir áttu í gjaldeyris- viðskiptum í nafni sænska fé- lagsins Aserta AB með því að kaupa íslenskar krónur af erlend- um fjármálafyr- irtækjum fyrir erlendan gjald- eyri sem mót- aðilar þeirra höfðu lagt inn á gjaldeyrisreikning á nafni félagsins í banka í Svíþjóð. Héraðsdómur Reykjaness segir við- skiptin ekki hafa farið fram hér- lendis. „Sá þáttur í viðskiptum við mótaðilana að flytja krónurnar til Íslands telst til fjármagnshreyfinga í skilningi laga um gjaldeyrismál sem engar teljandi skorður voru reistar við fram til þess að gjaldeyrishöftum var komið á og voru ekki refsiverð- ar á þeim tíma sem hér skiptir máli.“ ash@mbl.is Aserta-fjórmenning- ar sýknaðir í héraði Sýknaðir Héraðs- dómur Reykjaness.  Viðskiptin fóru ekki fram hér á landi Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Bifreiðastöð Reykjavíkur hefur látið þróa nýtt leigubílaapp sem tekið verður í notkun í byrjun næsta árs. Með appinu er hægt að panta bíl með einum smelli auk þess sem hægt er að greiða með appinu. Appið hefur verið í þróun hjá hug- búnaðarfyrirtækinu Reontech í tvö ár en Guðmundur Börkur Thoraren- sen, framkvæmdastjóri BSR, segir leit að góðu kerfi hafa staðið yfir í tuttugu ár. Nú sé það komið í prufu- ferli hjá fyrirtækinu og verður að- gengilegt viðskiptavinum í byrjun næsta árs í gegnum App Store fyrir iPhone-síma og Play Store fyrir Android-síma. Í appinu verður hægt að sjá hvar bíllinn er staddur og áætlaðan komutíma hans en viðskiptavinir fá síðan skilaboð þegar bíllinn er mætt- ur á svæðið. Þá er hægt að láta ým- iss konar sérþarfir ráða för og verð- ur til dæmis hægt að biðja sérstaklega um lítinn bíl, stóran bíl, reyklausan bíl eða bíl þar sem hundar eru velkomnir um borð. Ennþá verður hægt að greiða með reiðufé og korti en einnig verður hægt að greiða með appinu. Þá geta farþegar skipt fargjaldinu sín á milli og hver greitt á sinn máta. Gefa bílstjóranum einkunn Að ferðinni lokinni fá farþegar skilaboð þar sem nafn og númer leigubílstjórans kemur fram. Er þá síðar hægt að biðja um sama bíl- stjóra auk þess sem auðveldara verður að hafa samband við hann ef eitthvað gleymist til dæmis í bílnum. Þá geta viðskiptavinir loks gefið bíl- stjóranum einkunn kjósi þeir að gera svo. Appið gerir pöntunarkerfi BSR einnig auðveldara að því leyti að pantanir fara beint til leigubílstjór- anna og þarf miðstöðin því ekki að vinna úr þeim. Gæti þetta því sparað nokkurn tíma og gert þjónustuna skilvirkari. Nokkur umræða hefur verið um leigubílaþjónustu Uber eftir að greint var frá því að nægilega mörg- um undirskriftum hefði verið safnað á vefsíðu leigubílaþjónustunnar til þess að fyrirtækið geti hafið starf- semi í Reykjavík. Guðmundur segir appið henta bet- ur en Uber fyrir íslenskan markað. Aðspurður hvort appið geri BSR samkeppnishæfari á markaðnum komi Uber til landsins, segir Guð- mundur kerfi BSR henta mun betur fyrir íslenskan markað þar sem leyfi þurfi fyrir leigubílaakstri. Morgunblaðið/Ómar Leigubílar BSR App leigubílastöðv- arinnar hefur verið í þróun í tvö ár. Fyrsta íslenska leigubílaappið  Panta bíl og borga með einum smelli - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.