Morgunblaðið - 19.12.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 19.12.2014, Síða 11
Morgunblaðið/Kristinn Höfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir hefur rannsakað líf hjónanna Hallgríms og Guðríðar í nokkra áratugi. Hér er hún á jólasýningu Þjóðminjasafnsins á Torginu en sýningin byggist á bók hennar Jólin hans Hallgríms. „Þegar ég var beðin um að skrifa Heim Guðríðar fór ég á bólakaf of- an í söguna sjálf og hóf mína eigin rannsóknarvinnu,“ segir hún. Leikritið Heimur Guðríðar var skrifað sérstaklega fyrir Kirkju- listahátíð í Hallgrímskirkju árið 1995 og var sýnt víða fram til árs- ins 2000. Jóladagatal fyrri tíma Í ár eru 400 ár liðin frá fæð- ingu Hallgríms og fannst Stein- unni það vel við hæfi að kynna þennan merka mann fyrir íslensk- um börnum með því að skrifa um hann barnabók. „Þannig að þau fái endurnýjaða tengingu og for- sendur til að skilja hvernig stend- ur á þessu gríðarlega minnismerki um hann hér á Skólavörðuholtinu,“ segir Steinunn og vísar þar til Hallgrímskirkju. Hún hefur á und- anförnum vikum lesið upp úr bókinni fyrir börn og þá sem muna gömlu jólin. Hún fór meðal annars á söguslóðirnar í Skagafirði og heimsótti þar alla skólana. „Í samstarfi við tón- menntakennara setti ég saman dálitla dagskrá því það er merkileg tengitaug á milli Hallgríms sem barns og íslenskra skólabarna núna. Tengingin er í gegn- um jólakvæðið Nóttin var sú ágæt ein, Vöggukvæðið, sem er einn af okkar ynd- islegustu jólasálmum,“ segir Steinunn og vísar þar til kvæðis Einars Sigurðssonar sem fjallað var um hér að ofan. „Þetta kvæði ómar undir í allri sögunni. Ég hef sagt krökkunum frá því að mamma hans Hallgríms hafi notað þetta kvæði sem upp- runalega er tuttugu og átta erindi, eins og við notum jóladagatalið. Við opnum einn glugga á dag og börnin litlu í Gröf lærðu eina vísu á dag í þessu jólakvæði,“ segir hún. Þegar kvæðið var komið gátu jólin komið. Að ýmsu þarf að huga fyrir jólin, bæði í nútíð og fortíð. „Það þarf að taka til og alltaf þarf að hugsa um skepnurnar á bænum og sinna öllu þessu sem við erum enn að gera: Laga fötin, útbúa ný, þrífa, fara í jólabað og svo verður að lokum heilagt og jólin koma í hjartað á börnunum. Það er boð- skapurinn í þessu gamla kvæði í Vísnabók Guðbrands,“ segir Stein- unn og vísar þar til vögguljóðsins. Kraftaverk jólanna Steinunn hefur að undanförnu heimsótt hina ýmsu grunnskóla og kynnt Hallgrím fyrir börnunum. Tónmenntakennararnir hafa tekið þátt í undirbúningi heimsókn- arinnar með því að kenna þeim nokkur erindi úr kvæði Einars Sigurðssonar. „Svo syngjum við kvæðið saman. Þetta hefur alltaf verið sungið en þó við vitum ekki lengur hvernig lagið hafi verið þá er þetta víkivaki,“ segir hún. Í sögu Steinunnar um Hall- grím er bæði nýfætt barn og ný- borið lamb og hafa sum börnin sem Steinunn hefur lesið fyrir sagt að það lambið sé „Jesúlamb“ því það fæddist á jólum. Einkum og sér í lagi höfðu börnin í Skagafirði eitthvað að segja um lambsfæð- ingar á þessum árstíma. „Krakk- arnir í Skagafirði sögðu mér alls konar kraftaverkasögur því það er mjög óvenjulegt, eins og fólk veit, að lömb fæðist rétt fyrir jólin og ekki heppilegt í myrkri og kulda. Börnin í sveitinni vita að lömbin fæðast á vorin. Þau gátu samt sagt slíkar sögur af sínum bæjum. Einn strákurinn sagði að á sínum bæ hefði lamb fæðst klukkan sex hinn 24. desember,“ segir Steinunn Jó- hannesdóttir, höfundur bókarinnar Jólin hans Hallgríms. Það er því ljóst að kraftaverk á borð við lambsfæðingar á jólum eiga sér líka stað á okkar tímum og hvaða tími ársins er betri fyrir krafta- verk en einmitt sjálf jólin! DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Söngfuglarnir Ragnheiður Gröndal, Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir syngja á tvennum tónleikum í Fríkirkj- unni í Reykjavík í kvöld. Saman skipa þau söngtríóið Eitthvað fallegt. Fyrri tónleikarnir hefj- ast klukkan 20 og þeir seinni klukkan 22.30 og rennur hluti ágóðans til góðgerðarmála. Eitthvað fallegt syngja með- al annars lagið Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs við texta Kristjáns frá Djúpalæk. Lögin Hin fyrstu jól og Klukknahljóð voru á 45- snúninga plötu sem kom út hjá Íslenskum tónum árið 1964. Eitthvað fallegt í Fríkirkjunni Morgunblaðið/Ómar Tríó Ragnheiður Gröndal tilheyrir tríóinu. Tríó söngfugla með tvenna jólatónleika í kvöld Presturinn og skáldið Hall- grímur Pétursson fæddist í Gröf á Höfðaströnd árið 1614 og lést 1674. Hann gekk í latínuskólann á Hólum en fór svo utan til náms. Hallgrímur var höfuðskáld sinnar tíðar og jafnframt eitt helsta trúarskáld Íslendinga. Ár- ið 1666 komu út Passíu- sálmar Hallgríms og er píslarsaga Krists rakin og túlkuð í fimmtíu sálmum. Fjölmörg kvæði eru þekkt eftir Hallgrím og má þar til dæmis nefna heimsádeiluna Aldarhátt, Heilræðavísur, Rímur af Lykla-Pétri og Megellónu, Þráðarleggs- vísur, Króka-Refs rímur, Flærðarsennu og Öl- erindi. Hallgrímur Pétursson SÁLMAR OG HEIMSÁDEILA Ég er af þeirri óræðu kynslóð sem stundum er nefnd aldamótakynslóðin – við erum ca. sá hópur fólks sem fæddist milli 1980 og 2000 plús mínus fáein ár. Eitt sem mér finnst stund- um gaman og áhugavert að pæla í er samband okkar – þessarar kynslóðar – við leiðindi og tekst oftar en ekki að hugsa mig að þeirri niðurstöðu að viðhorf okkar og reynsla af leiðindum sé annars eðlis en eldri kynslóða. Okkur leiðist í stuttu máli aldrei. Hvert og eitt okkar gengur með lítið tæki í vasanum sem býður upp á sér- sniðinn og ómótstæðilegan afþrey- ingarheim fyrir okkur á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Tannlækna- biðstofur, flughafnir, umferðar- teppur – það skiptir ekki máli. Leið- indi þessara aðstæðna bíta ekki á okkur. Efist einhver um þessa litlu grein- ingu bendi ég viðkomandi á að líta til þess hvernig fyrirtæki og stjórn- málaflokkar markaðssetja sig gagn- vart þessari kynslóð. Fyrsta sönn- unargagnið er Wow Air, fyrsta skemmtilega flugfélagið í heim- inum. Flugfélag sem hagar sér eins og flippaði vinur þinn á djamminu sem vill dansa uppi á borði og labba yfir bíla. Meira að segja símsvari flugfélagsins segir manni brandara. Nova byggir á sam- bærilegri hugmynda- fræði, ofurhresst og nútímalegt fjar- skiptafyrirtæki sem grínar með frægu fólki á Snapchat. Þetta er allt svo fokk fyndið! Um daginn sá ég líka að strætó er allt í einu orðinn „skemmti- legri“ ferðamáti. Þá er Björt framtíð – Wow Air stjórnmálanna – flokkur sem gefur í skyn að pólitík eigi að vera jákvæð, átakalaus og skemmtileg (en er í raun, sýnist mér, alls ekki jafnfrjáls- lyndur og kátur og hann þykist vera). Allt þetta miðar að því að höfða til sama þjóðfélagshópsins. Haldi ein- hver að ég hafi eitthvað á móti þess- ari þróun, þá er það rangt. Ég styð öll fyrirtæki sem reyna eitthvað nýtt og ég skynja að eru ekki afturhalds- söm í hjarta sínu. Ég er í raun fylgj- andi öllu sem er hresst og skemmti- legt og fær mig um stund til að gleyma því að Ísland er samfélag í bakkgír og að 70% þjóðarinnar gætu alveg eins verið frá annarri plánetu en ég hvað afstöðu og viðhorf varðar. En leiðindi held ég hins vegar að séu ómissandi þáttur mannlegrar til- veru og er tilbúinn til að verja þá afstöðu að fólk læri sjaldan meira um sjálft sig og hugsanir sínar en þegar því leiðist. Málið er bara að það er svo fjandi erfitt að leiðast. Það er öhhm… svo leiðinlegt. Við verðum hins vegar af dýrmætri reynslu ef okkur leiðist aldrei. En hey, óþarfi að setja upp skeifu hérna. Mark- aðurinn mun á end- anum kveikja á þessu og byrja að selja okkur leiðindi á þeim forsendum að þau séu spenn- andi og öðruvísi. » Flugfélag sem hagarsér eins og flippaði vinur þinn á djamminu sem vill dansa uppi á borði og labba yfir bíla. Heimur Halldórs Armands @HalldorArmand Eva Borðlampar Fullt verð: 8.900 kr. Jólaverð: 6.200 kr. Gigaset Símtæki A510 Fáanlegt í hvítu og svörtu. Vel upplýstur skjár með stórum stöfum. Fullt verð: 9.670 kr. Jólaverð: 8.220 kr. BOSCH Hrærivél MUM 4405 Hrærir, hnoðar og þeytir. Fullt verð: 25.900 kr. Jólaverð: 18.900 kr. SIEMENS Þvottavél WM 12E267DN Tekur mest 7 kg, vindur upp í 1200 sn./mín. Orkuflokkur A+++. Hraðkerfi 15 mín. Með íslensku stjórnborði og íslenskum leiðarvísi. Fullt verð án vörugjalda: 103.900 kr. Jólaverð: 96.900 kr. Jólin 2014 Hágæða vörur og fyrsta flokks þjónusta. Jólabæklingurinn er kominn út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.