Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Innigallar fyrir konur á öllum aldri Margir litir Stærðir S-XXXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Velúrgallar Tax free af öllum snyrtivörum, ilmum og gjafakössum fyrir dömur og herra í desember HEILSA OG LÍFSTÍLL SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 19. desember Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og lífstílsbreytingu á nýju ári. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um heilsu og lífstíl laugardaginn 3. janúar Hinir árlegu jólasveinaleikar Vatns- endaskóla í Kópavogi voru haldnir í Kórnum í gær. Í ár verður skólinn 10 ára en leikarnir hafa verið hluti af starfsemi hans frá upphafi. Guðrún Soffía Jónasdóttir, skóla- stjóri Vatnsendaskóla, segir alla 540 nemendur skólans taka þátt í jóla- leikunum sem beðið er eftir á hverju ári með mikilli tilhlökkun. Leiða leikarnir til aukinnar samstöðu og vináttu meðal nemenda en í hverju liði eru oftast börn af hverju aldurs- stigi. „Krakkarnir verða að vinna saman til þess að leysa þrautirnar. Gefin eru stig fyrir liðsheild og er mikilvægt að allir meðlimir hvers liðs séu virkir og taki þátt í leik- unum,“ segir Guðrún Soffía. Liðin heita eftir jólasveinum Öllum nemendum grunnskólans er skipt í lið sem heita eftir þekktum eða óþekktum jólasveinum og keppa liðin sín á milli í ýmsum hefð- bundnum og óhefðbundnum grein- um. Keppt er í hlaupi, klifri, stíg- vélasparki, baunapokakasti og fótbolta, og í hugarleikjum líkt og spurningakeppnum og öðru sem reynir á almenna kunnáttu kepp- enda og kunnáttu er tengist jól- unum. Guðrún Soffía segir marga nemendur hafa mikið keppnisskap sem gerir leikana enn skemmtilegri. Minnist hún þess þegar til stóð að jólaleikarnir yrðu aðeins fyrir yngri bekki. „Efstu bekkirnir komu og kvörtuðu. Það kom ekki annað til greina en að allir nemendur skólans myndu taka þátt.“ Hurðaskellir stóð uppi sem sigur- vegari í ár og fá meðlimir liðsins af- hentan bikar í dag. Í öðru sæti kom Skreppur og í því þriðja Þvöru- sleikir. benedikta@mbl.is Sparkað Margir nemendur klæða sig í jólasveina- og -sveinkubúning í tilefni dagsins, sem setur svip á leikana. Liðsheild Gefin eru stig fyrir liðsheild og er því mikilvægt að allir meðlimir liðanna taki virkan þátt í leikunum. Morgunblaðið/Þórður Hugarleikir Liðin verða að leysa hinar ýmsu þrautir sem reyna á hugann. Keppnisskap á jólasveinaleikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.