Morgunblaðið - 19.12.2014, Síða 16

Morgunblaðið - 19.12.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Fæst í Hagkaup, Elko, Spilavinum og www.heimkaup.is NÝTT www.nordicgames.is FJÖLSKYLDU- OG PARTÍSPILIÐ 2000 nýjar þrautir og spurningar Jeppadekk Jeppinn stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja dekk við hæfi. Þjónustusími: 561 4200 Reykjavík • Fiskislóð 30 Reykjavík • Grjóthálsi 10 Reykjanesbæ • Njarðarbraut 9 Tangarhöfða 8 • Sími: 590 2045 Þjónustuborð: 590 2000 Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is „Þetta hefur alltaf verið gert, þannig að þetta er ekkert nýtt af nálinni hjá okkur né öðrum verslunum í þessum geira,“ segir Guðrún Sigþórsdóttir, útlitshönnuður hjá versluninni Pier, um afslátt á jólavörum. Fjölmargar verslanir bjóða upp á afslátt af jóla- vörum núna stuttu fyrir jólin og eru dæmi um að nú sé hægt að kaupa jólavöru á allt að 65% afslætti. Rúmfatalagerinn er engin undan- tekning frá þessu og hefur verslunin boðið upp á mikið úrval jólavara í gegnum árin og oft verið með þeim fyrstu til þess að setja upp jólavörur í verslunum sínum. Ívar Ívarsson, verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi, segir það borga sig að selja jólavörur á afslætti enda geti lagerpláss verið dýrt. „Það er dýrara að sitja uppi með vöruna og geyma hana til næstu jóla en að selja hana á afslætti. Allar verslanir gera þetta til þess að hreinsa út svo það sé hægt að skipta jóladótinu út fyrir aðrar vörur eftir áramót og kaupa nýjar jólavör- ur fyrir næstu jól.“ Borgar sig ekki að bíða Rúmfatalagerinn gefur, líkt og margar aðrar verslanir, afslátt af jólavörunum næstu daga og er þar til dæmis hægt að kaupa jólatré á 60% afslætti. Það getur því munað miklu hvort verslað er í byrjun desember eða í síðustu vikunni fyrir jólin. Þrátt fyrir þetta vilja flestir Ís- lendingar ekki bíða lengi með að kaupa skraut og annan jólavarning fyrir jólin. „Það er bara fyrstur kem- ur fyrstur fær. Búðirnar í dag eru farnar að kaupa inn öðruvísi en þær gerðu og kaupa þar af leiðandi minna magn af hverri vöru. Ef þú bíður með að kaupa vissa vöru þá færðu hana ekki,“ segir Guðrún. Þá segir Ívar fastakúnna Rúmfatalagersins löngu búna að átta sig á því að það borgi sig ekki að bíða með að festa kaup á ákveðnum vörum. Aldrei eins mikið að gera Sala á jólavarningi hefur gengið einstaklega vel í ár að sögn Ívars sem hefur að eigin sögn aldrei séð annað eins. „Þú myndir ekki trúa því hvað það selst hratt úr hillunum. Ég er búinn að vinna hjá Rúmfatalag- ernum í tíu ár og það hefur aldrei verið svona gaman. Það er búið að vera svo mikið að gera og salan meiri í ár en hefur tíðkast.“ Hið sama hefur verið upp á ten- ingnum í verslunum Pier en Guðrún segir starfsfólk verslunarinnar finna fyrir talsverðari aukningu á sölu þessi jólin. „Við höfum boðið upp á breiðara úrval af jólavörum en und- anfarin ár og það hefur gengið rosa- lega vel að selja þær vörur. Þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Guðrún. Aldrei meiri sala á jólavörum  Verslanir lækka verð á jólavörum stuttu fyrir jól  Hægt er að gera góð kaup  Dýrara fyrir versl- anir að geyma árstíðabundnar vörur  Kaupa minna magn af hverri vöru  Fyrstur kemur fyrstur fær Morgunblaðið/Kristinn Jólin Það getur borgað sig að bíða með að kaupa jólaskraut og aðrar jóla- vörur því margar verslanir lækka verðið á því umtalsvert stuttu fyrir jólin. Samkvæmt reglum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga mega fatlaðir nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra 60 sinnum á einum mánuði. Andri Val- geirsson, varaformaður Sjálfs- bjargar, gagnrýnir þær takmarkanir sem reglunum fylgja. Þjónustu- miðstöðvum velferðarsviðs er heim- ilt að veita fleiri ferðir til þeirra not- enda sem eru virkir í íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Umfram- ferðir geta að hámarki verið 20 og er þá hámarksfjöldi ferða 80 á mánuði. Ferðaþjónustunni hefur verið sinnt af Strætó sem keyrir fatlaða á sér- útbúnum bílum. Gjaldskrá miðast við hálft almennt fargjald í strætó. „Þetta er í raun bara ein ferð á dag, fram og til baka. Meirihluti öryrkja er virkt fólk sem er í vinnu, skóla eða stundar fé- lagsstörf. Sér- staklega er þetta fáránlegt í ljósi þess að þetta er rekið af Strætó og ég sé engar takmarkanir á ferðum ófatlaðra með strætó,“ segir Andri. Reglurnar hafa verið á þennan veg um hríð en nú hefur verið tilkynnt að fylgja eigi þeim eftir með ákafari hætti. „Sjálfs- björg hefur gagnrýnt þessar tak- markanir, en það hefur ekki verið hlustað á það,“ segir Andri. vid- ar@mbl.is „Engar takmarkanir á ferðum ófatlaðra“  Fatlaðir fá 60 ferðir á mánuði Andri Valgeirsson Undanþága frá því að stimpla inn pinnnúmer við notkun greiðslu- korta verður afnumin hinn 19. jan- úar næstkomandi. Eftir þann tíma munu korthafar alltaf þurfa að staðfesta greiðslur með pinnnúmeri sínu. Notendur örgjörvalausra korta munu þó áfram skrifa undir greiðslukvittun eins og verið hefur. Í tilkynningu kemur fram að til þess að forðast óþægindi sé mik- ilvægt að kortanotendur leggi núm- erið á minnið. Hægt er að nálgast pinnnúmer í netbönkum, öppum eða í því banka- útibúi sem kortið er gefið út í. Engar undanþágur með pinnið frá 19.1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.