Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 18

Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Staðan er einfaldlega sú að nú er í Heiðmörkinni lítið af trjám í þeirri stærð að þau henti sem jólatré. Því færum við okkur nú upp í skógi vaxna Hólmsheiðina,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Jólaskógurinn sem svo er kallaður og er í jaðri Reykjavíkur var opnaður um helgina. Reitur þessi er í Hólms- heiði, í nágrenni við tengivirki Landsnets og vatnstanka Orkuveitu Reykjavíkur, svo einhver nærtæk kennimörk séu nefnd. Flestir tengja þó heiðina væntanlega við hug- myndir um að útbúa þar innanlands- flugvöll, eins og talsvert hefur verið rætt um síðustu árin. Greiðfærasta leiðin á Hólmsheiði er þar sem ekið er af Suðurlandsvegi við Geitháls og þar til norðurs eftir Hafravatnsheiði. Er leiðin vel merkt og þarna verður opið um næstu helgi, laugardag og sunnudag, milli kl. 11 og 16. Högg í heiði og markaður við vatnið Jafnan nýtur vinsælda hjá fjöl- skyldum að fara saman, velja sér jólatré, höggva það, greiða fyrir og setjast síðan niður við heitan arineld og drekka kakó eins og býðst um helgina í Hólmsheiði. Sömuleiðis verður markaðurinn við gamla Elliðavatnsbæinn opinn en heimsókn þangað er í margra vitund ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Þar fást ýmsar skógarafurðir, auk þess sem handverksfólk selur þar gripi sína, rithöfundar lesa úr verkum og jólasveinar bregða á leik. Í tímans rás hafa tugþúsundir plantna verið gróðursettar í upp- löndum borgarinnar, til að mynda í krafti samstarfs Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur sem lengi var við lýði. „Í þessum samstarfsverkefnum var mikið unnið í Öskjuhlíð, Elliðaárdal, við Rauða- vatn og á Reynisvatns- og Hólms- heiði – og á síðarnefndum stöðunum eru nú orðin afar falleg skógarlönd sem njóta vinsælda til dæmis meðal útivistarfólks,“ segir Helgi Gíslason og heldur áfram: Mikið gróðursett í Heiðmörk nú „Í síðari tíð hefur félagið hins veg- ar vegar beint kröftum sínum að starfi í Heiðmörk, en reyndar kom nokkurra ára hlé í allt gróðursetn- ingarstarf okkar þar í kringum alda- mótin. Því er hér ekki úr miklu að moða hvað varðar hefðbundin jólatré, til dæmis greni og furu, í 1,5- 2,0 metra hæð sem er þessi heppi- lega stærð sem fólk sækist mikið eft- ir. Við tökum því jólatrén úr Hólms- heiðinni í ár og hugsanlega eitthvað áfram, en með þessu erum við líka að grisja skóginn á heiðinni eins og mik- il þörf var orðin á. Þessir lundir eru orðnir nokkuð þéttir. Í fyllingu tímans færum við okkur svo væntanlega aftur í Heiðmörkina. Þar höfum við raunar gróðursett mikið síðustu árin, til dæmis á Elliða- vatnsheiði nyrst á svæðinu og suður í Hjalladal sem er í Garðabæjarenda skógarins.“ Fá jólatré af Hólms- heiði nú og næstu ár  Lítið um tré úr Heiðmörk í heppilegri stærð eftir stopula gróðursetningu um aldamót  Heppileg stærð 1,50-2,0 metrar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarmaður Margir kaupa jólatré sín alltaf hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur, en í ár eru þau fengin af Hólmsheiði, þar sem Helgi Gíslason stóð í gær. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við erum búin að hækka listaverð okkar á konfekti um rúm 10% á milli ára,“ segir Kristján Geir Gunn- arsson, markaðsstjóri Nóa Síríus, en konfekt í verslunum hefur hækkað um allt að 36% á milli ára að mati ASÍ. „Ég get lítið tjáð mig um útsölu- verð verslana, við höfum hreinlega engin áhrif á það. Konfekt hefur allt- af verið verðsamkeppnisvara og það skiptir máli þegar borið er saman á milli ára hvenær könnunin er gerð því það eru oft ýmis skynditilboð sem geta skekkt myndina,“ segir hann jafnframt. Hráefni hækkað um 56% „Á síðasta ári hækkaði aðal- hráefnið okkar, sem er kakóafurð, um 56% á milli ára. Á þessu ári hefur þessi afurð hækkað um 18% ofan á það. Ef við getum sett þetta í sam- hengi við aðrar greinar þá vegur þetta álíka þungt og eldsneyti hjá flugfélögum. Með miklum aðgerðum hérna megin þá hækkaði varan okk- ar hisnvegar ekki nema um 10%,“ segir Kristján en hann kveðst þó ekki áhyggju- fullur yfir sölunni í ár þrátt fyrir hækkanir. „Mín tilfinning er sú að þetta hafi ekki gríðarleg áhrif á söluna þessi jól. Konfekt er þannig vara að maður kaupir hana bara einu sinni á ári. Aðrar sambærilegar vörur hafa náttúrlega hækkað líka. Annars er þetta ekki yfirstaðið,“ segir hann. Þess má einnig geta að þrátt fyrir að sykurskatturinn legg- ist af eftir áramót munu vörur Nóa Síríus ekki lækka í verði samhliða því. „Sykurskatturinn fer vissulega af um áramót. Listaverð okkar mun lækka en á móti kemur virð- isaukaskatturinn til neytenda. Við sjáum fram á að verð fari upp um svona eitt til tvö prósent. Í ein- hverjum tilfellum mun verð hækka og í öðrum mun það lækka, annars eru þetta alls ekki miklar sveiflur. Við fyrstu sýn sjáum við því ekki miklar breytingar á útsöluverði til neytenda,“ segir Kristján að lokum. Konfektið allt að 36% dýrara í ár  Sykurskattur mun ekki lækka verð Kristján Geir Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.