Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 21

Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 21
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Willow tree styttur – 120 gerðir Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í veðurhamnum sem gengið hefur yfir Ísland undanfarið hafa björgun- arsveitir um landið staðið í ströngu. Alls hafa þær sinnt rúmlega 900 verkefnum í desembermánuði ein- um, en að þeim hafa komið samtals 885 manns í 85 björgunarsveitum. Auk þess hafa tvær stórar leitarað- gerðir farið fram við erfiðar aðstæð- ur. Guðbrandur Örn Arnarson, verk- efnastjóri aðgerðamála hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, segir að torvelt sé að halda utan um ná- kvæma tölfræði. „Erfitt getur verið fyrir fólkið sem er úti að sinna verk- efni undir miklu álagi að gefa okkur meiri upplýsingar en einmitt það, að það sé að sinna verkefni.“ Rýmdu fyrir brýnna verkefni Sem dæmi um þetta nefnir Guð- brandur að sérhvert verkefni geti þróast á fjölbreyttan hátt. „Í vikunni gerðist það að fólk sem var á okkar vegum í leitarverkefni þurfti að losa fjölda bíla úr fannfergi bara svo það gæti komist leiðar sinnar í verkefni sem var mun brýnna í eðli sínu.“ Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, segir að óvenjumikið álag hafi verið á björgunarsveitun- um í desember. Álagið dreifist um allt land „Auðvitað er erfitt að henda reiður á hvort um met sé að ræða, en vissu- lega hefur verið mikið að gera hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Hörð- ur. Hann segir að álagið hafi heldur ekki einskorðast við einn landshluta. „Dreifingin hefur verið um allt land, mikið hefur verið að gera á Austur- landi og sömuleiðis fyrir vestan.“ Aðspurður hvort fjöldi útkalla eigi eftir að skila sér í aukinni flugelda- sölu, segir Hörður: „Í raun á það bara eftir að koma í ljós en lands- menn hafa alla tíð staðið við bakið á okkur og sömuleiðis stutt björgunar- sveitir í sínum heimabyggðum. Ég býst ekki við að það breytist nú.“ Fjöldi aðgerða björgunarsveitanna í desember Heimild: Landsbjörg Höfuðborgarsvæðið 6 Suðurnes 15 Árnessýsla og nágrenni 9 Suðurland 9 Akranes Borgarfjörður 13 Snæfellsnes og Dalasýsla 22 Vestfirðir suður 20 Vestfirðir norður 7 Strandasýsla 6 Húnavatnssýsla 17 Skagafjörður 22 Eyjafjörður 18 Mývatnssveit 15 Austfirðir 29 Hornafjörður, Öræfi 3 Vestmannaeyjar 2 6 15 9 9 13 22 20 7 6 17 22 18 15 29 3 2 Nærri þúsund verk- efni björgunarsveita  Hafa sinnt rúmlega 900 verkefnum í desembermánuði Morgunblaðið/RAX Bylur Mikið fannfergi hefur einkennt útsýnið þennan desembermánuð en björgunarsveitirnar hafa nú sinnt nærri þúsund útköllum í mánuðinum. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 10 ára fang- elsi fyrir að brjóta kynferðislega gegn tveimur ungum drengjum og þroskahamlaðri konu. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var ákærður fyrir að hafa brotið gegn tveimur átta ára drengjum á heimili sínu í ágúst sl. Fram kom við skýrslustökur að maðurinn hefði borið við minnisleysi. Maðurinn braut jafnframt kynferðislega gegn þroskahamlaðri konu fyrr á þessu ári.. Ekki er búið að birta dóminn á vef dómstólanna, en saksóknari stað- festi niðurstöðuna í samtali við mbl.is í gær. Fram kemur í gæsluvarðshalds- úrskurði að fram hafi komið við yf- irheyrslur yfir manninum og drengj- unum að maðurinn hefði komið að máli við drengina þar sem þeir voru við leik utanhúss á Akureyri og í framhaldi af því hefðu þeir allir farið inn í íbúð mannsins þar sem hann braut gegn þeim. Talinn var sterkur grunur um að maðurinn hefði fengið drengina inn í íbúð sína undir hótun um að ella yrði lögregla kölluð á staðinn. Undir þeirri hótun hefðu drengirnir fylgt honum í íbúðina þar sem þeir hefðu verið á valdi hans. Læknir skoðaði drengina og sáust áverkar á þeim báðum. Ákæra á hendur manninum var gefin út í september. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dómur Hús Héraðsdóms Norður- lands eystra á Akureyri. Tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Matvælastofnun hefur á undan- förnum mánuðum auglýst í þrí- gang eftir dýralæknum til að þjónusta Fljótsdalshérað, Fljóts- dalshrepp, Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Fjarða- byggð (að undanskildum Fá- skrúðsfirði og Stöðvarfirði), en án árangurs. Stofnunin telur að breyta þurfi reglum til að finna lausn sem stuðlar að því að tryggja dýralæknaþjónustu á svæðinu til lengri tíma. Tveir dýralæknar á svæðinu eru sjálf- stætt starfandi, en hafa nú til- kynnt fjarveru til 4. janúar næst- komandi. Í tilkynningu frá Matvælastofn- un segir að stofnunin harmi þá stöðu sem dýraeigendur á Aust- urlandi standi frammi fyrir með- an enginn dýralæknir sé starf- andi á svæðinu. Hafa yfirdýralæknir og aðrir fulltrúar Matvælastofnunar fundað með landbúnaðarráðherra og gert grein fyrir stöðunni. Dýralækni vantar á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.