Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 27

Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Jólagjafirnar fást í Krumma Gylfaflöt 7 • 112 Reykjavík • 587 8700 Opið virka daga 8:30-18:00, laugard. 11:00-16:00 www.krumma.is 24.700 kr. 22.552 kr. 15.800 kr. 12.500 kr. 15.660 kr. 8.900 kr. 5.800 kr. Talsmenn risafyrirtækisins Sony staðfestu í gær, að gamanmyndinni „The Interview,“ eða „Viðtalið“, yrði ekki dreift til kvikmyndahúsa utan Bandaríkj- anna, en í fyrra- dag var hætt við frumsýningu myndarinnar í Bandaríkjunum, en hún var fyr- irhuguð á jóla- dag. Ólíklegt er talið að myndin verði nokkurn tímann gefin út og ekki fengust skýr svör um það hvort til stæði að myndin yrði seld á DVD- formi. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að hópur tölvuþrjóta, sem köll- uðu sig Varðmenn friðarins, hafði hrellt fyrirtækið og hótað því að færi myndin í sýningu ættu kvikmynda- húsagestir á hættu að verða fyrir hryðjuverkaárás. Sagði í skilaboðum samtakanna að fólk myndi minnast árásanna 11. september, ef það færi að sjá myndina. Myndin fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá tækifæri til þess að taka viðtal við leiðtoga Norður-Kóreu. Gamanið kárnar hins vegar þegar leyniþjónustan vill að þeir nýti sér tækifærið og ráði leiðtogann af dögum. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að bandaríska alríkis- lögreglan FBI gruni yfirvöld í Norð- ur-Kóreu um að standa að baki víð- tækum tölvuárásum á Sony í tengslum við myndina, en á þeim bænum hafna menn allri sök. Sögð aðför að málfrelsi Ýmsir mektarmenn í Hollywood gagnrýndu Sony í gær fyrir að láta undan kröfum tölvuhakkaranna. Leikarinn Ben Stiller sagði það vera ógn við tjáningarfrelsið. Leikarinn Rob Lowe, sem fór með lítið hlutverk í myndinni, tók einnig undir þá gagnrýni og sagði að Holly- wood hefði gert Neville Chamber- lain, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, stoltan í gær. sgs@mbl.is Myndin verður hvergi sýnd Kim Jong-un  Sony hættir við „The Interview“ Nemendur og stjórnmálamenn í Íslamabad í Pakistan kveikja á kertum til minningar um 132 börn og 16 kennara sem biðu bana í árás talibana á barnaskóla í Peshawar á þriðjudaginn var. Nemendur og kennarar í skólum landsins sögðust vera staðráðnir í því að hefja skólastarfið að nýju þrátt fyrir hættuna á fleiri árásum. AFP Halda skólanáminu áfram ótrauð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.