Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 29

Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Beðið eftir strætó Þeir voru hressir og kátir krakkarnir sem biðu eftir strætó í Lækjargötu í talsverðri ofankomu. Gleðin var allsráðandi enda verða pakkarnir opnaðir eftir fimm daga. Ómar Fyrstu viðbrögð við frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa hafa al- mennt verið gagn- rýnin og tilfinn- ingahlaðin. Það er skiljanlegt að frum- varpið veki sterk við- brögð, enda er gott aðgengi að íslenskri náttúru grundvall- armál fyrir flesta sem hér búa. Að því sögðu munu náttúruperlur áfram liggja undir skemmdum ef ekki verður ráðist í breytingar á umgjörð ferðamannastaða á Ís- landi. Til að réttlætanlegt sé að leggjast gegn hugmyndum um náttúrupassa þurfa því aðrar betri tillögur að liggja fyrir. Hver eru markmiðin? Fram til þessa hefur umræðan einskorðast um of við tekjuöflun. Aukið fjár- magn til að viðhalda ferðamanna- stöðum er vissulega mikilvægt markmið, en á alls ekki að vera eina markmiðið. Það er ekki síður brýnt að draga úr átroðningi ferðamanna á vinsælustu staðina og dreifa álaginu með uppbygg- ingu nýrra áfanga- staða víðar um landið. Nýtt fyrirkomulag þarf því að bæta úr öllum þremur þáttum. Í Kastljósviðtali hinn 10. desember vitnaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra í tillögur þriggja aðila náttúrupassanum til stuðnings: McKinsey & Company, Boston Consulting Group (BCG) og Samráðs- vettvangs um aukna hagsæld. Það er rétt að allir þessir aðilar hafa mælt með gjaldtöku sem leið til uppbyggingar á innviðum grein- arinnar. Í öllum þremur tilfellum eru þó markmið með náttúrupassa fleiri en tekjuöflun, einkum betri dreifing ferðamannastraums og auknir hvatar til nýsköpunar inn- an greinarinnar. Þar greinir á milli fyrirliggjandi frumvarps ráð- herra og tillagna ofangreindra að- ila. Aðrir valkostir leysa aðeins hálfan vandann. Auk gjaldtöku á ferðamannastöðum hefur umræð- an beinst að þremur öðrum val- kostum: beinu framlagi til upp- byggingar úr ríkissjóði, komugjaldi á flugferðir og gisti- náttagjaldi. Fyrsti valkosturinn – sem er í raun núverandi ástand – veltir fjármögnunarvandanum alfarið yf- ir á íslenska skattgreiðendur. Að sama skapi leggjast komugjöld á flugferðir og gistináttagjald á fjöl- mennan hóp ferðamanna sem ekki heimsækja náttúruperlur landsins og eiga því engan þátt í fyrirliggj- andi vanda. Í öllum þremur til- fellum væri því verið að sækja hluta fjármagnsins til annarra en þeirra sem heimsækja ferða- mannastaðina. Þá er stærsti ókosturinn við ofangreindar þrjár leiðir sú staðreynd að þær leysa aðeins hálfan vandann. Engin þeirra dregur úr átroðningi á vin- sælustu svæðunum og uppbygging nýrra áfangastaða væri nánast al- farið upp á hið opinbera komin. Gjaldtaka á ferðamannastöðum aflar tekna, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfanga- staðina og hvetur aðila innan greinarinnar til að koma á fót nýj- um áfangastöðum. Rétt útfærður náttúrupassi er hagkvæmasta leiðin að slíkri gjaldtöku og því besta lausnin sem í boði er. Lausnin þarf að breyta hegðun BCG og Samráðsvettvangurinn hafa lagt fram tillögur um mark- aðsmiðaðan náttúrupassa sem myndi breyta hegðun ferðamanna. Samkvæmt þeim tillögum myndi passinn hafa áhrif á framboð og eftirspurn áfangastaða, þ.e. dreifa álagi af vinsælustu stöðunum og skapa hvata til uppbyggingar ann- ars staðar. Í slíkri útfærslu næði náttúrupassi breiðari markmiðum um sjálfbæran vöxt ferðamanna- iðnaðarins samhliða árangursríkri umhverfisvernd og notenda- tengdri fjármögnun uppbygg- ingar. Umræddar útfærslur fela í sér takmörkun á aðgengi að vinsæl- ustu áfangastöðunum í gegnum gjaldtöku. Þannig væri dregið úr átroðningi á viðkomandi stöðum og ferðamannastrauminum beint víðar. Þetta er líklega sá þáttur náttúrupassans sem hefur sætt mestri gagnrýni. Í því samhengi er þó eðlilegt að spyrja sig hvers virði ótakmarkað aðgengi verður ef átroðningur á viðkomandi svæð- um heldur áfram að aukast óheft- ur. Vandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra er fólginn í því að fyrirliggj- andi frumvarp um náttúrupassa gengur of skammt í því að breyta hegðun fólks. Áherslan er fyrst og fremst á tekjuöflun og frumvarpið myndi því aðeins leysa hálfan vandann líkt og aðrir kostir í stöð- unni. Til að náttúrupassi geti orðið árangursríkasta lausnin þyrfti iðn- aðar- og viðskiptaráðherra að byggja útfærslu hans í ríkari mæli á áðurnefndum tillögum BCG og Samráðsvettvangsins. Sé það ekki gert er náttúrupassi fyrst og fremst miðstýrð tekjuöflun til op- inberrar uppbyggingar ferða- mannastaða, líkt og komugjöld, gistináttagjald eða almenn skatt- heimta. Á meðan svo er verður áskorun fyrir ráðherra að sann- færa nokkurn um að náttúrupassi sé besta lausnin. Eftir Frosta Ólafsson » Það er ekki síður brýnt að draga úr átroðningi ferðamanna á vinsælustu staðina og dreifa álaginu með upp- byggingu nýrra áfanga- staða víðar um landið. Frosti Ólafsson Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Náttúrupassinn snýst um fleira en peninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.