Morgunblaðið - 19.12.2014, Síða 30
30 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
✝ Guðrún Har-aldsdóttir
fæddist í Kerling-
ardal í Mýrdal 31.
júlí 1922. Hún lést á
Droplaugarstöðum
í Reykjavík 11. des-
ember 2014.
Foreldrar Guð-
rúnar voru hjónin
Haraldur Ein-
arsson, f. 10. júlí
1888, d. 20. sept-
ember 1971, og Guðlaug Andr-
ésdóttir, f. 14. mars 1892, d. 19.
mars 1985.
Systkini Guðrúnar eru Skarp-
héðinn, f. 1916, d. 1998, Tryggvi,
f. 1918, d. 2000, Andrés, f. 1925,
d. 2005, og Guðbjörg (Stella), f.
1927, búsett í Reykjavík.
Guðrún eignaðist soninn
Braga, f. 1944, með Ólafi Magn-
ússyni bifreiðastjóra, f. 1922, d.
1998. Maki Braga er Sigþrúður
Bergsdóttir, f. 1943, dætur
þeirra eru: 1) Guðrún, f. 1970,
maki Jökull Steinarsson, f. 1968,
dóttir þeirra Anna María, f.
ence, f. 2007, þau eru búsett í
Bretlandi.
Guðrún og Bjarni voru búsett
í Vík í Mýrdal til ársins 1962
þegar þau fluttu til Reykjavíkur.
Guðrún starfaði sem saumakona
í Verinu á Njálsgötu, einnig
starfaði hún hjá Skinfaxa í Síðu-
múla. Árið 1974 flutti hún á Óð-
insgötu og fór þá að starfa sem
sjálfstætt starfandi saumakona,
mest við gardínusaum fyrir
Áklæði og gluggatjöld. Við þetta
starfaði hún uns hún flutti í þjón-
ustuíbúð í Lönguhlíð 3.
Handavinnukona var hún
mikil. Hún tók mikinn þátt í fé-
lagsstarfi sem viðkom handa-
vinnu, má þar nefna Húsmæðra-
félag Reykjavíkur,
knipplingaklúbb Heimilisiðn-
aðarfélagsins og ýmislegt fleira
sem að þessari iðju sneri.
Þegar kom á efri ár var hún
dugleg að stunda félagsskap
sem sneri að eldri borgurum,
stundaði dans af miklum móð,
tók þátt í félagsstarfi á Vest-
urgötu 7 og á fleiri stöðum.
Hún var einnig dugleg að
ferðast um landið í hús-
mæðraorlofi og með félagsstarfi
eldri borgara.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 19. desem-
ber 2014, kl. 15.
2003, þau eru bú-
sett í Svíþjóð. 2)
Berglind Pála, f.
1971, sonur hennar
Kristján Bragi, f.
1992. 3) Erna Rós, f.
1979, maki Páll Sig-
urðsson, f. 1966,
dætur þeirra Aníta
Líf, f. 2008, og
Tinna Ýr, f. 2013.
Guðrún giftist
árið 1946 Bjarna
Guðmundi Bogasyni, sjómanni
og verkamanni, f. 1907, d. 1997.
Dætur þeirra voru: 1) Margrét
Halldóra, f. 1947, d. 2006. Barns-
faðir Margrétar er Jan Kjeldal
en leiðir þeirra skildi 1996. Börn
þeirra Daníel, f. 1984, Jannik, f.
1987, d. 2012, og Henrietta, f.
1987. Sambýlismaður Steindór
Jónsson, f. 1979, dóttir þeirra
Ísabella Margrét, f. 2010. 2)
Rósa Helga, f. 1950, d. 1981.
Dóttir hennar Marlín Birna, f.
1971, sambýlismaður Nicholas
Idemudia, f. 1964, börn Jóel
Bjarni, f. 2003, og Rósa Flor-
Hún elsku amma mín er nú
farin til guðs. Hún var orðin göm-
ul og lúin. Ég sakna hennar sárt
en er þó sátt þar sem ég veit að
henni líður vel með elsku afa,
mömmu, Möggu, Jannick, for-
eldrum sínum og bræðrum.
Amma var mér allt. Hún var
mér sem móðir þar sem hún og
afi ólu mig upp. Hún var sú
dásamlegasta og hjartahlýjasta
kona sem ég hef kynnst. Hún var
svo falleg, klár, hlý og góð og
gerði allt fyrir mig.
Amma var einstaklega hand-
lagin og kenndi mér allt sem við-
kemur hannyrðum. Hún kenndi
mér að sauma og þá kunnáttu hef
ég nýtt mér alla ævi. Hún var svo
glöð þegar ég fór í nám í fata-
hönnun til London 1995 og svo
stolt þegar hún kom á útskrift-
artískusýninguna. Hún var dug-
leg að heimsækja mig til London
þessi 19 ár sem ég hef búið hér.
Hún elskaði gott veður og hita og
að fara í fatabúðir. Hun var alltaf
svo smekkleg og fallega tilhöfð.
Síðasta heimsókn hennar til
mín til London verður mér alltaf
minnisstæð, ég sótti hana til Ís-
lands og við héldum upp á 90 ára
afmælið hennar hér ytra. Við átt-
um saman dásamlegan tíma og
hún bara hreinlega trúði því ekki
að hún væri virkilega í London 90
ára gömul.
Ég hef komið heim reglulega
til að faðma hana og hef alltaf séð
til þess að börnin mín þekki hana
jafnfallega og ég og að þau eigi
yndislegar minningar frá góðum
stundum á Íslandi og röddinni
hennar í síma.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
getað kvatt hana rúmri viku áður
en hún yfirgaf þennan heim. Ég
fékk meira að segja aukadag með
henni, sem við eyddum í hand-
snyrtingu, nudd og spjall, þar
sem fluginu mínu var aflýst
vegna veðurs. Við semsagt
kvöddumst tvisvar í þeirri ferð,
sem er mér mikils virði.
Elsku amma mín, nú ertu
komin í faðminn hans afa. Ég
þakka þér fyrir allt það fallega og
góða sem þú hefur sýnt mér.
Minning þín lifir að eilífu. Amen.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Marlín Birna.
Elsku amma mín. Það færist
yfir mig ró að vita af þér í góðum
höndum og á góðum stað, loksins
sameinuð afa, Rósu, mömmu,
Jannick og svo mörgum fleirum.
Mínar bestu minningar um þig
eru flestar frá Óðinsgötunni. Þú
varst alltaf svo fín og vel tilhöfð,
tókst svo blíðlega á móti öllum
sem komu til þín. Með fallega
svuntu, vel greitt hárið og bros á
vör bauðstu upp á lostæti með
kaffinu og góða stemningu. Það
var alltaf svo hlýlegt á Óðinsgöt-
unni og í kringum þig var alltaf
gott að vera.
Þú kenndir mér svo margt sem
ég kann svo mikið að meta. Þú
varst alltaf til staðar og varst
minn klettur eftir að mamma
lést.
Óendanleg er hjálpin sem þú
hefur gefið mér, og óendanlegt er
þakklætið frá mér til þín.
Mér fannst alltaf svo gott að
hringja í þig eftir að ég flutti út til
Noregs, en með hverju símtalinu
saknaði ég þín meira og meira.
Það var erfitt að heyra þig veikj-
ast meir og meir og vera föst hér
úti.
En ég á einungis góðar minn-
ingar af samtölum okkar og fæ að
kveðja þig í hinsta sinn, svo ég
kveð þig sátt, þakklát og með ró,
vitandi að ekkert var ósagt milli
okkar, vitandi að þér líður núna
vel.
Ég sé þig fyrir mér umvafin
einstökum og góðum sálum ætt-
ingja okkar, öll brosandi og sátt.
Með svuntuna, snyrtileg og hárið
greitt, eins og þér leið best að
vera.
Takk fyrir óendanlega margar
góðar stundir, langar samræður,
minningar og alla ástina sem þú
gafst mér.
Þú átt stóran part af mínu
hjarta og ég veit þú verður með
mér það sem eftir er.
Hvíldu í friði amma mín, elska
þig.
Henriette Kjeldal.
Hún langamma var svo ynd-
isleg og góð við okkur. Henni
þótti svo vænt um okkur og okk-
ur um hana. Þegar við komum til
hennar til Íslands gaf hún okkur
hluti sem hún hafði búið til og hitt
og þetta sem hún vissi að okkur
þætti fallegt og myndum varð-
veita. Hún faðmaði okkur mikið
og við söknum þess. Hún var svo
mjúk og hlý. Langamma er guð-
móðir okkar beggja og við vitum
að hún mun alltaf vaka yfir okk-
ur.
Elsku langamma, við elskum
þig og söknum þín að eilífu.
Ég lít í anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning – létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi …
(Halla Eyjólfsdóttir)
Jóel Bjarni og Rósa Florence.
Það var haustið 1976. Ég var
nýflutt til Reykjavíkur með
Hrönn dóttur mína sex ára
gamla. Við áttum heima á Bald-
ursgötunni, hún var nýbyrjuð í
Austurbæjarskóla og ég var að
leita mér að vinnu. Ég hafði keyrt
hana í skólann um hádegisbil og
lagt ríkt á við hana að ég kæmi að
sækja hana eftir skóla, ef ég væri
ekki komin þegar hún kæmi út
átti hún að bíða eftir mér í skóla-
portinu. En sú stutta ákvað að
labba bara heim og kom svo að
læstum dyrum, engin mamma
heima. Á meðan leitaði ég að
henni með hjartað í buxunum,
hvað ef hún villtist í stórborginni?
Ég ímyndaði mér allt hið versta.
Ég fór heim en þar beið engin
ljóshærð skotta eftir mömmu
sinni. Mér féllust alveg hendur og
vissi ekkert hvað ég átti til
bragðs að taka. Og þar sem ég
stend ráðalaus fyrir framan úti-
dyrnar kemur til mín glæsileg
ljóshærð kona og spyr hvort ég
sé mamma hennar Hrannar. Já,
segi ég, veistu hvar hún er? Já,
hún vissi það, því hún hafði séð
hana grátandi við útidyrnar og
farið með hana heim, en hún bjó
handan við hornið. Hún bauð mér
með sér þangað og urðu þar fagn-
aðarfundir. Þetta var upphafið að
ævilangri vináttu okkar Guðrún-
ar Haraldsdóttur sem aldrei bar
skugga á. Þetta atvik er lýsandi
fyrir persónuleika Guðrúnar sem
aldrei mátti neitt aumt sjá og í
framhaldinu passaði hún Hrönn
og seinna Valgeir líka í nokkur ár
eftir skóla á daginn. Guðrún og
Bjarni maður hennar reyndust
mér og mínum börnum óendan-
lega vel og ég á þeim svo margt
að þakka – en allra best var vin-
átta þeirra og ást. Guðrún var
alla tíð ákaflega glæsileg kona,
alltaf fallega klædd og vel tilhöfð.
Hún var hjartahlý, skemmtileg,
réttsýn, fróð um margt og ákaf-
lega handlagin og vandvirk.
Hennar samúð var ávallt með lít-
ilmagnanum. Það var einstaklega
notalegt að heimsækja þau hjón-
in á Óðinsgötuna þar sem þau
bjuggu lengst af. Samverustund-
irnar við eldhúsborðið gleymast
aldrei. Það gekk á með gleði og
sorgum í lífi Guðrúnar, en hún
gerði ávallt það besta úr aðstæð-
um og naut þess t.d. að ganga
Marlin, dótturdóttur sinni, í móð-
urstað, en hún og elstu börnin
mín, Hrönn og Valgeir, urðu
æskuvinir og sú vinátta stendur
enn.
Elsku Guðrún mín, ég þakka
þér af hjarta fyrir allt og allt, ég á
eftir að sakna þín en veit að við
hittumst aftur í eilífðinni. Ég veit
að þú ert hvíldinni fegin elskuleg
mín.
Ég votta elsku Marlin, Rósu
Florence, Joel Bjarna, Braga og
fjölskyldunni allri samúð mína.
Vilborg Árný Valgarðsdóttir.
Guðrún Haraldsdóttir, mikil
sómakona, er fallin frá. Hún var
samstarfskona til margra ára og
aldrei féll skuggi á það samstarf.
Hún starfaði fyrir verslun okkar
Áklæði og gluggatjöld við sauma-
skap. Vandvirkni var henni í blóð
borin og lét hún aldrei neitt frá
sér fara sem hún var ekki sjálf
fullkomlega ánægð með.
Það var alltaf notalegt að
koma á Óðinsgötuna, þá var
gjarnan sest niður og spjallað yf-
ir kaffibolla í eldhúsinu. Maður
kom alltaf ríkari af hennar fundi.
Guðrún fór ekki varhluta af
sorg í lífinu, en þrátt fyrir öll
áföllin stóð hún sterk með óbil-
andi trú á almættið og sótti styrk
í trúna.
Sólargeislinn í lífi hennar var
dótturdóttirin, Marlín Birna, sem
hún ól upp að miklu leyti eftir að
hafa komið upp sínum þremur
börnum.
Guðrún má vera stolt af upp-
eldinu því Marlín hefur greini-
lega fengið í arf listfengi ömmu
sinnar og er mikill dugnaðarfork-
ur.
Að leiðarlokum þökkum við
tryggð og elskulegheit í okkar
garð alla tíð og sendum fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Af eilífðar ljóma bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E. Ben.)
Ólöf Erla Óladóttir,
Ari Bergmann Einarsson,
Sigrún Fríða Óladóttir
og Ævar Guðmundsson.
Guðrún
Haraldsdóttir
Talið er að
milli 40 og 50
þúsund jólatré
séu keypt hér-
lendis á hverju
ári og hlutur
íslenskra trjáa
sé um fjórð-
ungur af því.
Innflutt lifandi
tré eru að
langmestu
leyti norð-
mannsþinur frá Danmörku
en hérlendis hentar betur að
rækta rauðgreni, blágreni,
stafafuru og fjallaþin. Með
kvæmatilraunum og kynbót-
um má búast við aukinni
ræktun fjallaþins á komandi
árum og sú tegund ætti að
freista þeirra sem nú kaupa
danska þininn.
Danski norðmannsþin-
urinn þungbær
umhverfinu
Í Danmörku eru jólatrén
ræktuð í stórum stíl á af-
mörkuðum ökrum, úðuð með
ýmsum varnarefnum til að
koma í veg fyrir sjúkdóma
og drepa óværu. Á þau er
borinn mikill tilbúinn áburð-
ur. Olíuknúnar vélar eru not-
aðar við ræktun og umhirðu
trjánna. Trén eru flutt til
neytenda á olíuknúnum tækj-
um.
Dönsku
umhverfisverndarsamtökin
Danmarks Naturfrednings-
forening vekja á hverju ári
athygli á slæmum áhrifum af
ræktun norðmannsþins til
jólatrjáa. Bæði grunnvatn og
yfirborðsvatn geti mengast
og dýra- og plöntulífi sé
stofnað í hættu. Ábyrgð
neytenda sé því mikil að
kaupa slík tré. Samtökin
mæla sérstaklega með hinu
sígilda rauðgreni sem séu
ræktuð með miklu minni
efnanotkun. Best séu lífrænt
ræktuð rauðgrenitré.
Fjölþættir kostir
íslensku trjánna
Litlu munar að íslensk
jólatré geti talist lífrænt
ræktuð. Þegar „jólatré“ eru
gróðursett á Íslandi er ein-
ungis sett u.þ.b. ein matskeið
af tilbúnum áburði við hvert
tré. Annars eru engin efni
notuð og einu neikvæðu um-
hverfisáhrifin eru af flutningi
trjánna. Áhrifin eru hverf-
andi miðað við innfluttu trén.
Íslensk jólatré eru oftast
nær aukaafurð í nytja-
skógum og líta má á þau sem
hluta af nauðsynlegri grisjun
skógarins. Grisjunin stuðlar
að verðmætari uppskeru
nytjaskógarins og þannig má
rökstyðja að umhverfisáhrif
af íslenskum jólatrjám séu í
versta falli lítil eða engin og í
raun beinlínis jákvæð.
Með réttri meðhöndlun
geta íslensk jólatré haldið
barrinu vel fram á þrett-
ándann, sérstaklega fjalla-
þinur og stafafura. Ef trénu
er fargað á sómasamlegan
hátt eftir jólin getur það nýst
sem t.d. viðarkurl eða jarð-
vegsbætandi molta og það er
hluti af hinum jákvæðu um-
hverfisáhrifum íslensku
trjánna.
Gervitré slæmur kostur
Óbreyttur neytandinn
kann að álykta sem svo að
plasttré sem
nota má mörg ár
í röð hljóti að
vera besti kost-
urinn, bæði fyrir
pyngjuna og
umhverfið. Nei-
kvæð umhverfis-
áhrif þeirra eru
samt mörgum
sinnum meiri en
af lifandi trjám.
Hráefnið í gervi-
trén er að veru-
legu leyti plast
sem gert er úr jarðolíu.
Framleiðslan er orkufrekur
iðnaður, oftast í Kína, þar
sem mestöll orkan fæst með
kolum. Í trjánum eru ýmis
efni til að ná fram vissum
eiginleikum í plastinu en
þessi efni geta verið heilsu-
spillandi og mengandi. Mikla
olíu þarf til að flytja trén
óraveg til kaupendanna.
Að vísu má ætla að um-
hverfisáhrif gervijólatrjánna
minnki eftir því sem fólki
tekst að láta þau endast
lengur. Trén eru sögð geta
enst árum og jafnvel áratug-
um saman. Varla er þó mikil
prýði að gervijólatré sem
hefur velkst mörgum sinn-
um milli geymslu og stofu.
Sífellt koma líka nýjungar á
markaðinn sem freista fólks
að henda gömlu og kaupa
nýtt. Vandinn er að ekki er
með neinum hætti hægt að
endurvinna gervijólatré,
eins og fram kemur á vef
Earth911, bandarískrar upp-
lýsingaveitu um endur-
vinnslumál. Gervijólatré eru
margar aldir að brotna niður
í sorphaugnum.
Hvað ef öll jólatré
væru íslensk?
Setjum sem svo að öll
jólatré á íslenskum heim-
ilum væru lifandi, íslensk
tré. Ef við gerum ráð fyrir
að smásöluverð jólatrés sé
að meðaltali 8.000 krónur og
Íslendingar kaupi 50.000
jólatré verður veltan 400
milljónir króna á ári. Ef
helmingur smásöluverðsins
rennur til skógarbóndans,
200 milljónir, og helmingur
þess fer í framleiðslukostnað
væri árleg innkoma ís-
lenskra skógarbænda 100
milljónir króna. Ef fjöl-
skylda þarf að hafa 10 millj-
ónir í árstekjur gætu 10 ís-
lenskar fjölskyldur lifað af
því einu að rækta jólatré eða
100 fjölskyldur um allt land
haft eina milljón í auka-
tekjur af slíkri ræktun. Jóla-
trjáarækt getur styrkt bú-
setu í landinu og gert störf í
dreifbýli fjölbreytilegri.
Valið virðist því auðvelt.
Veljum íslensk tré, verndum
náttúruna, spörum gjaldeyri
og styðjum skógræktarstarf
í landinu.
Lifibrauð
fyrir margar
fjölskyldur
Eftir Pétur
Halldórsson
Pétur
Halldórsson
»Umhverfisáhrif
af jólatrjám eru
minnst ef valin eru
íslensk tré. Ef öll
jólatré á mark-
aðnum væru ís-
lensk gætu 10 fjöl-
skyldur lifað af
framleiðslunni.
Höfundur er kynningarstjóri
hjá Skógrækt ríkisins.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Minningargreinar