Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 ✝ Einar Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 11. mars 1944. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 2. des- ember 2014. Foreldrar hans voru Sigurlaug Arn- dís Jóhannesdóttir, f. í Miðfelli í Þingvalla- sveit 30. ágúst 1916, d. 2.6. 2009, og Guð- mundur Einarsson, f. í Reykja- vík 17. september 1913, d. 25. nóvember 1996. Systkini: Jóhanna Kristbjörg, f. 16. febrúar 1937, Guðríður Auður, f. 4. apríl 1941, Guð- mundur Örn, f. 21. janúar 1947. Einar giftist Maríu Ólöfu Karlsdóttur eru Jónas Hrafn og Elías Snær. 3) Kjartan, f. 11.3. 1973, í sambúð með Clau- diu Spangol. Börn hans og Martinu Sjaunja eru Tuva Am- anda og Bjarki. Börn hans og Claudiu eru Emil Tumi og Elín Björk. Einar fæddist í Reykjavík, fluttist sjö ára í Kópavog og bjó þar mestan hluta ævinnar. Hann lærði pípulagnir við Iðn- skólann í Reykjavík og hjá Ás- geiri Eyjólfssyni pípulagn- ingameistara, lauk sveinsprófi árið 1966 og fékk meistararétt- indi 1969. Einar var á tímabili í stjórn Félags pípulagn- ingameistara, hann var um- svifamikill í stéttinni, hafði marga menn í vinnu og útskrif- aði um tuttugu sveina. Árið 1970 stofnuðu Einar og María pípulagningafyrirtæki sem þau hjónin ráku saman til dauða- dags. Útför Einars fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 19. des- ember 2014, kl. 13. Kjartansdóttur, f. 18.12. 1946, d. 24. ágúst 2014, hinn 4. sept- ember 1965. Börn þeirra: 1) Elín, f. 12.10. 1964. Börn henn- ar og Guðna Kjartanssonar eru Einar, í sam- búð með Kristínu Pétursdóttur, dóttir þeirra er Elín Erla; Stella, í sambúð með Rúnari Snæ Jónssyni, dóttir hennar og Jóns Þórs Magnússonar er Guðrún María. 2) Guðmundur, f. 7.10. 1971, kvæntur Önnu Karlsdóttur. Börn hans og Mo- nicu Roismann eru Pedro Þór og Andri Þór. Synir Önnu Ég ætlaði að skrifa minning- argrein um ömmu þegar hún dó en ég einhvern veginn hafði mig ekki í það. Þess vegna er kannski við hæfi að ég skrifi til þeirra beggja núna þar sem svo stutt var á milli þeirra og vegna þess að þau voru samrýndustu hjón sem ég hef nokkurn tím- ann hitt. Það eru fáir jafn heppnir að fá að kynnast ömmu sinni og afa jafn vel og ég. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég verið inni á heimilinu þeirra eða með þeim á verkstæðinu í pössun, heimsókn eða vinnu. Ég fékk að búa hjá þeim og vinna með þeim í mörg ár. Sumrunum mínum eyddi ég á Víkingsvell- inum og á verkstæðinu þeirra allt til ársins 2008 þegar verk- stæðið vék fyrir meiri tíma á vellinum. Afi og amma voru fyr- irmyndarhjón, yfirveguð og heiðarleg og sáu um sína. Það var ótrúlega góður skóli að fá að vinna með þeim hjá Plast- lögnum. Afi fór yfir lífsreglurn- ar með manni á milli þess sem hann sagði manni fimmaura- brandara og gamlar gamansög- ur. Ég var kannski ekkert sér- staklega móttækilegur fyrir öllum þeim pípulagnafróðleik sem hann reyndi að troða inn í mig heldur var það allt hitt sem situr eftir og mun gera um ókomna tíð. Hvernig maður bregst við óvæntri stöðu, hvern- ig maður höndlar miskurteist fólk, hvernig maður kemur fram við annað fólk, hvernig maður á að hugsa af skynsemi og hvernig lífið virkar. Ég vil líka meina að ég hafi haft ágætis áhrif á þau. Vorið 1998 fórum við þrjú saman til London á Arsenalleik. Við gengum líka þvers og kruss um borgina og skoðuðum allt sem við komumst yfir. Í leiknum sjálfum var það amma sem lét mest í sér heyra og svoleiðis rauk upp og fagnaði við öll mörk Arsenal í leiknum, vel merkt félaginu. Eftir þessa ferð fylgdist amma mikið með fót- bolta, þ.e.a.s. miðað við konu á hennar aldri. Hún þekkti nöfnin á þessum helstu og hringdi t.d. í mig viku eftir að við komum heim frá London til að segja mér að hún hefði lesið það í Mogganum að Bergkamp væri meiddur og yrði lengi frá og hvað það væri nú gott að við værum búin að fara svo við hefðum ekki misst af Bergkamp spila. Það var erfitt og sorglegt að horfa upp á þau síðustu árin. Amma varð ólíkari sjálfri sér með hverjum deginum og afi eltist um mörg ár á hverju ári. En hann hefði ekki getað hugs- að betur um hana, og þegar hún lést tók krabbameinið við hjá afa sem var ekki margar vikur að sigra hann. Afi og amma áttu virkilega góð ár og áorkuðu mörgu. Þau byggðu sitt eigið heimili oftar en einu sinni, voru með eigin rekstur í um 40 ár, voru hamingjusöm og rík í þremur börnum, sjö barnabörn- um og tveimur barnabarnabörn- um. Fjölskyldan hefur meira að segja stækkað síðan þau dóu því áttunda barnabarnið bættist við 8. desember. Það er erfitt að kveðja og það verða skrítin jól án þeirra en ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með þeim. Einar. „Hittumst við í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar.“ (Jökull Jakobsson) Það haustaði snemma hjá fjölskyldunni þetta árið þegar Lóan okkar kvaddi allt of snemma. Síðan skall veturinn á af hörku og Einar ákvað að fylgja Lóunni sinni eftir til landsins „þangað sem fugla- söngurinn fer þegar hann hljóðnar“. Fráfall hans kom óvænt og okkur setti hljóð. Margs er að minnast og margs að þakka. Þegar ég lít til baka og hugsa um Einar þá ósjálfrátt kemur Lóa upp í hug- ann, svo samrýnd voru þau hjón og þannig vil ég muna þau. Ein- ar kom ungur inn í fjölskylduna þegar hann kynntist Lóu móð- ursystur minni. Fyrsta minning mín tengd Einari er þegar unga parið fór með mig í bíltúr í gráa Willysjeppanum sem hann hafði gert upp og var mikið stoltur af enda hagleiksmaður hinn mesti. Listrænir hæfileikar hans fengu útrás við að skapa fallega hluti, hvort heldur sem það voru leik- föng handa börnunum, nytja- hlutir eins og bátar eða listmun- ir. Hann hafði yndi af því að skapa og efniviðurinn var fjöl- breyttur. Það lék allt í höndum hans. Einar var Kópavogsbúi en þar ólst hann upp og þar reisti hann fjölskyldu sinni fallegt heimili, fyrst í Lundarbrekk- unni, síðan í Grænatúninu og síðast í Laufbrekkunni. Börnin þrjú, Elín, Guðmundur og Kjartan, uxu þar úr grasi. Fjöl- skyldan stækkaði, barnabörnin komu hvert af öðru, alls átta, og tvö barnabarnabörn. Einar rak pípulagningafyrirtæki sitt í sinni heimabyggð og má segja að það hafi verið sannkallað fjölskyldufyrirtæki því margir sem tengdust fjölskyldunni fengu þar vinnu til lengri eða skemmri tíma. Synirnir lærðu listrænt handbragð af föður sín- um og fylgdu í fótspor hans, sá eldri í sömu grein við hlið hans allt til loka, sá yngri einnig, en síðar á öðru starfssviði. Dóttirin fékk og hagleiknina í heiman- mund á enn öðru sviði en þeir feðgar. Þótt tímafrekt væri að reka fyrirtæki með mikið umfang stóð rekstur þess ekki í vegi fyrir því að Einar sinnti áhuga- málum sínum. Þau hjón voru dugleg að fara í golf og einnig að ganga í gönguhópi með fé- lögum sínum til margra ára. Þá ferðuðust þau víða, og ekki eru mörg ár síðan þau héldu í róm- aða hjólaferð um Mið-Evrópu. Elsku Ella, Gummi, Kjartan og fjölskyldur, söknuðurinn er sár og óumflýjanlegur en minn- ing um góðan mann lifir. Við tengdafjölskylda Einars þökkum honum samfylgdina og kveðjum hann með virðingu og söknuði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Halldóra Björnsdóttir (Dóra). Öðlingurinn Einar Guð- mundsson, Einar pípari, er fall- inn frá eftir skamma legu, en harða baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Hann hafði fyrir skömmu, eða 29. ágúst 2014, misst eig- inkonu sína, Maríu Ólöfu Kjart- ansdóttur, Lóu, sem starfað hafði dyggilega við rekstur fyr- irtækis þeirra hjóna, Plastlagna ehf. Það mun hafa verið 1966 að við hjónin og vinafjölskylda okkar, Sigríður Kjartansdóttir og Björn Kristmundsson, feng- um úthlutaðar samliggjandi lóð- ir í raðhúsalengju í Sundunum. Til þess að leysa fyrir okkur all- ar pípulagnir réðst til verksins Einar pípari, þá ungur maður, en þeir Björn og Einar voru svilar. Þetta var happafengur fyrir okkur, því að vandaðri og snyrtilegri pípari er vandfund- inn. Var þetta upphaf að góðri vináttu okkar. Einar var mjög góður fagmaður, nýjungagjarn og hugaður. Á uppgangsárum fiskiræktar vann hann við upp- byggingu margra slíkra stöðva. Hann var leiðandi í vinnslu á sverum plastpípum, sem þá voru að ryðja sér til rúms í vatnslögnum. Keypti hann full- komnar skurðar- og suðuvélar frá Ítalíu og um árabil stóð lík- lega enginn kollega hans honum á sporði við skurð og suðu á sverum plastlögnum. Síðar nýttust þessar vélar vel, þegar fyrirtæki Einars hóf framleiðslu á bátum úr sverum plaströrum. Reyndust þeir vel. Á mestu uppgangsárunum unnu hjá Einari bróðir hans, Örn, og tveir synir, Guðmund- ur, sem nam iðnina hjá föður sínum, og Kjartan, sem síðar sneri sér að ljósmyndun. Okkar götur lágu oft saman í verkum og ætíð var með okkur gagnkvæm virðing og vinátta. Ógleymanlegt er gott og far- sælt starf þeirra feðga við end- urgerð mötuneytis Þjóðleik- hússins og miklar utanhússlagnir þar. Nýungagirni hans og kapp kom vel fram í skemmtilegu og mjög óvenjulegu verkefni, sem Einar var beðinn að leysa á Grænlandi fyrir fáum árum. Af mér ókunnum ástæðum var hætt við verkefnið, en glíma okkar við lausnina var skemmti- leg. Með Einari er fallinn frá einn af bestu fulltrúum pípulagna- stéttarinnar. Auk góðrar fag- mennsku var hann drengur góð- ur, heiðarlegur, jákvæður og raungóður. Það var mjög nota- legt að vinna með honum og hann kom sér ætíð vel í sam- vinnu við aðra. Ég þakka fyrir að hafa átt Einar að samstarfsmanni og vini og vottum við hjónin börn- um hans og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum inni- legustu samúð okkar. Gunnar Torfason og Svana Jörgensdóttir. Einar Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Einar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Einar Sig-björnsson fæddist 1. maí 1922 í Rauðholti, Hjalta- staðaþinghá í Norður-Múlasýslu. Hann lést 12. des- ember 2014 á hjúkrunarheim- ilinu á Egilsstöðum. Foreldrar hans voru Sigbjörn Sig- urðsson, bóndi í Rauðholti, f. 1892, d. 1972, og Jórunn Anna Guttormsdóttir húsfreyja, f. 1888, d. 1970. Systkini: Helga, f. 22. maí 1919, d. 2011, Páll, f. 25. júní 1920, d. 1993, Sigurbjörg, f. 30. apríl 1924, Auður, f. 31. ágúst 1926, d. 2009, Guttormur, f. 23. júní 1928, Ásgerður, f. 6. desember 1929, og Sævar, f. 27. febrúar 1932. Fóstursystir Ingunn Guð- mundsdóttir, f. 4. mars 1945. Einar kvæntist Heiðrúnu Ágústsdóttur 23. júlí 1951. Heið- rún var fædd 1. október 1934, d. 2002. Börn: 1) Jórunn Anna, þjónustufulltrúi félagsþjónustu, f. 29. desember 1951. Maki Skúli Magnússon, f. 5. október 1944, d. 2003, smiður. Börn þeirra: a) Eyjólfur, kranastjóri, f. 5. apríl 1972, b) Eyrún Heiða, starfs- vélfræðingur, f. 3. janúar 1957. Börn þeirra: a) Ágúst mat- reiðslumaður, f. 24. maí 1978, b) Hildigunnur nemi, f. 28. nóv- ember 1992. Langafabörnin eru orðin 15 talsins. Einar gekk í farskóla í heima- sveit sinni og svo í Héraðsskól- ann á Eiðum. Hann var við nám á Hvanneyri og tók þaðan próf í búfræði. Síðan lá leiðin til Ak- ureyrar en þar tók hann meira- prófið. Hann starfaði tvö ár sem kennari á Héraði en hóf síðan búskap með tveimur systkinum sínum, Helgu og Páli á Hjalta- stað en frá 1951 bjó hann þar með eiginkonu sinni Heiðrúnu og stundaði bústörf en átti og rak vörubíl meðfram bústörf- unum. Þau hjón fluttu síðan suð- ur á land og bjuggu í Hvera- gerði í eitt ár og svo á Selfossi í fimm ár þangað til þau fluttu til Akureyrar árið 1969. Þar vann hann við ýmis störf en lengst af á vistheimilinu Sólborg þar sem hann var umsjónarmaður fast- eigna og sá einnig um akstur á vistfólkinu. Frá 1984 bjuggu þau Heiðrún á Egilsstöðum. Þar vann Einar m.a. hjá Versl- unarfélagi Austurlands og síð- ustu árin var hann starfsmaður Fljótsdalshéraðs. Einar bjó í íbúð á hjúkrunarheimilinu í Lagarási 17 á Egilsstöðum eftir að hann varð ekkill. Útför Einars fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag, 19. desem- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 14. maður á veit- ingastofu Sjóminja- safnsins, f. 16. janúar 1974, c) Jód- ís lögfræðingur, f. 6. nóvember 1977. Núverandi sam- býlismaður Önnu er Jón Runólfur Karlsson versl- unarstjóri, f. 20. nóvember 1946. 2) Guðbjört Sigrún, úr- og gullsmiður, f. 1. sept- ember 1953. Maki Sævar Bene- diktsson sjóntækjafræðingur, f. 28. október 1952, þau skildu. Börn þeirra eru a) Einar, BS í verkfræði, f. 20. nóvember 1977, b) Oddný Ólafía viðskiptafræð- ingur, f. 21. júní 1983, c) Sævar Atli, starfsmaður félagsþjón- ustu, f. 24. janúar 1991. Núver- andi maki Guðbjartar er Þór- arinn Baldursson læknir, f. 7. ágúst 1951. 3) Þórunn Inghildur vinnuvistfræðingur, f. 6. októ- ber 1958. Maki Guðbrandur Þorkelsson læknir, f. 12. desem- ber 1952. Börn þeirra: a) Rann- veig Heiðrún landslagsarkitekt, f. 20. apríl 1977. b) Sigríður Stella kennari, f. 26. maí 1983. 4) Dagný Sif kennari, f. 22. maí 1960. Maki Sigvaldi Torfason Tengdafaðir minn, Einar Sig- björnsson, er látinn, 92 ára að aldri. Mig langar með nokkurum orðum að minnast hans nú að ferðalokum. Fyrstu kynni mín af honum voru á Akureyri þegar ég kynntist dóttur hans og núver- andi eiginkonu minni árið 1976. Margs er að minnast í gegnum árin. Oft fórum við til Akureyrar að halda jólin með þeim tengda- foreldrum mínum. Þar voru ávallt hlýjar móttökur og höfð- inglegar og lögðu þau hjónin mik- inn metnað í að taka vel á móti gestum. Ég minnist skemmtilegra ferðalaga sem farið var í. Sér- staklega ferðarinnar til Ítalíu með þeim tengdaforeldrum mín- um sem var ógleymanleg og lifði Einar í endurminningunum og rifjaði oft upp allt það sem skoðað var enda var hann mjög áhuga- samur um landafræði og hafði óþrjótandi áhuga á því sem hann hafði séð og upplifað. Ferðin sem hann fór í til Englands og Skot- lands árið 2004 eftir að hann missti konuna sína var honum einnig til ómældrar skemmtunar og ánægju. Á heimilinu var mikið spilað enda Einar einstakur áhugamað- ur um brids og reyndar um öll spil sem nöfnum tjáir að nefna og átti hann og þau hjónin vænt safn af verðlaunagripum fyrir bridsið sem þau höfðu unnið til í gegnum árin. Barnabörnin áttu góðar stund- ir hjá afa og ömmu og má segja að árlega hafið verið haldin ætt- armót á heimili þeirra, framan af á Akureyri en síðar austur á Eg- ilsstöðum á Tjarnarbrautinni en einnig oft í tengslum við dvöl ætt- ingjanna á Hjaltastað þar sem þau tengdaforeldrar mínir hófu búskap sinn eftir að þau giftu sig árið 1951. Einar hafði ávallt gaman af að koma í sveitina, enda búfræðing- ur og endalaust að spá og spek- úlera í búrekstri og framförum á þeim vettvangi. En nú er komið að lokum. Vil ég þakka tengdaföður mínum góð og ánægjuleg kynni og samveru- stundir í gegnum árin. Nú eru þau hjónin sameinuð á ný á næsta tilverustigi. Hafðu þakkir fyrir allt, kæri Einar. Dætrum og öðrum afkom- endum sendi ég hugheilar sam- úðarkveðjur. Guðbrandur Þorkelsson. Einar Sigbjörnsson Móðir mín, tengdamóðir, amma oglangamma, ÁSTA HJÁLMARSDÓTTIR frá Kambi, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 22. desember kl. 13.00. . Hafsteinn Kúld Pétursson, Malen Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, TRAUSTI ÞÓRÐARSON, fyrrverandi varðstjóri, sem lést þriðjudaginn 16. desember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 30. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveit Hafnarfjarðar. . Barbro Þórðarson, Tryggvi V. Traustason, Kristín Þorvaldsdóttir, Ásta María Traustadóttir, Óskar Sveinsson, Íris Ósk Tryggvadóttir, Albert Guðjónsson, Helena Rós Tryggvadóttir, Hulda Þórðardóttir, Þórður Helgason. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.