Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 41
stjórn UÍA (Ungmenna- og íþrótta-
samband Austurlands), situr í rit-
og menninganefnd UMFÍ, í stjórn
Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og
Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Auk þess sinnir hún sjálfboðastarfi
sem meðhjálpari við Fáskrúðsfjarð-
arkirkju og er sjálfboðaliði hjá
Rauða krossinum við að syngja með
eldri borgurum einu sinni í viku.
Listin að segja góðar sögur
Þá hefur Berglind starfað sem
sagnaþula í 25 ár. En hvað í ósköp-
unum er sagnaþula, Berglind?
„Sagnaþula eða -þulur er mann-
eskja sem hefur áhuga á því og oft
atvinnu af að segja fólki sögur, ein-
staklingum eða hópum, eins og
árshátíðargestum, Lionsklúbbum,
saumaklúbbum eða börnum í barna-
afmælum.
Oft koma börnin fyrst upp í hug-
ann þegar talað er um að segja sög-
ur en staðreyndin er samt sú að
fullorðnir vilja líka láta segja sér
sögur. Þetta er því eins og hvert
annað skemmtiatriði og í sjálfu sér
ekkert ósvipað uppistandi eða ein-
þáttungum með einum leikara. Hér
er listin sú að segja athyglisverða
sögu á skemmtilegan hátt með góð-
um inngangi sem kallar á athyglina,
hrynjandi, spennu og helst ein-
hverri rúsinu í pylsuendanum.“
Og hefurðu nóg að gera í því að
segja fullorðnu fólki sögur á Fá-
skrúðsfirði?
„Já, já. Það er alltaf töluverð eft-
irspurn eftir sögum, ekki bara á Fá-
skrúðsfirði heldur um allt Austur-
land. Ég og tvær vinkonur mínar
stofnuðum Félag sagnaþula árið
2004 sem lifir góðu lífi. Það eru
haldin sagnakvöld á Fjörukránni í
Hafnarfirði fyrsta þriðjudag í hverj-
um mánuði og sífellt fleiri mæta á
staðinn til að hlusta á sögur og
segja sjálfir sögur. Ég hef farið á
margar sagnahátíðir erlendis frá
2004. Oft eru haldnar keppnir milli
sagnaþula og árið 2011 hlaut ég tit-
ilinn besti sagnamaður Íslands í
keppni sem fram fór í Hafnarfiði
það árið.“
Fjölskylda
Eiginmaður Berglindar er Hans
Óli Rafnsson, f. 31.7. 1966, launa-
fulltrúi og rafeindavirki. Foreldrar
hans voru Rafn Valgeirsson f. 27.10.
1937, d. 16.11. 2014, vélstjóri, og
Aðalheiður Karlsdóttir, f. 17.2.
1939, d. 29.3. 2011, húsfreyja.
Börn Berglindar og Hans Óla eru
Ellen Rós Hansdóttir, f. 12.2. 1991,
háskólanemi í Reykjavík, og Unnar
Ari Hansson, f. 27.11. 1997, mennta-
skólanemi á Fáskrúðsfirði.
Hálfbróðir Berglindar, samfeðra,
er Róbert Birgir, f. 21.10. 1957, við-
skiptafræðingur í Reykjavík.
Alsystkini Berglindar eru Sigur-
veig Rósa, f. 19.4. 1958, sundlaug-
arvörður á Fáskrúðsfirði; Ævar
Ingi, f. 27.8. 1959, framkvæmda-
stjóri í Bandaríkjunum; Jóhanna
María, f. 14.6. 1963, skólastjóri á
Akureyri.
Foreldrar Berglindar eru Agnar
Jónsson, f. 17.6. 1939, vélvirki, bú-
settur á Fáskrúðsfirði, og Hanna
Gréta Halldórsdóttir, f. 13.10. 1939,
ræstingastjóri á Akureyri. Sam-
býliskona Agnars er Jóna Gunn-
arsdóttir, f. 22.12. 1949.
Úr frændgarði Berglindar Óskar Agnarsdóttur
Berglind Ósk
Agnarsdóttir
Margrét Sigmundsdóttir
húsfr. í Bolungavík
Finnbogi Sigurðsson
sjóm. í Bolungavík
Sigurrós Finnbogadóttir
húsfr. á Kópaskeri
Halldór Ólafsson
verkam. á Kópaskeri
Hanna Greta Halldórsdóttir
ræstingastj. á Akureyri
Jóhanna María Ásgeirsdóttir
húsfr. á Akureyri
Ólafur Vigfús Árnason
verkam. á Akureyri
Eiríka Guðrún Þorkelsdóttir
húsfr. á Eskifirð
Aðalsteinn Jónsson (Alli ríki)
forstj. og útgerðam. á Eskifirði
Þórný Þórðardóttir
húsfreyja í Rvík
Þórður Þórðarson
kaupm. í Rvík
Jón Þórðarson
endurskoðandi í Rvík
Sigurveig Þ. Kristmannsdóttir
húsfr. í Rvík
Agnar Jónsson
vélvirkjam. á Fáskrúðsfirði
Jónína Jónsdóttir
húsfr. í Vestamannaeyjum
Kristmann A. Þorkelsson
útgerðam. og kaupm. í Vestamannaeyjum
Afmælisbarnið Berglind Ósk.
ÍSLENDINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Alfreð Flóki fæddist við Óðins-götuna í Reykjavík 19.12.1938 og ólst þar upp til 12
ára aldurs en síðan við Bárugötuna.
Hann var sonur Guðrúnar Guð-
mundsdóttur og Alfreðs Nielsen.
Alfreð Nielsen var danskur í föð-
urætt, sonur Niels Christians Niel-
sen sem vann hjá Sameinaða gufu-
skipafélaginu, DFDS, en móðir hans
hét Guðlaug Ólafsdóttir.
Guðrún var af hinni frægu lista-
mannaætt sem kennd er við Jötu í
Ytrihreppi en meðal afkomenda það-
an má nefna listamennina Einar
Jónsson myndhöggvara, Hörð
Bjarnason húsameistara, Nínu
Tryggvadóttur, Gest Þorgrímsson,
Jón Óskar Hafsteinsson, Eirík
Smith og Sóleyju, dóttur hans.
Flóki giftist Anette Bauder Jen-
sen árið 1963 og eignuðust þau son-
inn Axel Darra Flókason, f. 1964,
eina barn Flóka. Flóki og Anette
Bauder skildu en unnusta hans síð-
ari árin var Ingibjörg Alfreðsdóttir.
Flóki var í Austurbæjarskólanum,
Miðbæjarskólanum og Gaggó Vest
þar sem Jóhann Briem var teikni-
kennari hans og hvatti hann mjög til
dáða á listabrautinni. Hann stundaði
nám við Handíða- og myndlistar-
skólann í Reykjavík, við Kúnst-
akademíuna í Kaupmannahöfn og
lærði m.a. hjá Hjorth Nielsen pró-
fessor. Að námi loknu hélt Flóki
heim til Íslands en var mikið í Dan-
mörku næstu árin og dvaldi tæpt ár í
Bandaríkjunum.
Flóki var undrabarn í myndlist,
án efa fremsti teiknari þjóðarinnar
og þótt víðar væri leitað. Mörg verka
hans eru tilvísun í evrópskar hryll-
ingsbókmenntir, súrrealískar blek-
teikningar, hlaðnar táknhyggju,
rómantík, sterkum kynórum og ang-
ist undirvitundar. Í handbragði og
stíl sótti hann mjög í súrrealisma og
í symbólisma 19. aldar. Hann var
hlédrægur en skemmtilegur og
elskulegur í viðmóti og snillingur í
tilsvörum við fjölmiðlafólk og menn-
ingarvita.
Um hann hafa komið út hefti eftir
Jóhann Hjálmarsson, bók eftir Að-
alstein Ingólfsson og endurminn-
ingar eftir Nínu Björk Árnadóttur.
Flóki lést 18.6. 1987.
Merkir Íslendingar
Alfreð Flóki
90 ára
Gunnhildur Þ. Hjarðar
85 ára
Guðný Anna Eyjólfsdóttir
Magnúsína
Sigurðardóttir
María Guðvarðardóttir
80 ára
Ólafur Guðmundsson
Sigríður Ágústsdóttir
Þórveig Kristjánsdóttir
75 ára
Bergsteinn Pálsson
Erna Sigþórsdóttir
Gréta Geirsdóttir
70 ára
Filip Woolford
Guðrún Einarsdóttir
Hólmfríður Jónsdóttir
Jón Kristinsson
Kolbrún Arngrímsdóttir
Steinunn Þorbergsdóttir
Þóra Gissurardóttir
Þórður Búason
Örlygur Þórðarson
60 ára
Einar Karl Einarsson
Elsa Friðrika
Eðvarðsdóttir
Ingeborg Edda Graichen
Ingileif Auðunsdóttir
Jóna Elín Kristinsdóttir
Jónas Þór Jónasson
Jón Atli Sigurðsson
Jón Einarsson
Magnús Matthíasson
Nína Kristín Sverrisdóttir
Rósa Guðbjartsdóttir
50 ára
Anna Sigurgeirsdóttir
Elínbjörg Ingólfsdóttir
Elín Guðmundsdóttir
Gerður Ringsted
Guðrún Ásta Lárusdóttir
Hildur Björg Hannesdóttir
Hildur Brynjólfsdóttir
Hrönn Hreiðarsdóttir
Kjartan Baldursson
Magnea Kristín
Helgadóttir
María Jóhannesdóttir
40 ára
Dagbjört Helga
Guðmundsdóttir
Guðmar Aubertsson
Guðný Steinsdóttir
Guðrún Helga
Magnúsdóttir
Halldór Þorsteinn
Nikulásson
Ingimundur Benjamín
Óskarsson
Sævar Pétursson
Þorleifur Haraldsson
30 ára
Andri Reyr Haraldsson
Berglind Sveina Gísladóttir
Ewa Bileviciene
Gunnar Anton Njáll
Gunnarsson
Gunnlaugur Dan
Sigurðsson
Owen Douglas Fiene
Til hamingju með daginn
30 ára Sædís ólst upp í
Keflavík, býr á Egils-
stöðum, lauk hússtjórn-
arnámi og forvarnar-
ráðgjöf og starfar við
Bónus á Egilsstöðum.
Systir: Snædís Bára, f.
1993, nemi í Reykja-
nesbæ.
Foreldrar: Þorsteinn Val-
ur Baldvinsson Hjelm, f.
1957, starfar hjá Hnit, og
Sigríður Björnsdóttir, f.
1958, hefur starfað við
umönnun.
Sædís Mjöll
Þorsteinsdóttir
30 ára Eva Björk ólst upp
í Birkihlíð í Skriðdal, býr í
Kópavogi, lauk BEd-prófi
frá HÍ, er ritari við bráða-
móttökuna og söngkona.
Maki: Ari Stígsson, f.
1984, kerfisstjóri hjá
Optima.
Foreldrar: Eyþór Hann-
esson, f. 1955, ráðsmaður
við Sjúkrahúsið á Egils-
stöðum, og Hulda Svan-
hildur Björnsdóttir, f.
1958, vinnur á meðferð-
arheimilinu Laugalandi.
Eva Björk
Eyþórsdóttir
30 ára Ólafur býr í Hafn-
arfirði, lauk verslunarprófi
frá Bifröst og er svæðis-
stjóri hjá Krónunni.
Synir: Birkir Fannar, f.
2003, og Anton Breki, f.
2012.
Systkini: Magnea Ólöf, f.
1972; Anna Sigríður, f.
1981, og Leifur Svein-
björn, f. 1991.
Foreldrar: Þórhallur
Leifsson, f. 1948, og
Svanhildur Kristín Rún-
arsdóttir, f. 1960.
Ólafur Rúnar
Þórhallsson
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is