Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 45

Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 45
með því fyrir þá sem eru að leita að góðri vögguvísu. Og þeir sem kjósa að tárfella ættu að hlusta á lagið „Litla barn“, undurljúfa ball- öðu þar sem Ragga syngur til son- ar síns sem hún tileinkar plötuna. „Litla barn sem varst til mín sendur/með lítinn fót, litlar hend- ur./Lítið barn sem ég aldrei gleymi./Öll mín ást, öll mín ást æ þig geymi,“ syngur Ragga. Sætara verður það varla. Allt er þetta gott og blessað og hljóðfæraleikur snurðulaus, enda stórskotalið í hljóðveri. Og er þá komið að aðfinnslum. Þetta er dá- lítið þung plata og tónsmíðarnar eru misjafnar að gæðum. Sum lög, örfá að vísu, er freistandi að hoppa yfir, svo maður tali nú hreint út. En platan er barmafull af ást, á því er enginn vafi, og á köflum liggur við að flæði upp úr. Að lokum ber að minnast á þátt- töku Pálma Gunnarssonar sem plokkar bassann blíðlega í lokalagi plötunnar, „Sólon Íslandus“, og syngur auk þess með Röggu. Tvær einstakar raddir sem tvinn- ast fallega saman. Morgunblaðið/Golli Raddfögur Svefnljóð Röggu hefur að geyma mörg falleg lög og ljóð. MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 LÍÐUR AÐ JÓLUM Kr. 6.900 Kr. 4.900 Kr. 9.600 Tilvalinjólagjöf Tilvalinjólagjöf Tilvalinjólagjöf Milton kúruteppi kr. 9.990 Brauðbox kr. 12.900 Gina kr. 19.900 Aston kr. 15.900 Dimond kr. 26.900 Unfurl svefnsófi kr. 109.900 Betina skenkur kr. 144.700 Rammahilla 120 cm kr. 4.990 Cappuccino 80x50 cm kr. 32.800 kr. 1.290 kr. 890 Dixie 55x35 kr. 29.900 Jólatilboð 98.900 kr. 6.600 kr. 3.600 kr. 1.900 kr. 5.900 kr. 6.600 Flinga tímaritahillur 80 cm kr. 9.900 160 cm kr. 16.900 Það er kúnst í rappi að semjarímur sem eru beittar oghnitmiðaðar og – umframallt – flæða vel. „Á móti straumi þungum sprikla orðin,“ orti ClassBje í Gúdd rapp með For- gotten Lores um árið og lykillinn er einmitt spriklið, það hvernig góður rímnasmiður teyg- ir tungumálið og togar til að skapa textaflæði, fella textann að takt- inum og þá má ekki troða of mörgum atkvæðum inn í hverja línu. Sævar Daníel Kolandavelu hefur gefið út rappskífur undir nafninu Po- etrix, og vakið athygli fyrir beittar og kraftmiklar rímur, en oftar en ekki hefur andinn sigrað efnið – inn- takið er eftirtektarvert, jafnvel hríf- andi og/eða átakanlegt, en svo mikilli hugsun er troðið í hvert erindi, svo mörg atkvæði slást um lífsandann í línunum að merkingin verður knús- uð og kramin. Svo er því líka farið með Hvernig á að rústa lífi sínu … og vera alveg sama – frábærlega vel skrifaðir sprettir og beitt og snjöll greining á hlutskipti okkar drukknar oft í orða- flaumi. Lesandinn þarf að nema staðar reglulega til að ná andanum og átta sig á hvað höfundurinn er að fara, ekki síst fyrir það að hann læt- ur aldrei eitt orð duga þegar hægt er að lýsa tilfinningu eða einstaklingi eða atburði með tíu orðum eða jafn- vel fleirum. Að sama skapi er í bók- inni slíkur grúi samlíkinga, oft marg- ar í einu, að duga myndi sem æviforði meðalrithöfundar. Söguhetja bókarinnar á illa ævi, beittur harkalegu ofbeldi af fjöl- skyldu sinni, og hrökklast að heiman kalinn á hjarta. Hann birtist okkur nánast geðvilltur, misnotar alla í kringum sig og skiptir engu þótt við- komandi hafi reynst honum vel. Hann kemur sérdeilis illa fram við konur, en hann er ekki beinlinis haldinn kvenfyrirlitningu; hann fyr- irlítur alla jafnt. Miklum tíma eyðir sögumaður í að sannfæra okkur um að þjóðfélagið sé sjúkt og við séum öll á valdi lyga og sjálfsblekkingar, en lifir svo sníkju- lífi á samfélaginu sem hann hafnar, treystir á það til að útvega sér húsa- skjól og fæðu og læknishjálp og pen- inga til að kaupa sér dóp. Myndin sem birtist í bókinni af hræsnisfullum og siðblindum dóp- ista er einkar sterk og vel heppnuð og víða eru vel skrifaðir kaflar. Þeir sprettir drukkna þó nánast í lang- dregnum lýsingum á vímu og of- skynjunum og eins eru kvennafars- kaflarnir meira og minna eins; sögumaður tekur ekki út neinn þroska, hann öðlast engan skilning á aðstæðum sínum annan en þann til- gerðarlega vaðal sem streymir upp úr honum. Í því felst helsti galli þessarar bókar og Sævar hefði ef- laust haft gott af því að vinna þessa bók betur með ströngum ritstjóra – hann hefur alla hæfileika til þess að skrifa kraftmikla skáldsögu. Morgunblaðið/Eva Björk Áritun Sævar Poetrix áritar bók sína. Andinn sigrar efnið Skáldsaga Hvernig á að rústa lífi sínu … og vera alveg sama bbmnn Eftir Sævar Poetrix. Höfundur gefur út, 2014. 236 bls. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Íbréfi sem Vincent Van Goghskrifar Theo bróður sinumsegir hann svo um ástina: „Éghef alltaf hallast að því að besta leiðin til að kynnast guðdóm- inum sé að elska mikið. Elskaðu vin, persónu, hlut og þá ertu kominn á braut skilnings; eða svo segi ég sjálf- um mér. En þú verður að elska af al- vörugefinni nærgætni, af vilja, af hugsun, og þú verður alltaf að leita að meiri og betri og rækilegri skilningi.“ Ástarmeistarinn fjallar um ást eins og nafnið gefur til kynna, en ekki bara um ást þeirrar gerðar sem Vincent ræddi við bróður sinn, heldur líka um þá ást sem leynist oft í losta, en oft eiga menn erfitt með að greina þar á milli, bjóða kynlíf og kalla það ást. Fjölnir og Anna kynnast úti í Grímsey; hann er þar á ráðstefnu og hún starfar í eyjunni sem heilari. Frá þeirra fyrstu kynnum er ljóst að þau eru andstæðir pólar og þótt þau hríf- ist hvort af öðru þá skilur á milli að hann er of fróður til að geta elskað, birtingarmynd rökhyggju og vís- inda, en henni er það eðlislægt að elska, enda er hún táknmynd gró- anda sem nötrar í takt við árstíð- irnar þótt hjarta hennar sé læst sem stendur eftir vonbrigði í ástarsam- bandi. Eftir kynni, sem eru náin en ganga þó ekki alla leið, halda þau hvort í sína áttina, en ákveða að halda sambandi bréfleiðis, tefla eins konar hugmyndafræðilega bréfskák þar sem þau rekja hvort fyrir sig leitina að ástarmeistara; þeim sem getur kennt þeim að elska að nýju. Þessi bréf gera höfundi kleift að rannsaka ástina frá ýmsum hliðum, að leiða lesandann fram og aftur í tíma, draga fram fornar ástir og nýj- ar, forboðnar og frjálsar; þau Fjölnir og Anna verða margs vísari í leit sinni, hann í þurrum heimi fræðanna en hún í gegnum mannleg samskipti og eigin upplifun. Snemma í bókinni bregður fyrir annarri persónu, stúlkunni Karen Nínu, sem sækist eftir líkamlegri út- rás, vill kynlíf en ekki ást og sam- skipti hennar og Fjölnis undirstrika það af hverju hann á svo langt í land með að geta elskað – því kynlíf án ástar, án ástúðar, er bara svengd eða þörf fyrir spennulosun. Oddný leikur sér lipurlega með þessa tvíbentu afstöðu til kynlífs og ástar í gegnum bókina því vissulega er til kynlíf án ástar eins og þegar Fjölnir fróar sér til slökunar eftir sálfræðitíma og það er líka til ást án kynlífs eins og Vincent nefnir í margnefndu bréfi og líka sú ást sem birtist til að mynda í því er Elsa bræðir ísinn utan af Önnu systur sinni með ást í kvikmyndinni Frozen. Það er mikið af munúð í bókinni og einkar fallegar lýsingar á mökum þeirra Fjölnis og Önnu við ýmsa sem á vegi þeirra verða. Þau vinna úr reynslu sinni á mjög ólíkan hátt, hann lendir í vanda þegar hann reyn- ir að láta hjartað ráða og er ekki hólpinn fyrr en hann finnur sinn ást- armeistara. Anna er aftur á móti sinn eigin meistari, hún sækir inn- blástur í hið náttúrulega sem við ber- um innra með okkur enda er besta leiðin til að kynnast guðdóminum að elska mikið. Morgunblaðið/Þórður Oddný Eir „Það er mikið af munúð í bókinni og einkar fallegar lýsingar á mökum þeirra Fjölnis og Önnu við ýmsa sem á vegi þeirra verða.“ Skáldsaga Ástarmeistarinn bbbbn Eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. Bjartur, 2014. 315 bls. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Fengitími og frelsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.