Fréttablaðið - 22.08.2015, Page 2

Fréttablaðið - 22.08.2015, Page 2
Kúba Beint flug með Icelandair 23.–30. nóv. Verð frá *á mann í tvíbýli með öllu inniföldu á Melia Varadero hótelinu. Verð án Vildarpunkta 279.900 kr. 269.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar Flogið með Icelandair Kjaramál Landssamband lögreglu- manna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þing- flokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkis- valdsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjara- samninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamála- nefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frí- mann. Hann segir að rökin gegn verk- fallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglu- maður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“ Hann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkr unar fræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi lögreglu- maður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samn- inganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samn- inganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráð- herra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þing- flokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðli- legar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“ snaeros@frettabladid.is Vilja að lögreglan geti farið í verkfall Landssamband lögreglumanna vill þverpólitíska sátt um að innleiða verkfalls- rétt stéttarinnar að nýju. Þingflokksformaður Samfylkingar segir kröfuna eðli- lega. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir Samninganefnd ríkisins með fyrirslátt. Gerðardómur hefur í tvígang ákveðið kjör lögreglumanna. Hér sjást þeir bíða úr- skurðar dómsins árið 2011. Fréttablaðið/Daníel samfélag Rótin, félag um mál- efni kvenna með áfengis- og fíkni- vanda,  hefur gefið  út bæklinginn „Ef fjölmiðlar hafa samband – Leið- beiningar fyrir brotaþola og aðstand- endur“. Bæklingurinn er þýðing á erlend- um bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. Bæklingurinn er gefinn út vegna mikillar aukningar í tjáningu þol- enda um brot. Oft á tíðum séu þol- endur jafnvel að tjá sig um atburðinn í fyrsta sinn. Einnig hafa vegið þungt hlutir á borð við Druslugönguna, auk internetbyltinga á borð við Free the Nipple og þá sem átti upptök sín á Beautytips. „Stundum hefur okkur fundist blaðamenn dansa á siðferðislínunni í viðtölum við fólk sem er kannski í áfalli. Þá er ágætt að hafa þessar leið- beiningar. Við erum ekki að segja fólki hvað það á að gera en okkur fannst þetta ágætis efni til viðmið- unar,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, tals- kona Rótarinnar. Fram kemur í tilkynningu Rótar- innar að kynferðislegt ofbeldi geti skilið eftir sig djúp spor sem oft sé betra að vinna fyrst með í trúnaðar- samtölum við fagfólk. Þó sé alltaf á valdi þolenda hvenær þeir ræði sögu sína við fjölmiðla. Slík umræða geti haft marga kosti. Tilgangurinn sé ekki að draga úr þeim sem vilja deila sögu sinni, heldur vekja umræðu kosti þess og galla fyrir brotaþolann. Kristín segir Rótina hafa unnið lengi að þýðingu bæklingsins eftir að hafa kynnt sér málið, því stjórn Rótarinnar hafi fundist skortur á fræðsluefni um málið á íslensku. – þea Gefa út bækling fyrir brotaþola viðsKipti Stjórn Símans leggur til við næsta hluthafafund að starfsmenn fái tækifæri til þess að eignast hlut í  fyrirtækinu. Stefnt er að skrán- ingu Símans í Kauphöll Íslands í haust. „Markmiðið með val réttar- áætluninni er að samþætta hags- muni starfsmanna samstæðunnar við langtímamarkmið Símans, auka tryggð starfsfólks og langtímahugs- un,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Þá seldi Arion banki fjárfestum fimm prósenta hlut í Símanum í gær. Bankinn á eftir söluna um 33 prósent í Símanum. – tpt / þea Starfsmenn fá kauprétt Minnkandi norðaustanátt norðvestantil á landinu í dag og rigning með köflum. Suðlæg átt yfirleitt 5 til 10 m/s annars staðar. Rigning með köflum eða skúrir, en léttir til norðaustanlands síðdegis. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustantil. sjá síðu 52 Veður Kátt var í Laugardalshöll þegar hlauparar sóttu númer og boli Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 32. sinn í dag. Skráningarhátíð fór fram í gær þar sem hlauparar í þúsunda tali nálguðust gögn sín. Fréttablaðið/Vilhelm Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf. Orri Hauksson, forstjóri Símans. Kristín I. Páls- dóttir, talskona Rótarinnar Frímann Birgir Baldursson 2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 8 -D C 8 C 1 5 D 8 -D B 5 0 1 5 D 8 -D A 1 4 1 5 D 8 -D 8 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.