Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2015, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.08.2015, Qupperneq 4
Tölur vikunnar 15.8.2015 - 22.8.2015 251.000 tonnum 500 konur söfnuðust saman á Akureyri á heimsráðstefnu Ladies Circle International í vikunni. 20.000 hrefnur 128 Íslendingar eru á skrá vefsíðunnar Ashley Madi­ son, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. 55 mál bíða afgreiðslu úrskurðarnefndar umhverfis­ og auð­ lindamála og hafa 66 ný mál komið inn á þessu ári. 40 til 50 milljarða 7 af hverjum 10 vinnandi mönnum á Íslandi telja sig undir mikilli og viðvar­ andi tímapressu í vinnu sinni. 75 2 til ky nn in ga r meira öfluðu íslensk skip á liðnum 12 mánuðum en árið á undan. kostar að leggja háspennulínu yfir Sprengisand, að mati Landsnets. um h eg ni ng ar ­ la ga br ot b ár us t lö gr eg lu í jú lí . voru á íslenska landgrunninu í síðustu hvala­ talningu. xxx samgöngur Ekki er gert ráð fyrir að höfnin í Helguvík verði á samgöngu­ áætlun áranna 2015 til 2018 sem lögð verður fyrir Alþingi á ný í haust. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­ dóttir, aðstoðarmaður innanríkisráð­ herra. Þórdís segir að Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanes­ bæjar, hafi fundað með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í vor vegna máls­ ins. Í fyrsta áfanga hafi Reykjanes­ bær viljað fá tæplega 300 milljónir króna úr hafnaráætlunarhluta sam­ gönguáætlunar til að lengja hafnar­ kant Helguvíkurhafnar. Ráðherra hafi sýnt málinu skilning en krafan komið fram eftir að búið var að móta áætlunina. „Það er ekki reiknað með þessari upphæð þar þannig að það verður að beina þessu til þingsins og fjárlaganefndar,“ segir Þórdís. Reykjaneshöfn hefur alls farið fram á 2,3 milljarða ríkisstyrk fyrir hafnar­ framkvæmdum sem eiga að kosta 4,3 milljarða króna. Eigið fé Reykjanes­ hafnar er neikvætt um 4,5 milljarða króna og uppsafnað tap fyrirtækisins frá árinu 2006 nemur 3,8 milljörðum króna. Markmið framkvæmdanna er að betur verði hægt að þjónusta þann iðnað sem vonast er eftir að taki til starfa á svæðinu. Heimild er fyrir 60 prósenta ríkisstyrk í hafnarfram­ kvæmdum samkvæmt hafnarlögum. Þar er gert ráð fyrir að höfnin hafi skilað rekstrarafgangi með tilliti til vaxta eða hafi nýtt kosti sína til tekju­ öflunar með eðlilegum hætti og fram­ lag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna. – ih Helguvík ekki á samgönguáætlun Tekjur Reykjaneshafnar hafa ekki staðið undir kostnaði þar sem illa hefur tekist að fá fyrirtæki til að hefja starfsemi á svæðinu. Fréttablaðið/GVA leiðréTT Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær að Björt framtíð vildi allan afla á markað, hið rétta er að flokkurinn vill uppboð á veiðiheimildum. Í Fréttablaðinu 19. ágúst var sagt frá því að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart lögreglumanni á Húsavík. Umræddur lögreglumaður hefur aldrei starfað þar. Hið meinta kynferðisbrot átti hins vegar að hafa verið framið á Húsavík. Guðrún Margrét Pálsdóttir hefur látið af störfum fyrir ABC barnahjálp á Íslandi og sagt af sér sem formaður ABC á Íslandi. Guðrún er stofnandi sam­ takanna og hefur starfað fyrir þau í 27 ár. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ ráðherra gagnrýndi suma útgerðarmenn harðlega vegna orða þeirra um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum. „Ef þeir vilja taka eiginhagsmuni fram yfir hagsmuni heildarinnar þá er rétt að velta því fyrir sér hvort þeir séu bestu aðil­ arnir til að fara með auðlindina,“ sagði Gunnar Bragi. Björn Blöndal, formaður borgar­ ráðs, segir ríkið bera ábyrgð á þeirri alvarlegu stöðu sem Tónlistar­ skólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Fjórir Tónlistarskólar í Reykjavík eru það illa staddir fjárhagslega að óljóst er hvort skólarnir geti haldið áfram starfsemi sinni. Voru í fréttum Hjálparstarf, viðskipta- þvinganir og tónlistarskólar landbúnaður Ennþá  er gátan um hinn mikla og útbreidda fjárdauða í fyrravetur óleyst. Rannsókn á blóð­ sýnum úr víðtækri sýnatöku úr hræjum sem fram fór í Noregi í sumar skilaði engri skýringu. Frekari rann­ sókn blóðsýna stendur yfir á Keldum. Þetta staðfestir Sigurborg Daða­ dóttir, yfirdýra lækn ir hjá Matvæla­ stofnun. Vegna fjárdauðans hófu Lands­ samtök sauðfjárbænda rannsókn ásamt Matvælastofnun og sérstakri könnun var hleypt af stokkunum. Þessi rafræna spurningakönnun hafði það að markmiði að fá yfirsýn yfir umfang og útbreiðslu þessarar óútskýrðu aukningar í dauða sauð­ fjár í vetur og freista þess að finna vís­ bendingar um orsök vandamálsins. Þegar könnuninni var lokað 28. júní höfðu 311 bændur af u.þ.b. 2.000 tekið þátt. Af könnuninni að dæma drapst um helmingi fleira fé í ár en undanfarin tvö ár, eða að meðaltali 4%. Mest voru afföllin á Vesturlandi og Suðurlandi. Hjá helmingi svarenda drapst meira en eðlilegt getur talist eða meira en 2%. Hjá 10% svarenda voru afföllin meiri en 8% og hæsta tíðnin var 30%, eins og kemur fram í stöðuskýrslu Matvælastofnunar. Fjöldi sauðfjár á bæjum svarenda var 98.684 og af þeim drápust 4.095 eða 4,1%.  Veturinn 2013­2014 drápust 2,3% en 1,8% veturinn þar á undan. Þær kindur sem nýttar voru til sýna­ töku og voru krufnar höfðu margar drepist úr næringarskorti. Krufning gaf engar skýringar á fjárdauðanum frekar en blóðsýnin. Sigurborg segir að blóðsýnin séu nú rannsökuð frekar hjá Tilrauna­ stöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar fer nákvæmari skoðun fram í leit að endanlegu svari. Engrar niðurstöðu af þeirri vinnu er að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur.  Í áfangaskýrslu Matvælastofn­ unar segir að misjafnt hafi verið hvenær svarendur urðu fyrst varir við óvenju mikinn fjárdauða. Hjá 36% fór að bera á vandamálinu fyrri hluta vetrar en hjá öðrum ekki fyrr en í mars. Minni hluti svarenda sagði að kindurnar hefðu drepist skyndi­ lega og algengast var að þær dræpust nokkrum vikum eða mánuðum eftir að einkenna varð vart. Þá er greini­ legt að á þeim bæjum þar sem fé drapst fyrri hluta vetrar voru afföllin minni en þar sem féð drapst þegar líða tók á veturinn. svavar@frettabladid.is Gátan um fjárdauðann óleyst Rannsókn í Noregi á blóðsýnum svaraði því ekki af hverju óvenjulega mikil afföll voru á sauðfé í vetur sem leið. Dýralæknar á Keldum halda rannsókninni áfram. Alls svöruðu 311 bændur könnun um fjárdauðann. Hvort fé hafi haldið áfram að hrynja niður skýrist kannski ekki fyrr en í haust. Fréttablaðið/Vilhelm var fjöldi sauðfjár á bæjum bænda sem svöruðu könnun og af þeim drápust 4.095 eða 4,1%. 98.684 2 2 . á g ú s T 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 8 -F 0 4 C 1 5 D 8 -E F 1 0 1 5 D 8 -E D D 4 1 5 D 8 -E C 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.