Fréttablaðið - 22.08.2015, Qupperneq 16
Samsung Galaxy S6
Einstök hönnun, einstakir eiginleikar. Samsung Galaxy
S6 með þráðlausri hleðslu og 16 megapixla myndavél.
3.990 kr.
á mánuði í 24 mánuði
Staðgreitt: 89.990 kr.
Verð áður: 109.990 kr.
*Tilboðið gildir frá fimmtudegi til sunnudags.
LÆKKAÐ VERÐ Á SAMSUNG GALAXY S6*
SPOTIFY PREMIUM ÁSKRIFT Í 6 MÁNUÐI
FYLGIR ENDALAUSA SNJALLPAKKANUM
SAMSUNG
Undanfarnar vikur hafa tugir manna
fallið í átökum í austanverðri Úkraínu.
Óttast er að vopnahléssamkomulagið
frá í febrúar geti verið í andarslitrunum.
Gagnkvæmar ásakanir hafa verið um
tíð vopnahlésbrot víða á vopnahléslín-
unni, sem afmarkar svæði uppreisnar-
manna í Donbass-héraði.
Öryggis- og samvinnustofnun Evr-
ópu, sem fylgist með framkvæmd
vopnahléssamkomulagsins, stað-
festir að vopnahléið sé rofið oft á degi
hverjum og virðast eftirlitsmenn standa
ráðalausir gagnvart því.
Þá segir stofnunin að uppreisnar-
menn, sem Rússar hafa stutt, hafi
meinað eftirlitsmönnum aðgang að
svæðum, þar sem geyma átti þunga-
vopn sem væru ónotuð meðan vopna-
hléið væri í gildi. Ekki sé því hægt að
ganga úr skugga um að skriðdrekar
og þungavopn hafi ekki verið flutt að
átakalínunni.
Úkraínski stjórnarherinn og vopnað-
ir hópar, sem barist hafa með honum,
hafa sömuleiðis verið sagðir búa sig
undir frekari átök með flutningi
herliðs og hergagna að vopnahlés-
línunni.
Á blaðamannafundi á þriðjudag
sagði Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti, þá staddur á Krímskaga, margt
benda til þess að vopnahléssam-
komulagið væri að fara út um
þúfur, en tók fram að sökin væri hjá
Veikburða vopnahlé
að fara út um þúfur
Vaxandi uggur er um að vopnahléið í Úkraínu sé að fara út um þúfur. Öryggis-
og samvinnustofnun Evrópu virðist ekki fá tækifæri til að fylgjast með fram-
kvæmd vopnahléssamkomulagsins. Pútín segir sökina hjá stjórnarher Úkraínu.
Liðsmenn Azov-sveitanna, sem barist hafa við uppreisnarmenn í austanverðri
Úkraínu, æfa sig í Kænugarði. NordicPhotos/AFP
Framtíð Krímskaga
hefur verið ákveðin
af íbúunum þar. Þeir greiddu
atkvæði með því að endur-
sameinast Rússlandi.
Vladimír Pútín,
forseti Rússlands
stjórnar hernum: „Því miður erum við
að sjá það nú, að átök eru að harðna,
og sökin liggur ekki hjá sjálfsvarnar-
sveitunum í Donbass heldur hinum.“
Pútín vildi hins vegar ekkert ræða
það hvort Úkraína gæti þegar fram
líða stundir hugsanlega endurheimt
Krímskaga, sem Rússar innlimuðu
fyrr á þessu ári:
„Nei, ég vil ekki svara neinu um
þetta, vegna þess að framtíð Krím-
skaga hefur verið ákveðin af íbú-
unum þar. Þeir greiddu atkvæði með
því að endursameinast Rússlandi.
Punktur.“ gudsteinn@frettabladid.is
2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R16 f R é t t i R ∙ f R é t t A B L A ð i ð
22. feBRúAR 2014
Viktor Janúkóvítsj forseti hrekst úr landi í kjölfar harðvítugra mótmæla.
6. ApRíL 2014
Stríðsátök hefjast í Donbass-héraði í austanverðri Úkraínu.
18. mAí 2014
Rússar innlima Krímskaga eftir þriggja vikna átök.
25. mAí 2014
Petró Porosjenkó kosinn forseti.
5. septemBeR 2014
Vopnahléssamkomulag undirritað í Minsk í Hvíta-Rússlandi, en fer fljótlega út um
þúfur.
11. feBRúAR 2015
Annað vopnahléssamkomulag undirritað í Minsk af leiðtogum Rússlands, Úkraínu,
Þýskalands og Frakklands.
Helstu atburðir frá ársbyrjun í fyrra
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
8
-D
7
9
C
1
5
D
8
-D
6
6
0
1
5
D
8
-D
5
2
4
1
5
D
8
-D
3
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K