Fréttablaðið - 22.08.2015, Page 82

Fréttablaðið - 22.08.2015, Page 82
M eð aðstoð rússnesks auðkýfings verður veldisaukning í umsvifum útvarpsstjörnufræðinga sem hlusta eftir framandi lífi. Þar sem boðleiðir eru mörg ljósár er ljóst að leit á milli stjarnanna og samskipti við geim- verur kalla einnig á sjálfsskoðun mannskepnunnar. Við vitum hvað átti sér stað sek- úndubrotum eftir að alheimurinn varð til, hvernig fyrstu stjörnurnar mynduðust og hvernig þær þeyttu flóknum frumefnum um alheiminn – sem síðar mynduðu líkama okkar – í dauðastríði sínu. Það er þó margt sem við vitum ekki. Til dæmis hvernig líf myndaðist á Jörðinni. Við vitum að það gerðist snemma í jarðsögunni og að súpan sem forfeður okkar urðu til í var samsett úr afar einföldum hrá- efnum. Hér er stiklað á stóru en þegar við horfum yfir það sem við vitum í heimsfræðinni er einfaldlega óhugs- andi að líf á Jörðinni sé einstakt. Aðeins eru nokkur ár síðan við héld- um að reikistjörnur eins og Jörðin væru gríðarlega sjaldgæfar í Vetrar- brautinni. Svo er ekki, flest bendir til að ein af hverjum fimm stjörnum stígi sporöskjulaga dans við eina eða fleiri reikistjörnur. Í vetrarbrautinni okkar skipta þessar reikistjörnur milljörðum. Utan þjónustusvæðis Fámennur en afar ástríðufullur hópur vísindamanna leitar nú að lífi milli stjarnanna. Þessi leit hefur staðið í vel yfir hálfa öld. Hún er í senn mikil- vægasta leit sögunnar og sú tíðin- daminnsta. Freistum við þess að komast í tæri við líf á fjarlægri reikistjörnu er það vandamál sem verkfræði mann- skepnunnar á ekki og mun ekki eiga svar við. Við förum aldrei þangað. En við getum hlustað og það er það sem vísindamenn stungu upp á árið 1959, og það höfum við gert allar götur síðar. Við stillum á vinsæl- ustu útvarpsrásina, þar sem tungu- mál alheimsins er talað. Tungumál vetnisins. Róteindir vetnisatóma snúast í sífellu og gefa um leið frá sér rafsegulgeislun sem hægt er að hlusta á á tíðninni 1.420MHz (þar sem allir smellirnir eru!). Aðeins verur með sæmilega þekkingu á alheiminum þekkja þessa tíðni og hver veit nema þær útvarpi á henni líka. Flestir eru sammála um ágæti þess- arar aðferðar. Aftur á móti eru ekki allir sammála um mikilvægi leitar- innar. Þannig hefur aðgengi útvarps- stjörnufræðinga að sjónaukum verið afar takmarkað. Það eru einfaldlega mikilvægari rannsóknir sem þarf að sinna. Hingað til hafa þessir þolin- móðu vísindamenn fengið í kringum 24 klukkustundir á ári til að leita að framandi fjarskiptum. Það mun nú breytast. Mannvinur milli stjarnanna Rússneski frumkvöðullinn Yuri Milner, ásamt nokkrum af virtustu vísindamönnum og hugsuðum veraldar, þar á meðal Stephen Hawking, Ann Druyan og Frank Drake, svipti hulunni af Breakthrough Listen-verkefninu á dögunum. Milner mun styrkja þessa fjársveltu leit um rúmlega 13 milljarða króna á næstu 10 árum. Þetta þýðir að útvarpsstjörnufræðingar í leit að lífi munu fá 20-25% af skoðunartíma tveggja gríðarlega öflugra útvarps- sjónauka. Saman munu þessir sjónaukar rýna í 10 sinnum stærra svæði en hingað til hefur verið hægt og hlusta eftir útsendingum Næsti hlustandi Fámennur en afar ástríðufullur hópur vísindamanna leitar nú að lífi milli stjarnanna. Mynd/ESO tækni Þessi stuðningur frá Yuri Milner þýðir að við getum leitað meira á örfáum dögum en við höfum gert samanlagt frá upphafi. Frank Drake Það er ekki til stærri spurning, sama hvernig þetta fer á endanum. Stephen Hawking á tíðnisviðinu 1 til 10GHz, þar sem andrúmsloft Jarðar truflar ekki og kór alheimsaflanna er lágvær. Sameinaður kraftur sjónaukanna er slíkur að þeir geta greint venjulegt radarmerki frá farþegaþotu á sveimi í kringum þúsund nálægustu stjörnurnar. Dyggur hlustandi Guðfaðir SETI er Frank Drake. Hann hefur setið við hlustir í 55 ár og þekkir þögnina betur en flestir. „Við höfum verið að betla tíma á sjónaukum,“ segir Drake. „Við erum ekki nálægt því að hafa skimað allan himininn. Núna getum við leitað á miklu stærra svæði. Það sem meira er þá getum við leitað á margfalt víð- ara sviði tíðna. Milljarða rása á sama tíma. Þessi stuðningur frá Yuri Mil- ner þýðir að við getum leitað meira á örfáum dögum en við höfum gert samanlagt frá upphafi.“ Drake segir að hér sé um að ræða sögulega stund fyrir þá sem leita að framandi lífi. Í raun krafta- verk. Heimsfræðingurinn Stephen Hawking, sem sjálfur hefur varað við nánum kynnum við geimverur hafði þetta að segja þegar verkefni Milners var kynnt í Lundúnum: „Í alheimi án enda hlýtur líf að koma fyrir oftar en einu sinni. Svo gæti verið að einhvers staðar í alheiminum séu greindar verur sem eru að fylgjast með okkur. Það er ekki til stærri spurning, sama hvernig þetta fer á endanum.“ Allt og ekkert Hvað gerist þegar við heyrum loks í framandi lífi er allt önnur umræða. Vafalaust verður það frétt aldarinnar og stórkostlegasta uppgötvun fyrr og síðar. En hvað gerist daginn eftir? Strætó mun ganga áfram, átökin halda áfram um víða veröld og það verður messa á sunndaginn. Raunsæi tekur vonandi völdin. Við vitum á þessum tímapunkti að einhvers staðar þarna uppi eru verur sem skilja tungumál alheimsins eins og við. Þessar verur eru í milljóna ljósára fjarlægð og sam- skipti okkar munu fara fram á hundr- að, jafnvel árþúsunda, fresti. Svörin við vandamálum okkar, hvernig við tryggjum samhug meðal Jarðarbúa, verða á endanum að koma frá okkur sjálfum. Það jákvæða er að við vitum loks að hægt er að yfirstíga þessi vandamál, enda hafa skyldmenni okkar meðal stjarnanna gert einmitt það. Jafna Drakes | frank Drake setti fram jöfnu sína sem áætlar fjölda tæknivæddra samfélaga í Vetrarbrautinni. Hérna er áætlað, gróflega, út frá nýjustu upplýsingum og grunsemdum vísindamanna. N=tæknivædd samfélög sem gætu haft samband =36,4 milljón N = R* fp Ne R*=stjörnur svipaðar sólinni sem myndast í Vetrarbrautinni árlega = 7 fp=stjörnur svipaðar sólinni sem hafa sólkerfi = 1 fl fi fc L ne=lífvænlegar reikistjörnur í sólkerfinu = 0,2 fl=lífvænlegar reikistjörnur þar sem líf verður til =0,13 fi=reikistjörnur með lífi þar sem vitsmunalíf þróast = 1 fc=reikistjörnur með vitsmunalífi sem vilja hafa samband = 0,2 L=meðalævi slíks tæknivædds samfélags = 109 ár Með aðstoð rússnesks auðkýfings verður veldis aukning í umsvifum útvarpsstjörnufræðinga sem hlusta eftir framandi lífi. Þar sem boðleiðir eru mörg ljósár er ljóst að leit á milli stjarnanna og sam skipti við geimverur kalla einnig á sjálfsskoðun mannskepnunnar. á línunni er … Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is 2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R4 2 h e L g i N ∙ F R É t t A B L A ð i ð 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 8 -E 6 6 C 1 5 D 8 -E 5 3 0 1 5 D 8 -E 3 F 4 1 5 D 8 -E 2 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.