Fréttablaðið - 22.08.2015, Qupperneq 94
Bragi Halldórsson
162
Getur
þú fundið
fimm arma
stjörnuna?
„Þetta er nú eitthvað skrítin þraut,“ sagði Kata. „Alger ruglingur af litum og
formum, það er bara ekkert hægt að sjá út úr þessu.“ Bætti hún við. „Hvað
segir þú Lísaloppa, hvað segja leiðbeiningarnar, hvað eigum við að gera við
þetta rugl, eigum við að geta séð eitthvað út úr þessu eða hvað?“ Lísaloppa
las leiðbeiningarnar. „Við eigum að finna fimm arma stjörnu og litirnir skipta
engu máli,“ sagði hún. „Fimm arma stjörnu segir þú, út úr þessu rugli?“ sagði
Kata hneyksluð. „Jæja, fyrst leiðbeiningarnar segja það þá hlýtur það að
vera hægt.
Innritun er hafin
fyrir skólaárið 2015-2016
Gítar, úkúlele- og
hljómborðsnámskeið
fyrir börn og fullorðna
Hafðu samband!
Tónskóli Eddu Borg
Kleifarseli 18
109 Reykjavík
S: 557-3452
www.teb.is
Forskóli, píanó, fiðla, selló, kontrabassi, harmóníka,
hljómborð, gítar, raf-gítar, raf-bassi, þverflauta, slagverk
Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is
ENDALAUST TAL OG
10 GB Á 3.990 KR.*
Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu frábært
sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði.
Allt það besta hjá 365
*Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365
Lítil spýta er reist upp við vegg.
Við hlið hennar grúfir einn
leikmaður og telur upp að 50
meðan hinir fela sig. Svo fer
hann að leita og þegar hann
finnur einhvern hleypur hann
að spýtunni, kemur við hana og
segir nafn þess fundna, sem þá
er úr leik.
Ef einhver þátttakenda kemst
að spýtunni á undan þeim sem
„er’ann“ hendir hann spýtunni
eins langt og hann getur og
kallar „fallin spýtan, einn, tveir
og þrír“. Þá mega hann og aðrir
sem voru úr leik fela sig aftur en
sá sem „er’ann“ flýtir sér að ná í
spýtuna og fara aftur að leita.
Sá sem fyrstur fannst „er’ann“
næst.
Útileikur Fallin spýtan
Hvernig er að syngja í óperu?
BEnEdikt: Bæði gaman og
krefjandi, það er sérstaklega
gaman þegar miklar æfingar
skila árangri.
Guðrún Ýr: Það er mjög
gaman að syngja í óperu þótt það
sé svolítið krefjandi.
Hversu margir yrðlingar eru í
Baldursbrá og hvernig eru þeir?
Guðrún Ýr: Það eru
ellefu yrðlingar og þeir
eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf
tilbúnir að veiða hrút.
BEnEdikt: Þeir vilja líkjast
rebba og herma eftir honum.
En þeir eiga líka góðar hliðar þó
að þeir reyni að éta hrútinn.
Hafið þið séð tófugreni eða
tófur úti í náttúrunni?
Guðrún Ýr: Í sveitinni minni
sáum við einu sinni tófugreni en
síðan fundum við það ekki aftur.
BEnEdikt. Ég hef bara
séð uppstoppaðar tófur og í
Húsdýragarðinum.
Er óperan Baldursbrá fyrsta
verkefni ykkar á sviði?
BEnEdikt: nei, ég var í Bald-
ursbrá á Siglufirði og í Langholts-
kirkju og hef sungið í óperunum
La Boheme og Carmen. Ég var í
dýrunum í Hálsaskógi og Jólahá-
tíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég
sungið á tónleikum karlakórs
reykjavíkur, drengjakórs reykja-
víkur og í Maxímús Músíkús
kætist í kór með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands. Einnig hef ég verið í
Sönglist.
Guðrún Ýr: Og ég hef verið
í La Boheme , Maxímús Músíkús
kætist í kór og Skrímslið litla
systir mín.
Eruð þið að læra söng – eða
stefnið í svoleiðis nám?
BEnEdikt: Já, ég hef verið í
drengjakór reykjavíkur í fimm
ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki
kórstjóra. Það kemur bara vel
til greina að gera sönginn að
atvinnu.
Guðrún Ýr: Ég er í Graduale
futuri kór Langholtskirkju og
ætla í söngnám.
Hvað fleira eruð þið að sýsla
þessa dagana?
Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak
og æfi mig á gítar.
BEnEdikt: Á þessu ári hef
ég verið í upptökum á jólaplötu
með Viktori Orra úr Hjaltalín
sem kemur út fyrir jól. Þar
syng ég til dæmis með Þóru
Einarsdóttur, Sigríði thorlacius
og systur minni Helenu. Ég er
líka í Listdansskóla Íslands
og að læra á píanó. Svo er ég í
fermingarfræðslu hjá séra Pálma
í Bústaðakirkju.
Yrðlingarnir alltaf
tilbúnir að veiða hrút
Þau Guðrún ýr Guðmundsdóttir tólf ára og Benedikt
Gylfason þrettán ára æfa stíft fyrir frumsýningu á
barnaóperunni Baldursbrá. Þar eru þau yrðlingar.
Þau Guðrún Ýr og Benedikt eru meðal ellefu barna sem leika yrðlinga í óperunni Baldursbrá. Fréttablaðið/Vilhelm
Ef einhver þátttakenda
kemst að spýtunni á undan
þeim sem „er’ann“ hendir
hann spýtunni eins langt
og hann getur og kallar
„fallin spýtan, einn, tveir
og þrír“.
»
2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R54 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
D
8
-F
5
3
C
1
5
D
8
-F
4
0
0
1
5
D
8
-F
2
C
4
1
5
D
8
-F
1
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K