Fréttablaðið - 22.08.2015, Síða 96

Fréttablaðið - 22.08.2015, Síða 96
Menning Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir mynd- listarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýn- ingu á þeim í dag.    Stutt var fyrir  Huldu Hlín  að flytja  myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnar- götu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðal- viðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf  portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upp- lýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjáls- ari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúr- um, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þann- ig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs.  Hún lærði mál- aralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmanna- höfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í mynd- listartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti.  Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýning- una strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi ein- hverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og lit- ríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“ Túlkunin er frjálsari núna en áður Fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið, segir Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona. Fréttablaðið/GVA Meðal  atriða á Menningarnótt Reykjavíkur er myndlistarsýning sem Hulda Hlín Magnús dóttir opnar í Tjarnarbíói klukkan 13 í dag og ber  heitið Forum / Torg / Square.  Áhugasamir söngvarar eru velkomnir í prufusöng næstu daga. Nánari upplýsingar veita Gestur Svavarsson formaður, gestur@gmail.com Friðrik S. Kristinsson söngstjóri fsk@kkor.is auglýsir eftir söngmönnum KARLAKÓR REYKJAVÍKUR www.kkor.is KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Grensáskirkja Kirkjukór Grensáskirkju getur bætt við sig söngfólki í allar raddir. Kóræfingar eru á mánudögum kl. 17:30-19:00. Boðið verður upp á kennslu í grunnatriðum tónlistar fyrir þá sem þess óska. Upplýsingar gefur organisti kirkjunnar Ásta Haraldsdóttir í síma 892 3162. Íslenskir tónlistarunnendur minnast Manuelu Wiesler flautuleikara með miklum hlýhug. Manuela bjó hér á landi um árabil og markaði tónlistarlífið djúpum sporum. Manuela fæddist í Brasilíu árið 1955 en átti austurríska foreldra. Hún lauk prófi í flautuleik frá Vínarborg, þar sem hún var alin upp, og stundaði einnig framhaldsnám í París og víðar. Manuela fluttist til Íslands árið 1973 og bjó hér í um áratug. Á þeim tíma vann Manuela til fjölda viðurkenninga og þar á meðal fyrstu verðlaun í norrænni kammermúsík- keppni en ekki síður vann hún hjörtu íslenskra tónlistarunnenda. Manuela kom á ferli sínum fram víða um Evrópu og hélt áfram að koma fram á Íslandi eftir að hún fluttist af landi brott. Hún lagði sig einkum fram um að flytja samtímaverk en helstu tónskáld Íslendinga sömdu fyrir hana tónverk auk margra erlendra tónskálda. Meðan Manuela bjó á Íslandi var hún mikil driffjöður í tónlistarlífinu hérlendis og gætti áhrifa hennar víða. Árið 1982 réðst hún í það stórvirki að leika inn á fjórar hljómplötur og gerði það á aðeins tveimur nóttum í Háteigskirkju í samvinnu við Bjarna Rúnar Bjarnason tónmeistara. Bjarni Rúnar og Þórarinn St e f á n s s o n t ó n l i s t a r m a ð u r standa um þessar mundir að söfnun á Karolinafund til þess að standa straum af kostnaði við að endurútgefa þessar plötur en nú á geisladisk. Þórarinn segir að plöturnar hafi verið ófáanlegar um áratuga skeið enda nutu þær vinsælda á sínum tíma. „Manuela gaf plöturnar út sjálf og seldi en hún kom eins og ferskur stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf á sínum tíma. Það töluðu margir um að hún hafi komið eins og engill af himnum og vissulega bar hún með sér sérstaklega fallegt karma.“ Manuela lést í Vínarborg árið 2006 langt fyrir aldur fram en í tilefni af því að hún hefði orðið sextug nú í júlí sl. langar okkur, sem að þessari söfnun standa, að endurútgefa plöturnar og því leitum við til tónlistarunnenda með stuðning inni á Karolinafund. – mg Eins og engill af himnum ofan Manuela Wiesler flautuleikari vann til fjölda verðlauna á tónlistarferlinum. 2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R Manuela gaF plöTuRnaR úT SjálF og Seldi en Hún koM einS og FeRSkuR SToRMSveipuR inn í íSlenSkT TónliSTaRlíF á SínuM TíMa. 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 8 -E 1 7 C 1 5 D 8 -E 0 4 0 1 5 D 8 -D F 0 4 1 5 D 8 -D D C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.